Hvað yrði gert ef fiskurinn hætti að láta sjá sig á Íslandsmiðum? Þórir Garðarsson skrifar 27. apríl 2020 11:58 Áhugavert er að velta fyrir sér hvernig tekið yrði á málunum ef sjávarútvegurinn sæi fram á sama tekjuhrun og blasir við ferðaþjónustunni. Segjum sem svo að allur fiskur hyrfi skyndilega af Íslandsmiðum en fiskifræðingar teldu að hann kæmi aftur á miðju næsta ári. Lætur einhver sér detta í hug að umræðan myndi snúast um að keyra ætti tekjulaus fyrirtæki í sjávarútvegi í þrot og þau gagnrýnd fyrir miklar fjárfestingar og oftraust á fiskveiðum? Engan veginn. Til þess þekkja flestir landsmenn mikilvægi sjávarútvegsins of vel. Umræðan myndi snúast um að bjarga fyrirtækjunum með öllum ráðum til að vera viðbúin endurkomu fisksins á miðin. Bent yrði á að gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtæki væru lítils virði án þekkingarinnar á að reka þau, án viðskiptasambandanna, án kunnáttu sjómanna, án markaðssambandanna, án skilnings á viðskiptavinunum. Hvað ættu lánastofnanir svosem að gera við verkefnalaus skip og fiskvinnslur? Erlendu ferðamennirnir eru ferðaþjónustunni það sem fiskurinn er sjávarútveginum. Aftur á móti virðist töluvert vanta upp á skilning á núverandi stöðu ferðaþjónustunnar. Stjórnvöld tala ekki um að bjarga atvinnugreininni frá hruni, heldur í mesta lagi lengja í lánum hjá einhverjum, á þess að neinn viti hjá hverjum og fresta skattgreiðslum. Óhjákvæmilega muni mörg fyrirtækin verða gjaldþrota í þessu óvissuástandi þar sem ríkið talar ekki um raunverulega björgunarpakka, líkt og stjórnvöld gera gagnvart ferðaþjónustunni víða annars staðar. Undarleg forlagatrú einkennir afstöðu margra til afdrifa ferðaþjónustunnar – að atvinnugreinin verði bara að sætta sig við að verða að engu. Að „einhverjir“ muni svo taka á móti ferðamönnunum þegar þeir láta sjá sig aftur. Afstaðan virðist sú að þekking í ferðaþjónustu sé lítils virði og ekki á vetur setjandi. Undarlegt er að heyra ráðherra segja að boltinn sé hjá fyrirtækjunum, eins og þau liggi almennt með digra sjóði til að mæta algjöru tekjuhruni. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum skilað mestu velmegun sem þessi þjóð þekkir. Tekjur af ferðamönnum hafa flætt um allt þjóðfélagið, styrkt landsbyggðina, aukið kaupmátt og haldið verðbólgu niðri. Þegar ferðamenn koma aftur, sem þeir munu gera, þá skiptir öllu máli að fyrirtæki í ferðaþjónustu verði til staðar til að veita þeim þjónustu. Fyrirtækin verða þess ekki megnug nema að þeim verði bjargað yfir erfiðasta hjallann. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Áhugavert er að velta fyrir sér hvernig tekið yrði á málunum ef sjávarútvegurinn sæi fram á sama tekjuhrun og blasir við ferðaþjónustunni. Segjum sem svo að allur fiskur hyrfi skyndilega af Íslandsmiðum en fiskifræðingar teldu að hann kæmi aftur á miðju næsta ári. Lætur einhver sér detta í hug að umræðan myndi snúast um að keyra ætti tekjulaus fyrirtæki í sjávarútvegi í þrot og þau gagnrýnd fyrir miklar fjárfestingar og oftraust á fiskveiðum? Engan veginn. Til þess þekkja flestir landsmenn mikilvægi sjávarútvegsins of vel. Umræðan myndi snúast um að bjarga fyrirtækjunum með öllum ráðum til að vera viðbúin endurkomu fisksins á miðin. Bent yrði á að gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtæki væru lítils virði án þekkingarinnar á að reka þau, án viðskiptasambandanna, án kunnáttu sjómanna, án markaðssambandanna, án skilnings á viðskiptavinunum. Hvað ættu lánastofnanir svosem að gera við verkefnalaus skip og fiskvinnslur? Erlendu ferðamennirnir eru ferðaþjónustunni það sem fiskurinn er sjávarútveginum. Aftur á móti virðist töluvert vanta upp á skilning á núverandi stöðu ferðaþjónustunnar. Stjórnvöld tala ekki um að bjarga atvinnugreininni frá hruni, heldur í mesta lagi lengja í lánum hjá einhverjum, á þess að neinn viti hjá hverjum og fresta skattgreiðslum. Óhjákvæmilega muni mörg fyrirtækin verða gjaldþrota í þessu óvissuástandi þar sem ríkið talar ekki um raunverulega björgunarpakka, líkt og stjórnvöld gera gagnvart ferðaþjónustunni víða annars staðar. Undarleg forlagatrú einkennir afstöðu margra til afdrifa ferðaþjónustunnar – að atvinnugreinin verði bara að sætta sig við að verða að engu. Að „einhverjir“ muni svo taka á móti ferðamönnunum þegar þeir láta sjá sig aftur. Afstaðan virðist sú að þekking í ferðaþjónustu sé lítils virði og ekki á vetur setjandi. Undarlegt er að heyra ráðherra segja að boltinn sé hjá fyrirtækjunum, eins og þau liggi almennt með digra sjóði til að mæta algjöru tekjuhruni. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum skilað mestu velmegun sem þessi þjóð þekkir. Tekjur af ferðamönnum hafa flætt um allt þjóðfélagið, styrkt landsbyggðina, aukið kaupmátt og haldið verðbólgu niðri. Þegar ferðamenn koma aftur, sem þeir munu gera, þá skiptir öllu máli að fyrirtæki í ferðaþjónustu verði til staðar til að veita þeim þjónustu. Fyrirtækin verða þess ekki megnug nema að þeim verði bjargað yfir erfiðasta hjallann. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun