Fólk hvatt til útiveru á sumardaginn fyrsta Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. apríl 2020 12:45 Það gæti verið tilvalið að skella sér út að hjóla í dag, fyrst hátíðahöld falla víðast hvar niður. Vísir/vilhelm Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta, sem er í dag, hafa víðast hvar verið felld niður vegna kórónuveirunnar. Víða er þó bjart og fallegt veður og eru landsmenn hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins. Þá segir veðurfræðingur að veðrið á sumardaginn fyrsta segi ekkert til um hvernig veðrið verður í sumar. Sumardagurinn er fyrsti fimmtudagurinn á bilinu 19. til 25. apríl. Venjulega fara hátíðarhöld víða fram á sumardaginn fyrsta, og eru skrúðgöngur iðulega hluti af slíkri dagskrá. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa hátíðarhöld verið felld niður í ár að því er fram kemur á vef Skátanna. Landsmenn eru þó hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins, en muna tveggja metra regluna. Veðrið er að minnsta kosti fínt víðast hvar á landinu í dag að sögn Birgis Arnar Höskuldssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Bjart og fallegt verður á Norður- og Austurlandi og smá skúrir og skýjað á sunnan- og vestanverðu landinu.“ En n æ stu dagar, erum vi ð a ð sigla inn í sumari ð ? „Já, á morgun er þetta áfram svipað en aðeins meiri væta sunnan- og vestanlands en síðan snýst þetta við á laugardaginn, þá birtir til hérna um suðvestanvert landið og skúrir og él fyrir norðan. En síðan eftir það er útlit fyrir mjög vorlegt veður,“ segir Birgir Örn. Í gær voru sagðar fréttir af því að langtímaspár gerðu ráð fyrir köldu sumri. „Þær eru það ótryggar að ég myndi ekki þora að segja neitt út frá þeim. Þær eru oftar en ekki rangar. Ég held nú að í fyrra hafi langtímaspáin talað um vætusamt sumar og svo hefur það sjaldan verið jafn þurrt.“ Þá segir Birgir Örn að mýtan um að ef veðrið sé gott á sumardaginn fyrsta, verði það ekki gott um sumarið - eigi við engin rök að styðjast. „Það er oft einhver fótur fyrir þessum gömlu mýtum en þetta er nú ekki ein af þeim. Það er búið að taka það saman að veðrið getur verið allavegana,“ segir Birgir Örn. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veður Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta, sem er í dag, hafa víðast hvar verið felld niður vegna kórónuveirunnar. Víða er þó bjart og fallegt veður og eru landsmenn hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins. Þá segir veðurfræðingur að veðrið á sumardaginn fyrsta segi ekkert til um hvernig veðrið verður í sumar. Sumardagurinn er fyrsti fimmtudagurinn á bilinu 19. til 25. apríl. Venjulega fara hátíðarhöld víða fram á sumardaginn fyrsta, og eru skrúðgöngur iðulega hluti af slíkri dagskrá. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa hátíðarhöld verið felld niður í ár að því er fram kemur á vef Skátanna. Landsmenn eru þó hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins, en muna tveggja metra regluna. Veðrið er að minnsta kosti fínt víðast hvar á landinu í dag að sögn Birgis Arnar Höskuldssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Bjart og fallegt verður á Norður- og Austurlandi og smá skúrir og skýjað á sunnan- og vestanverðu landinu.“ En n æ stu dagar, erum vi ð a ð sigla inn í sumari ð ? „Já, á morgun er þetta áfram svipað en aðeins meiri væta sunnan- og vestanlands en síðan snýst þetta við á laugardaginn, þá birtir til hérna um suðvestanvert landið og skúrir og él fyrir norðan. En síðan eftir það er útlit fyrir mjög vorlegt veður,“ segir Birgir Örn. Í gær voru sagðar fréttir af því að langtímaspár gerðu ráð fyrir köldu sumri. „Þær eru það ótryggar að ég myndi ekki þora að segja neitt út frá þeim. Þær eru oftar en ekki rangar. Ég held nú að í fyrra hafi langtímaspáin talað um vætusamt sumar og svo hefur það sjaldan verið jafn þurrt.“ Þá segir Birgir Örn að mýtan um að ef veðrið sé gott á sumardaginn fyrsta, verði það ekki gott um sumarið - eigi við engin rök að styðjast. „Það er oft einhver fótur fyrir þessum gömlu mýtum en þetta er nú ekki ein af þeim. Það er búið að taka það saman að veðrið getur verið allavegana,“ segir Birgir Örn.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veður Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira