Óður til landsbyggðarinnar María Rut Kristinsdóttir skrifar 24. apríl 2020 11:30 Á tímum kórónuveirunnar hefur fólki verið tíðrætt um mikilvægi samstöðu og þess að hlúa að náunganum. Ég held að ég geti talað fyrir hönd margra sem deila því með mér að hafa alist upp í litlu samfélagi á landsbyggðinni að slíkt klingir kunnuglegum bjöllum. Að alast upp í litlu sjávarþorpi mótar mann nefnilega. Ég lærði snemma að fólk er alls konar og að fjölbreytni er kostur, ekki galli. Jafnvel nauðsynleg svo samfélagið geti þrifist. Í litlu samfélagi eins og á Flateyri, þar sem ég ólst upp, er stólað á hvern og einn að leggja sitt af mörkum. Ef eitthvað klikkar er hringt í næsta mann og málunum er reddað. Hvort sem um er að ræða föt sem þarf að sauma eða snjó sem þarf að moka. Jafnvel ef ófærð setur strik í reikninginn aðstoða bæjarbúar hvern annan með öðrum leiðum, lána sín á milli hveiti eða majónes. Þá hefur það jafnframt alltaf verið þannig að um leið og nýr bæjarbúi flytur í þorpið er nánast búið að skrá hann í Björgunarsveitina, Kvenfélagið og þorrablótsnefndina áður en viðkomandi veit af/er fluttur. Sjálfsbjargarviðleitni einkenna samfélög sem þessi. Allir læra snemma að bjarga sér. Leikvöllurinn var svo náttúran, sem takmarkaðist aðeins við ímyndunarafl okkar krakkanna. Við vorum mjög dugleg að finna upp á frumlegum leikjum þegar ég var lítil eins og villikattaveiði; þar sem við fundum heimili fyrir villiketti bæjarins, marhnútaveiðikeppni, stíflugerð, reglulega útpæld dyraöt og kofasmíði. Ég spilaði fótbolta, golf og póker við fullorðnu mennina í bænum og varði miklum tíma í að spila cönustu við vinkonur langömmu minnar og horfði á Leiðarljós með þeim. Ég verkaði harðfisk, stokkaði upp í beitingaskúrnum, vann í fiski á sumrin og gerðist meira að segja svo fræg að fara á sjó. Reyndar bara í eitt skipti, svo allrar sanngirni sé gætt. Það var ekki mikið vesen í bænum, allir pössuðu upp á alla og við börnin stukkum í ýmis verk; mokuðum snjó fyrir nágranna, pössuðum börn bæjarbúa og viðruðum hundana sem bjuggu í þorpinu. Svo var auðvitað algjör lúxus að komast hvert sem er fótgangandi, án þess að stóla á skutl frá foreldrum. Í svona samfélögum gleðjast allir saman á góðum stundum, en syrgja líka saman þegar áföll dynja á. Því miður fengum við í mínum heimabæ alltof stóran skerf af því síðara. Á umliðnum vetri hafa landsmenn allir því miður verið rækilega minntir á það aftur hversu harðsnúin náttúran getur verið – en á sama tíma hversu mikilvægt það er að standa saman þegar á reynir. Hryllileg snjóflóð og veðravíti, innilokanir og óvissa. Nú síðast hefur COVID-19 tekið sinn toll á landinu öllu. Viðbrögð okkar allra við þessum mótbárum hafa einkennst af okkar innilegustu tilfinningum; samkennd og samstöðu. Lögmálið, líkt og heima í sjávarþorpinu mínu, um að hver einasti íbúi er mikilvægur hlekkur í þeirri gríðarstóru keðju sem samfélagið okkar er, hefur yfirfærst á þéttbýlið. Með náungakærleikanum höfum við tæklað þær áskoranir, veður og veirur sem á okkur hafa dunið síðustu mánuði. Ég vona innilega að það sé komið til að vera. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Á tímum kórónuveirunnar hefur fólki verið tíðrætt um mikilvægi samstöðu og þess að hlúa að náunganum. Ég held að ég geti talað fyrir hönd margra sem deila því með mér að hafa alist upp í litlu samfélagi á landsbyggðinni að slíkt klingir kunnuglegum bjöllum. Að alast upp í litlu sjávarþorpi mótar mann nefnilega. Ég lærði snemma að fólk er alls konar og að fjölbreytni er kostur, ekki galli. Jafnvel nauðsynleg svo samfélagið geti þrifist. Í litlu samfélagi eins og á Flateyri, þar sem ég ólst upp, er stólað á hvern og einn að leggja sitt af mörkum. Ef eitthvað klikkar er hringt í næsta mann og málunum er reddað. Hvort sem um er að ræða föt sem þarf að sauma eða snjó sem þarf að moka. Jafnvel ef ófærð setur strik í reikninginn aðstoða bæjarbúar hvern annan með öðrum leiðum, lána sín á milli hveiti eða majónes. Þá hefur það jafnframt alltaf verið þannig að um leið og nýr bæjarbúi flytur í þorpið er nánast búið að skrá hann í Björgunarsveitina, Kvenfélagið og þorrablótsnefndina áður en viðkomandi veit af/er fluttur. Sjálfsbjargarviðleitni einkenna samfélög sem þessi. Allir læra snemma að bjarga sér. Leikvöllurinn var svo náttúran, sem takmarkaðist aðeins við ímyndunarafl okkar krakkanna. Við vorum mjög dugleg að finna upp á frumlegum leikjum þegar ég var lítil eins og villikattaveiði; þar sem við fundum heimili fyrir villiketti bæjarins, marhnútaveiðikeppni, stíflugerð, reglulega útpæld dyraöt og kofasmíði. Ég spilaði fótbolta, golf og póker við fullorðnu mennina í bænum og varði miklum tíma í að spila cönustu við vinkonur langömmu minnar og horfði á Leiðarljós með þeim. Ég verkaði harðfisk, stokkaði upp í beitingaskúrnum, vann í fiski á sumrin og gerðist meira að segja svo fræg að fara á sjó. Reyndar bara í eitt skipti, svo allrar sanngirni sé gætt. Það var ekki mikið vesen í bænum, allir pössuðu upp á alla og við börnin stukkum í ýmis verk; mokuðum snjó fyrir nágranna, pössuðum börn bæjarbúa og viðruðum hundana sem bjuggu í þorpinu. Svo var auðvitað algjör lúxus að komast hvert sem er fótgangandi, án þess að stóla á skutl frá foreldrum. Í svona samfélögum gleðjast allir saman á góðum stundum, en syrgja líka saman þegar áföll dynja á. Því miður fengum við í mínum heimabæ alltof stóran skerf af því síðara. Á umliðnum vetri hafa landsmenn allir því miður verið rækilega minntir á það aftur hversu harðsnúin náttúran getur verið – en á sama tíma hversu mikilvægt það er að standa saman þegar á reynir. Hryllileg snjóflóð og veðravíti, innilokanir og óvissa. Nú síðast hefur COVID-19 tekið sinn toll á landinu öllu. Viðbrögð okkar allra við þessum mótbárum hafa einkennst af okkar innilegustu tilfinningum; samkennd og samstöðu. Lögmálið, líkt og heima í sjávarþorpinu mínu, um að hver einasti íbúi er mikilvægur hlekkur í þeirri gríðarstóru keðju sem samfélagið okkar er, hefur yfirfærst á þéttbýlið. Með náungakærleikanum höfum við tæklað þær áskoranir, veður og veirur sem á okkur hafa dunið síðustu mánuði. Ég vona innilega að það sé komið til að vera. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Viðreisnar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun