Óður til landsbyggðarinnar María Rut Kristinsdóttir skrifar 24. apríl 2020 11:30 Á tímum kórónuveirunnar hefur fólki verið tíðrætt um mikilvægi samstöðu og þess að hlúa að náunganum. Ég held að ég geti talað fyrir hönd margra sem deila því með mér að hafa alist upp í litlu samfélagi á landsbyggðinni að slíkt klingir kunnuglegum bjöllum. Að alast upp í litlu sjávarþorpi mótar mann nefnilega. Ég lærði snemma að fólk er alls konar og að fjölbreytni er kostur, ekki galli. Jafnvel nauðsynleg svo samfélagið geti þrifist. Í litlu samfélagi eins og á Flateyri, þar sem ég ólst upp, er stólað á hvern og einn að leggja sitt af mörkum. Ef eitthvað klikkar er hringt í næsta mann og málunum er reddað. Hvort sem um er að ræða föt sem þarf að sauma eða snjó sem þarf að moka. Jafnvel ef ófærð setur strik í reikninginn aðstoða bæjarbúar hvern annan með öðrum leiðum, lána sín á milli hveiti eða majónes. Þá hefur það jafnframt alltaf verið þannig að um leið og nýr bæjarbúi flytur í þorpið er nánast búið að skrá hann í Björgunarsveitina, Kvenfélagið og þorrablótsnefndina áður en viðkomandi veit af/er fluttur. Sjálfsbjargarviðleitni einkenna samfélög sem þessi. Allir læra snemma að bjarga sér. Leikvöllurinn var svo náttúran, sem takmarkaðist aðeins við ímyndunarafl okkar krakkanna. Við vorum mjög dugleg að finna upp á frumlegum leikjum þegar ég var lítil eins og villikattaveiði; þar sem við fundum heimili fyrir villiketti bæjarins, marhnútaveiðikeppni, stíflugerð, reglulega útpæld dyraöt og kofasmíði. Ég spilaði fótbolta, golf og póker við fullorðnu mennina í bænum og varði miklum tíma í að spila cönustu við vinkonur langömmu minnar og horfði á Leiðarljós með þeim. Ég verkaði harðfisk, stokkaði upp í beitingaskúrnum, vann í fiski á sumrin og gerðist meira að segja svo fræg að fara á sjó. Reyndar bara í eitt skipti, svo allrar sanngirni sé gætt. Það var ekki mikið vesen í bænum, allir pössuðu upp á alla og við börnin stukkum í ýmis verk; mokuðum snjó fyrir nágranna, pössuðum börn bæjarbúa og viðruðum hundana sem bjuggu í þorpinu. Svo var auðvitað algjör lúxus að komast hvert sem er fótgangandi, án þess að stóla á skutl frá foreldrum. Í svona samfélögum gleðjast allir saman á góðum stundum, en syrgja líka saman þegar áföll dynja á. Því miður fengum við í mínum heimabæ alltof stóran skerf af því síðara. Á umliðnum vetri hafa landsmenn allir því miður verið rækilega minntir á það aftur hversu harðsnúin náttúran getur verið – en á sama tíma hversu mikilvægt það er að standa saman þegar á reynir. Hryllileg snjóflóð og veðravíti, innilokanir og óvissa. Nú síðast hefur COVID-19 tekið sinn toll á landinu öllu. Viðbrögð okkar allra við þessum mótbárum hafa einkennst af okkar innilegustu tilfinningum; samkennd og samstöðu. Lögmálið, líkt og heima í sjávarþorpinu mínu, um að hver einasti íbúi er mikilvægur hlekkur í þeirri gríðarstóru keðju sem samfélagið okkar er, hefur yfirfærst á þéttbýlið. Með náungakærleikanum höfum við tæklað þær áskoranir, veður og veirur sem á okkur hafa dunið síðustu mánuði. Ég vona innilega að það sé komið til að vera. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Á tímum kórónuveirunnar hefur fólki verið tíðrætt um mikilvægi samstöðu og þess að hlúa að náunganum. Ég held að ég geti talað fyrir hönd margra sem deila því með mér að hafa alist upp í litlu samfélagi á landsbyggðinni að slíkt klingir kunnuglegum bjöllum. Að alast upp í litlu sjávarþorpi mótar mann nefnilega. Ég lærði snemma að fólk er alls konar og að fjölbreytni er kostur, ekki galli. Jafnvel nauðsynleg svo samfélagið geti þrifist. Í litlu samfélagi eins og á Flateyri, þar sem ég ólst upp, er stólað á hvern og einn að leggja sitt af mörkum. Ef eitthvað klikkar er hringt í næsta mann og málunum er reddað. Hvort sem um er að ræða föt sem þarf að sauma eða snjó sem þarf að moka. Jafnvel ef ófærð setur strik í reikninginn aðstoða bæjarbúar hvern annan með öðrum leiðum, lána sín á milli hveiti eða majónes. Þá hefur það jafnframt alltaf verið þannig að um leið og nýr bæjarbúi flytur í þorpið er nánast búið að skrá hann í Björgunarsveitina, Kvenfélagið og þorrablótsnefndina áður en viðkomandi veit af/er fluttur. Sjálfsbjargarviðleitni einkenna samfélög sem þessi. Allir læra snemma að bjarga sér. Leikvöllurinn var svo náttúran, sem takmarkaðist aðeins við ímyndunarafl okkar krakkanna. Við vorum mjög dugleg að finna upp á frumlegum leikjum þegar ég var lítil eins og villikattaveiði; þar sem við fundum heimili fyrir villiketti bæjarins, marhnútaveiðikeppni, stíflugerð, reglulega útpæld dyraöt og kofasmíði. Ég spilaði fótbolta, golf og póker við fullorðnu mennina í bænum og varði miklum tíma í að spila cönustu við vinkonur langömmu minnar og horfði á Leiðarljós með þeim. Ég verkaði harðfisk, stokkaði upp í beitingaskúrnum, vann í fiski á sumrin og gerðist meira að segja svo fræg að fara á sjó. Reyndar bara í eitt skipti, svo allrar sanngirni sé gætt. Það var ekki mikið vesen í bænum, allir pössuðu upp á alla og við börnin stukkum í ýmis verk; mokuðum snjó fyrir nágranna, pössuðum börn bæjarbúa og viðruðum hundana sem bjuggu í þorpinu. Svo var auðvitað algjör lúxus að komast hvert sem er fótgangandi, án þess að stóla á skutl frá foreldrum. Í svona samfélögum gleðjast allir saman á góðum stundum, en syrgja líka saman þegar áföll dynja á. Því miður fengum við í mínum heimabæ alltof stóran skerf af því síðara. Á umliðnum vetri hafa landsmenn allir því miður verið rækilega minntir á það aftur hversu harðsnúin náttúran getur verið – en á sama tíma hversu mikilvægt það er að standa saman þegar á reynir. Hryllileg snjóflóð og veðravíti, innilokanir og óvissa. Nú síðast hefur COVID-19 tekið sinn toll á landinu öllu. Viðbrögð okkar allra við þessum mótbárum hafa einkennst af okkar innilegustu tilfinningum; samkennd og samstöðu. Lögmálið, líkt og heima í sjávarþorpinu mínu, um að hver einasti íbúi er mikilvægur hlekkur í þeirri gríðarstóru keðju sem samfélagið okkar er, hefur yfirfærst á þéttbýlið. Með náungakærleikanum höfum við tæklað þær áskoranir, veður og veirur sem á okkur hafa dunið síðustu mánuði. Ég vona innilega að það sé komið til að vera. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Viðreisnar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun