Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 23:28 Hafnarfjörður. Vísir/Vilhelm Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Miðflokksins lögðu hvor fram sína bókun þar sem lagst var gegn tillögunni, af sitthvorri ástæðunni. Í bókun Öddu Maríu Jóhannsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar, er lagst gegn sölu á eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum, þar sem ekki er talið ráðlegt að of stór hluti fyrirtækisins sé í einkaeigu. „Lögum samkvæmt eiga HS Veitur ávallt að vera í meirihlutaeign opinberra aðila og því má telja það óráð að takmarka aðkomu þeirra að rekstrinum enn frekar frá því sem gert var við sölu Reykjanesbæjar á 15% hlut sínum í árslok árið 2013 þannig að ríflega þriðjungur er nú í eigu einkaaðila. Með sölu á hlut Hafnarfjarðar væri þar með helmingur kominn í eigu einkaaðila,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að mikilvægt sé talið að sveitarfélög hafi skýra aðkomu að fyrirtækjum í almannaþjónustu. Því sé hlutur Hafnarfjarðar samfélagslega mikilvægur. Þá dregur Adda í efa að tímasetning fyrirhugaðrar sölu sé heppileg. Í bókun Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem einnig er þekktur sem Siggi Stormur, fulltrúa Miðflokksins, er einnig lagst gegn sölunni og mælst til þess að beðið verði með hana uns fyrir liggur hvort ríkið hyggist ráðast í aðgerðir til stuðnings sveitarfélögum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Komi engin björgunarpakki frá ríkisvaldinu leggur fulltrúi Miðflokksins til að hafnar verði samningaviðræður við ríkið um kaup á umræddum hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS-veitum. Ákvæði verði um forkaupsrétt bæjarfélagsins að hlutnum komi til endursölu hans. Með aukinni einkavæðingu á dreifikerfi HS-veitna eykst þrýstingur á hærra orkuverð til neytenda í þessu tilviki íbúa Hafnarfjarðar. Því leggst fulltrúi Miðflokksins alfarið gegn almennri sölu á hlut bæjarins í HS-veitum.“ Þá segir í bókun fulltrúa Viðreisnar að afstaða Viðreisnar komi til með að ráðast af þeim kjörum sem fáist fyrir hlutinn. Fulltrúi Bæjarlistans sat hjá í málinu, þar sem tillagan var sett fram með stuttum fyrirvara og svigrúm til ákvarðanatöku því lítið. Loks lagði meirihlutinn, skipaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, fram eftirfarandi tillögu: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar leggja áherslu á að leitað verði tilboða í hluti Hafnarfjarðarbæjar í HS-Veitum á meðal breiðs hóps fjárfestingaraðila til þess að fá sem hæst söluverð. Andvirði sölunnar verði varið til fjárfestinga í innviðum bæjarins en jafnframt í að mæta efnahagslegum afleiðingum COVID-19 faraldursins fyrir bæjarfélagið og íbúa þess. Eignarhlutur í HS-Veitum hefur engin áhrif á verðlagningu raforku til neytenda í Hafnarfirði, en um verðlagningu og arðsemi gilda sérstök lög.“ Hafnarfjörður Orkumál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Miðflokksins lögðu hvor fram sína bókun þar sem lagst var gegn tillögunni, af sitthvorri ástæðunni. Í bókun Öddu Maríu Jóhannsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar, er lagst gegn sölu á eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum, þar sem ekki er talið ráðlegt að of stór hluti fyrirtækisins sé í einkaeigu. „Lögum samkvæmt eiga HS Veitur ávallt að vera í meirihlutaeign opinberra aðila og því má telja það óráð að takmarka aðkomu þeirra að rekstrinum enn frekar frá því sem gert var við sölu Reykjanesbæjar á 15% hlut sínum í árslok árið 2013 þannig að ríflega þriðjungur er nú í eigu einkaaðila. Með sölu á hlut Hafnarfjarðar væri þar með helmingur kominn í eigu einkaaðila,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að mikilvægt sé talið að sveitarfélög hafi skýra aðkomu að fyrirtækjum í almannaþjónustu. Því sé hlutur Hafnarfjarðar samfélagslega mikilvægur. Þá dregur Adda í efa að tímasetning fyrirhugaðrar sölu sé heppileg. Í bókun Sigurðar Þ. Ragnarssonar, sem einnig er þekktur sem Siggi Stormur, fulltrúa Miðflokksins, er einnig lagst gegn sölunni og mælst til þess að beðið verði með hana uns fyrir liggur hvort ríkið hyggist ráðast í aðgerðir til stuðnings sveitarfélögum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Komi engin björgunarpakki frá ríkisvaldinu leggur fulltrúi Miðflokksins til að hafnar verði samningaviðræður við ríkið um kaup á umræddum hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS-veitum. Ákvæði verði um forkaupsrétt bæjarfélagsins að hlutnum komi til endursölu hans. Með aukinni einkavæðingu á dreifikerfi HS-veitna eykst þrýstingur á hærra orkuverð til neytenda í þessu tilviki íbúa Hafnarfjarðar. Því leggst fulltrúi Miðflokksins alfarið gegn almennri sölu á hlut bæjarins í HS-veitum.“ Þá segir í bókun fulltrúa Viðreisnar að afstaða Viðreisnar komi til með að ráðast af þeim kjörum sem fáist fyrir hlutinn. Fulltrúi Bæjarlistans sat hjá í málinu, þar sem tillagan var sett fram með stuttum fyrirvara og svigrúm til ákvarðanatöku því lítið. Loks lagði meirihlutinn, skipaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, fram eftirfarandi tillögu: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar leggja áherslu á að leitað verði tilboða í hluti Hafnarfjarðarbæjar í HS-Veitum á meðal breiðs hóps fjárfestingaraðila til þess að fá sem hæst söluverð. Andvirði sölunnar verði varið til fjárfestinga í innviðum bæjarins en jafnframt í að mæta efnahagslegum afleiðingum COVID-19 faraldursins fyrir bæjarfélagið og íbúa þess. Eignarhlutur í HS-Veitum hefur engin áhrif á verðlagningu raforku til neytenda í Hafnarfirði, en um verðlagningu og arðsemi gilda sérstök lög.“
Hafnarfjörður Orkumál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira