„Við verðum með lægra verð núna í sumar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 20:25 Ferðamenn sjást hér við Gullfoss en búast má við því að lítið verði um erlenda ferðamenn við fossinn í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Svavar Njarðarson, eigandi Gullfoss Kaffis, veitingastaðar við einn vinsælasta ferðamannastað landsins, Gullfoss, segir að hægt verði að lækka vöruverð í sumar. Staðurinn hefur verið lokaður frá því um miðjan mars og áætlar Svavar að hafa opið í júní, júlí og ágúst „í mýflugumynd“, eins og hann orðar það, en síðan verði lokað aftur í haust. Tíu til fimmtán prósent starfsmanna hefur verið sagt upp en um tuttugu starfsmenn fóru í 25% starfshlutfall í hlutabótaleið stjórnvalda. „Þegar að þeirri leið sleppir verður væntanlega bara venjuleg uppsögn sem tekur við,“ segir Svavar en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir erlenda ferðamenn hafa verið 99% viðskiptavina Gullfoss Kaffis síðustu ár. Breyting verði væntanlega á því í sumar. Spurður út í verðlagninguna sem Íslendingar hafa löngum kvartað yfir að sé of há hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu og hvað gerist þegar nýr hópur kemur inn sem er kannski ekki tilbúinn til að borga eins mikið fyrir vörurnar segir Svavar: „Það er aðlögun í verðlagningunni hjá okkur, ekki það svo sem að maður hafi verið að okra neitt áður. Ég veit það ekki, það er náttúrulega búið að hækka mikið kostnaðurinn og annað en við verðum með lægra verð núna í sumar.“ Er það af því að þið teljist ykkur neyðast til þess? „Ég held að það verði bara það fáir á ferðinni og annað. Ég veit ekki til þess að það sé neitt, það verði bara lægra þjónustustig og annað þannig að við getum kannski leyft okkur það að hafa aðeins lægri verð, minni opnunartími og annað,“ segir Svavar en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira
Svavar Njarðarson, eigandi Gullfoss Kaffis, veitingastaðar við einn vinsælasta ferðamannastað landsins, Gullfoss, segir að hægt verði að lækka vöruverð í sumar. Staðurinn hefur verið lokaður frá því um miðjan mars og áætlar Svavar að hafa opið í júní, júlí og ágúst „í mýflugumynd“, eins og hann orðar það, en síðan verði lokað aftur í haust. Tíu til fimmtán prósent starfsmanna hefur verið sagt upp en um tuttugu starfsmenn fóru í 25% starfshlutfall í hlutabótaleið stjórnvalda. „Þegar að þeirri leið sleppir verður væntanlega bara venjuleg uppsögn sem tekur við,“ segir Svavar en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir erlenda ferðamenn hafa verið 99% viðskiptavina Gullfoss Kaffis síðustu ár. Breyting verði væntanlega á því í sumar. Spurður út í verðlagninguna sem Íslendingar hafa löngum kvartað yfir að sé of há hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu og hvað gerist þegar nýr hópur kemur inn sem er kannski ekki tilbúinn til að borga eins mikið fyrir vörurnar segir Svavar: „Það er aðlögun í verðlagningunni hjá okkur, ekki það svo sem að maður hafi verið að okra neitt áður. Ég veit það ekki, það er náttúrulega búið að hækka mikið kostnaðurinn og annað en við verðum með lægra verð núna í sumar.“ Er það af því að þið teljist ykkur neyðast til þess? „Ég held að það verði bara það fáir á ferðinni og annað. Ég veit ekki til þess að það sé neitt, það verði bara lægra þjónustustig og annað þannig að við getum kannski leyft okkur það að hafa aðeins lægri verð, minni opnunartími og annað,“ segir Svavar en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira