Stýrir bæjarstjórnarfundum frá eldhúsborðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. apríl 2020 20:00 Halla Björk Reynisdóttir er forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri. Vísir/Tryggvi Bæjar- og sveitarstjórnir víða um land hafa þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum með því að funda í gegnum netið. Ýmsir kostir, en líka gallar, fylgja fyrirkomulaginu að mati forseta bæjarstjórnar Akureyrar. „Ég set þá fund í bæjarstjórn. Fundur númer 3473 og annar reglulegi fundurinn okkar sem við höldum hér í fjarfundarbúnaði.“ Á þessum orðum setti Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, síðasta bæjarstjórnarfund á Akureyri. Yfirleitt kemur bæjarstjórnin saman til funda í sal í menningarhúsinu Hofi en vegna sóttvarna hafa bæjarfulltrúar þurft að sitja síðustu fundi heima hjá sér, allt fer fram í gegnum tölvu. Í tilviki Höllu varð eldhúsborðið fyrir valinu. Hún segir ýmsa kosti fylgja fjarfundunum. „Það eru margir kostir sem fylgja því að funda í fjarfundarbúnaði. Þeir verða að mörgu leyti styttri og hnitmiðaðri fundirnir. Eins og það að maður geti bara klætt sig að ofan og bara verið á inniskómum eins og hérna núna fyrir bæjarstjórnarfund,“ segir Halla og hlær. En, það kemur þó fátt í stað mannlegra samskipta, í persónu. „Maður er svolítið farið að þrá það að hitta fólk í persónu, það er mjög gaman að sjá þig til dæmis en auðvitað eru einhverjir ókostir eins og tæknileg vandamál og sérstaklega fyrst þegar fólk er að byrja að prófa,“ sagði Halla við fréttamann þegar hann fylgdist með síðasta bæjarstjórnarfundi. Kjörnir fulltrúar á landsbyggðinni þurfa iðulega að sækja ýmsa fundi í höfuðborginni. Halla telur að í þeim efnum geti fjarfundartæknin áfram spilað lykilhlutverk, eftir að faraldurinn líður hjá. „Það held ég að sé alveg ótvírætt kostir hvað varðar fundi sem við þurfum að sækja mjög oft suður. Það eru allir komnir með þessa tækni á hreint og við getum þá nýtt okkur það í framhaldinu.“ Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Fjarvinna Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Bæjar- og sveitarstjórnir víða um land hafa þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum með því að funda í gegnum netið. Ýmsir kostir, en líka gallar, fylgja fyrirkomulaginu að mati forseta bæjarstjórnar Akureyrar. „Ég set þá fund í bæjarstjórn. Fundur númer 3473 og annar reglulegi fundurinn okkar sem við höldum hér í fjarfundarbúnaði.“ Á þessum orðum setti Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, síðasta bæjarstjórnarfund á Akureyri. Yfirleitt kemur bæjarstjórnin saman til funda í sal í menningarhúsinu Hofi en vegna sóttvarna hafa bæjarfulltrúar þurft að sitja síðustu fundi heima hjá sér, allt fer fram í gegnum tölvu. Í tilviki Höllu varð eldhúsborðið fyrir valinu. Hún segir ýmsa kosti fylgja fjarfundunum. „Það eru margir kostir sem fylgja því að funda í fjarfundarbúnaði. Þeir verða að mörgu leyti styttri og hnitmiðaðri fundirnir. Eins og það að maður geti bara klætt sig að ofan og bara verið á inniskómum eins og hérna núna fyrir bæjarstjórnarfund,“ segir Halla og hlær. En, það kemur þó fátt í stað mannlegra samskipta, í persónu. „Maður er svolítið farið að þrá það að hitta fólk í persónu, það er mjög gaman að sjá þig til dæmis en auðvitað eru einhverjir ókostir eins og tæknileg vandamál og sérstaklega fyrst þegar fólk er að byrja að prófa,“ sagði Halla við fréttamann þegar hann fylgdist með síðasta bæjarstjórnarfundi. Kjörnir fulltrúar á landsbyggðinni þurfa iðulega að sækja ýmsa fundi í höfuðborginni. Halla telur að í þeim efnum geti fjarfundartæknin áfram spilað lykilhlutverk, eftir að faraldurinn líður hjá. „Það held ég að sé alveg ótvírætt kostir hvað varðar fundi sem við þurfum að sækja mjög oft suður. Það eru allir komnir með þessa tækni á hreint og við getum þá nýtt okkur það í framhaldinu.“
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Fjarvinna Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira