Heilbrigðisstarfsfólk fær milljarð í umbun á meðan lögreglumenn bíða eftir nýjum kjarasamningi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2020 18:45 Lögreglumenn saka samninganefnd ríkisins um að tefja fyrir í samningaviðræðum um nýjan kjarasamning. Lögreglumenn hafa verið samningslausir í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. „Við erum bara enn þá í viðræðum. Þær ganga frekar hægt. Að okkar mati eru þær frekar einhæfar. Þetta snýst einhvern veginn meira um okkur heldur en að tveir aðilar nái saman,“ segir Baldur Ólafsson, lögreglumaður sem einnig á sæti í stjórn Landssambands lögreglumanna. Baldur Ólafsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar Lögreglumenn hafa fá tækifæri til þess að bregðast við því enginn er verkfallsrétturinn. „Það hlýtur að vera út af einhverri ástæðu. Að við séum þjóðfélagslega mikilvæg,“ segir Baldur. Lögreglumenn fagna umbun til heilbrigðisstarfsfólks í framlínu sem þeir segja að eigi skilið Lögreglumenn fagna þeirri ákvörðun stjórnvalda um að verja milljarði í launauppbót til heilbrigðisstarfsfólks í framlínu vegna kórónuveirunnar, sem þeir segja að eigi það fullkomlega skilið. Helgi Már Tulinius, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Bjarni Lögreglumenn sitja og bíða þeir eftir að laun þeirra verði leiðrétt „Við erum að fara fram á að launataflan okkar verði leiðrétt og sett á þann stað þar sem hún á að vera og að klárað sé að semja um þá hluti sem að í rauninni er búið að semja um og hafa ekki verið kláraðir,“ segir Helgi Már Tulinius, lögreglumaður. Helgi segir óþreyju og pirrings farið að gæta meðal lögreglumanna. „Menn virðast orðnir langþreyttir á því að það sé ekki samið og það sé ekki virt viðlits hvers eðlis starfið er sem að við erum að fást við,“ segir Helgi. Lögreglan Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Útköll lögreglu tímafrekari og erfiðari úrlausnar Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Fíkniefnamálum hefur fækkað og ofbeldismálum fjölgað. 21. apríl 2020 23:15 Vanari því að elta brotamenn en að koma fólki í sóttkví Nú er að verða mánuður liðinn frá því að teymið hóf störf og sáu sex sérfræðingar þá um það að rekja fyrstu þrjú tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. Nú er svo komið að um og yfir 52 sina verkefnum teymisins og það er nóg að gera. 27. mars 2020 14:31 Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira
Lögreglumenn saka samninganefnd ríkisins um að tefja fyrir í samningaviðræðum um nýjan kjarasamning. Lögreglumenn hafa verið samningslausir í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. „Við erum bara enn þá í viðræðum. Þær ganga frekar hægt. Að okkar mati eru þær frekar einhæfar. Þetta snýst einhvern veginn meira um okkur heldur en að tveir aðilar nái saman,“ segir Baldur Ólafsson, lögreglumaður sem einnig á sæti í stjórn Landssambands lögreglumanna. Baldur Ólafsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar Lögreglumenn hafa fá tækifæri til þess að bregðast við því enginn er verkfallsrétturinn. „Það hlýtur að vera út af einhverri ástæðu. Að við séum þjóðfélagslega mikilvæg,“ segir Baldur. Lögreglumenn fagna umbun til heilbrigðisstarfsfólks í framlínu sem þeir segja að eigi skilið Lögreglumenn fagna þeirri ákvörðun stjórnvalda um að verja milljarði í launauppbót til heilbrigðisstarfsfólks í framlínu vegna kórónuveirunnar, sem þeir segja að eigi það fullkomlega skilið. Helgi Már Tulinius, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Bjarni Lögreglumenn sitja og bíða þeir eftir að laun þeirra verði leiðrétt „Við erum að fara fram á að launataflan okkar verði leiðrétt og sett á þann stað þar sem hún á að vera og að klárað sé að semja um þá hluti sem að í rauninni er búið að semja um og hafa ekki verið kláraðir,“ segir Helgi Már Tulinius, lögreglumaður. Helgi segir óþreyju og pirrings farið að gæta meðal lögreglumanna. „Menn virðast orðnir langþreyttir á því að það sé ekki samið og það sé ekki virt viðlits hvers eðlis starfið er sem að við erum að fást við,“ segir Helgi.
Lögreglan Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Útköll lögreglu tímafrekari og erfiðari úrlausnar Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Fíkniefnamálum hefur fækkað og ofbeldismálum fjölgað. 21. apríl 2020 23:15 Vanari því að elta brotamenn en að koma fólki í sóttkví Nú er að verða mánuður liðinn frá því að teymið hóf störf og sáu sex sérfræðingar þá um það að rekja fyrstu þrjú tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. Nú er svo komið að um og yfir 52 sina verkefnum teymisins og það er nóg að gera. 27. mars 2020 14:31 Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira
Útköll lögreglu tímafrekari og erfiðari úrlausnar Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Fíkniefnamálum hefur fækkað og ofbeldismálum fjölgað. 21. apríl 2020 23:15
Vanari því að elta brotamenn en að koma fólki í sóttkví Nú er að verða mánuður liðinn frá því að teymið hóf störf og sáu sex sérfræðingar þá um það að rekja fyrstu þrjú tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. Nú er svo komið að um og yfir 52 sina verkefnum teymisins og það er nóg að gera. 27. mars 2020 14:31
Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37