Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. apríl 2020 17:59 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Grey line hefur þungar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustufyrirtækja. Vísir/Arnar Halldórsson Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. Af fimmtíu og sex rútum fyrirtækisins Grey line hafa númeraplöturnar verið teknar af öllum nema einni. „Það hefur verið hér algjört hundrað prósent tekjufall frá 15. mars en kostnaðurinn hann hleðst bara upp og þetta er náttúrulega bara erfitt,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray line. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir aðeins fimm af níutíu og fimm rútum fyrirtækisins enn á númerum.Vísir/Arnar Halldórsson „Það er 98% hrun í tekjum hjá okkur í þessum hluta starfseminnar, sem er ferðaþjónustuhlutinn, þannig það er nánast engin vinna og nánast engin innkoma í þeim hluta,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. Bæði hjá Gray line og Kynnisferðum eru nánast allir starfsmennirnir farnir á hlutabótaleiðina. „Við höfum ekki sagt neinum upp enn þá en við erum með um hundrað og tuttugu starfsmenn á launaskrá. Ef við ætluðum að segja öllu þessu fólki upp þá myndi það kosta fyrirtækið fjögur hundruð milljónir. Það er of stór biti að kyngja. Við erum með alla á svokallaðri hlutabótaleið en hún er farin að þyngja verulega á að greiða 25% laun fyrir raun og veru engin not fyrir starfsmennina,“ segir Þórir. Hann telur ljóst að rekstur fyrirtækjanna gangi ekki ef stjórnvöld grípa ekki til frekari aðgerða til að aðstoða þau. „Þá held ég að það eina sem liggi fyrir í þessum fyrirtækjum og fjölda annara fyrirtækja það er bara gjaldþrot.“ Þórir vill að hlutabótaúrræði stjórnvalda verði framlengt en að óbreyttu verður aðeins hægt að nýta þá leið út maí. Þá vill hann að hlutfallið sem fyrirtæki greiða af launum verði lækkað. Björn segir að óbreyttu þurfi fyrirtæki hans að grípa til uppsagna. „Það eru flestir að spá því að þetta verði svolítið langvarandi stopp í ferðaþjónustunni og því þurfi að bregðast við þannig að það er viðbúið að við þurfum að fara í einhverjar uppsagnir og við erum bara að skoða það þessa dagana.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. Af fimmtíu og sex rútum fyrirtækisins Grey line hafa númeraplöturnar verið teknar af öllum nema einni. „Það hefur verið hér algjört hundrað prósent tekjufall frá 15. mars en kostnaðurinn hann hleðst bara upp og þetta er náttúrulega bara erfitt,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray line. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir aðeins fimm af níutíu og fimm rútum fyrirtækisins enn á númerum.Vísir/Arnar Halldórsson „Það er 98% hrun í tekjum hjá okkur í þessum hluta starfseminnar, sem er ferðaþjónustuhlutinn, þannig það er nánast engin vinna og nánast engin innkoma í þeim hluta,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. Bæði hjá Gray line og Kynnisferðum eru nánast allir starfsmennirnir farnir á hlutabótaleiðina. „Við höfum ekki sagt neinum upp enn þá en við erum með um hundrað og tuttugu starfsmenn á launaskrá. Ef við ætluðum að segja öllu þessu fólki upp þá myndi það kosta fyrirtækið fjögur hundruð milljónir. Það er of stór biti að kyngja. Við erum með alla á svokallaðri hlutabótaleið en hún er farin að þyngja verulega á að greiða 25% laun fyrir raun og veru engin not fyrir starfsmennina,“ segir Þórir. Hann telur ljóst að rekstur fyrirtækjanna gangi ekki ef stjórnvöld grípa ekki til frekari aðgerða til að aðstoða þau. „Þá held ég að það eina sem liggi fyrir í þessum fyrirtækjum og fjölda annara fyrirtækja það er bara gjaldþrot.“ Þórir vill að hlutabótaúrræði stjórnvalda verði framlengt en að óbreyttu verður aðeins hægt að nýta þá leið út maí. Þá vill hann að hlutfallið sem fyrirtæki greiða af launum verði lækkað. Björn segir að óbreyttu þurfi fyrirtæki hans að grípa til uppsagna. „Það eru flestir að spá því að þetta verði svolítið langvarandi stopp í ferðaþjónustunni og því þurfi að bregðast við þannig að það er viðbúið að við þurfum að fara í einhverjar uppsagnir og við erum bara að skoða það þessa dagana.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira