Ætla að breyta ímynd Ischgl Andri Eysteinsson skrifar 24. apríl 2020 09:20 Frá alpabænum Ischgl í Austurríki. EPA/STR Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. Stefnt er að því að ímynd staðarins, sem var lýst sem „Íbíza Alpafjallanna“ verði breytt og áhersla verði lögð á annarskonar ferðaþjónustu á svæðinu. Guardian greinir frá. Því er útlit fyrir það að partí-ferðamennskudagar Ischgl séu liðnir en bæjarstjóri Ischgl, Werner Kurz greindi frá áformunum í yfirlýsingu í gær. „Við munum endurskoða uppbyggingu síðustu ára og gera endurbætur þar sem þess er þörf,“ sagði Kurz en nýverið var bærinn opnaður að nýju eftir að hafa setið í mánaðarsóttkví. Kurz sagði þó að ímynd staðarins sem áfangastaðar fyrir þyrsta skíðamenn fyrst og fremst væri ósanngjörn enda hefði Ischgl margt annað að bjóða en skemmtanalíf. Bæjarstjórinn viðurkenndi þó að breytingar þyrftu að verða. „Við munum minnka partý-ferðamennskuna og einbeita okkur að skíðafólki en ekki þeim sem koma einvörðungu til að skemmta sér,“ sagði Kurz. Ischgl komst í heimsfréttirnar í mars eftir hæg viðbrögð yfirvalda þar í bæ við útbreiðslu kórónuveirunnar. Íslensk heilbrigðisyfirvöld höfðu sett Ischgl á lista yfir sérstök áhættusvæði vegna faraldursins 5. mars. Lífið hélt þó áfram sinn vanagang í Ischgl í viku til viðbótar og hefur verið hægt að rekja þúsundir smita til staðarins. Fyrstu aðgerðir í Ischgl voru þær að skemmtistaðurinn Kitzloch lokaði 9. mars eftir að barþjónn staðarins hafði greinst með veiruna. Talið er líklegt að flauta barþjónsins, sem fékk að ganga á milli manna, hafi dreift veirunni til gesta í Ischgl. Skíðasvæðinu var að endingu lokað 13. Mars en yfir 800 smit í Austurríki hafa verið rakin til Ischgl og nærliggjandi svæðis. Ríkisstjóri Tíról-héraðs þar sem Ischgl er að finna hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Þúsundir gesta vinna nú að hópmálsókn gegn skíðasvæðinu vegna málsins. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. Stefnt er að því að ímynd staðarins, sem var lýst sem „Íbíza Alpafjallanna“ verði breytt og áhersla verði lögð á annarskonar ferðaþjónustu á svæðinu. Guardian greinir frá. Því er útlit fyrir það að partí-ferðamennskudagar Ischgl séu liðnir en bæjarstjóri Ischgl, Werner Kurz greindi frá áformunum í yfirlýsingu í gær. „Við munum endurskoða uppbyggingu síðustu ára og gera endurbætur þar sem þess er þörf,“ sagði Kurz en nýverið var bærinn opnaður að nýju eftir að hafa setið í mánaðarsóttkví. Kurz sagði þó að ímynd staðarins sem áfangastaðar fyrir þyrsta skíðamenn fyrst og fremst væri ósanngjörn enda hefði Ischgl margt annað að bjóða en skemmtanalíf. Bæjarstjórinn viðurkenndi þó að breytingar þyrftu að verða. „Við munum minnka partý-ferðamennskuna og einbeita okkur að skíðafólki en ekki þeim sem koma einvörðungu til að skemmta sér,“ sagði Kurz. Ischgl komst í heimsfréttirnar í mars eftir hæg viðbrögð yfirvalda þar í bæ við útbreiðslu kórónuveirunnar. Íslensk heilbrigðisyfirvöld höfðu sett Ischgl á lista yfir sérstök áhættusvæði vegna faraldursins 5. mars. Lífið hélt þó áfram sinn vanagang í Ischgl í viku til viðbótar og hefur verið hægt að rekja þúsundir smita til staðarins. Fyrstu aðgerðir í Ischgl voru þær að skemmtistaðurinn Kitzloch lokaði 9. mars eftir að barþjónn staðarins hafði greinst með veiruna. Talið er líklegt að flauta barþjónsins, sem fékk að ganga á milli manna, hafi dreift veirunni til gesta í Ischgl. Skíðasvæðinu var að endingu lokað 13. Mars en yfir 800 smit í Austurríki hafa verið rakin til Ischgl og nærliggjandi svæðis. Ríkisstjóri Tíról-héraðs þar sem Ischgl er að finna hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Þúsundir gesta vinna nú að hópmálsókn gegn skíðasvæðinu vegna málsins.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira