Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. apríl 2020 17:59 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Grey line hefur þungar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustufyrirtækja. Vísir/Arnar Halldórsson Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. Af fimmtíu og sex rútum fyrirtækisins Grey line hafa númeraplöturnar verið teknar af öllum nema einni. „Það hefur verið hér algjört hundrað prósent tekjufall frá 15. mars en kostnaðurinn hann hleðst bara upp og þetta er náttúrulega bara erfitt,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray line. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir aðeins fimm af níutíu og fimm rútum fyrirtækisins enn á númerum.Vísir/Arnar Halldórsson „Það er 98% hrun í tekjum hjá okkur í þessum hluta starfseminnar, sem er ferðaþjónustuhlutinn, þannig það er nánast engin vinna og nánast engin innkoma í þeim hluta,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. Bæði hjá Gray line og Kynnisferðum eru nánast allir starfsmennirnir farnir á hlutabótaleiðina. „Við höfum ekki sagt neinum upp enn þá en við erum með um hundrað og tuttugu starfsmenn á launaskrá. Ef við ætluðum að segja öllu þessu fólki upp þá myndi það kosta fyrirtækið fjögur hundruð milljónir. Það er of stór biti að kyngja. Við erum með alla á svokallaðri hlutabótaleið en hún er farin að þyngja verulega á að greiða 25% laun fyrir raun og veru engin not fyrir starfsmennina,“ segir Þórir. Hann telur ljóst að rekstur fyrirtækjanna gangi ekki ef stjórnvöld grípa ekki til frekari aðgerða til að aðstoða þau. „Þá held ég að það eina sem liggi fyrir í þessum fyrirtækjum og fjölda annara fyrirtækja það er bara gjaldþrot.“ Þórir vill að hlutabótaúrræði stjórnvalda verði framlengt en að óbreyttu verður aðeins hægt að nýta þá leið út maí. Þá vill hann að hlutfallið sem fyrirtæki greiða af launum verði lækkað. Björn segir að óbreyttu þurfi fyrirtæki hans að grípa til uppsagna. „Það eru flestir að spá því að þetta verði svolítið langvarandi stopp í ferðaþjónustunni og því þurfi að bregðast við þannig að það er viðbúið að við þurfum að fara í einhverjar uppsagnir og við erum bara að skoða það þessa dagana.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. Af fimmtíu og sex rútum fyrirtækisins Grey line hafa númeraplöturnar verið teknar af öllum nema einni. „Það hefur verið hér algjört hundrað prósent tekjufall frá 15. mars en kostnaðurinn hann hleðst bara upp og þetta er náttúrulega bara erfitt,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray line. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir aðeins fimm af níutíu og fimm rútum fyrirtækisins enn á númerum.Vísir/Arnar Halldórsson „Það er 98% hrun í tekjum hjá okkur í þessum hluta starfseminnar, sem er ferðaþjónustuhlutinn, þannig það er nánast engin vinna og nánast engin innkoma í þeim hluta,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. Bæði hjá Gray line og Kynnisferðum eru nánast allir starfsmennirnir farnir á hlutabótaleiðina. „Við höfum ekki sagt neinum upp enn þá en við erum með um hundrað og tuttugu starfsmenn á launaskrá. Ef við ætluðum að segja öllu þessu fólki upp þá myndi það kosta fyrirtækið fjögur hundruð milljónir. Það er of stór biti að kyngja. Við erum með alla á svokallaðri hlutabótaleið en hún er farin að þyngja verulega á að greiða 25% laun fyrir raun og veru engin not fyrir starfsmennina,“ segir Þórir. Hann telur ljóst að rekstur fyrirtækjanna gangi ekki ef stjórnvöld grípa ekki til frekari aðgerða til að aðstoða þau. „Þá held ég að það eina sem liggi fyrir í þessum fyrirtækjum og fjölda annara fyrirtækja það er bara gjaldþrot.“ Þórir vill að hlutabótaúrræði stjórnvalda verði framlengt en að óbreyttu verður aðeins hægt að nýta þá leið út maí. Þá vill hann að hlutfallið sem fyrirtæki greiða af launum verði lækkað. Björn segir að óbreyttu þurfi fyrirtæki hans að grípa til uppsagna. „Það eru flestir að spá því að þetta verði svolítið langvarandi stopp í ferðaþjónustunni og því þurfi að bregðast við þannig að það er viðbúið að við þurfum að fara í einhverjar uppsagnir og við erum bara að skoða það þessa dagana.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent