„Við verðum með lægra verð núna í sumar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 20:25 Ferðamenn sjást hér við Gullfoss en búast má við því að lítið verði um erlenda ferðamenn við fossinn í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Svavar Njarðarson, eigandi Gullfoss Kaffis, veitingastaðar við einn vinsælasta ferðamannastað landsins, Gullfoss, segir að hægt verði að lækka vöruverð í sumar. Staðurinn hefur verið lokaður frá því um miðjan mars og áætlar Svavar að hafa opið í júní, júlí og ágúst „í mýflugumynd“, eins og hann orðar það, en síðan verði lokað aftur í haust. Tíu til fimmtán prósent starfsmanna hefur verið sagt upp en um tuttugu starfsmenn fóru í 25% starfshlutfall í hlutabótaleið stjórnvalda. „Þegar að þeirri leið sleppir verður væntanlega bara venjuleg uppsögn sem tekur við,“ segir Svavar en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir erlenda ferðamenn hafa verið 99% viðskiptavina Gullfoss Kaffis síðustu ár. Breyting verði væntanlega á því í sumar. Spurður út í verðlagninguna sem Íslendingar hafa löngum kvartað yfir að sé of há hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu og hvað gerist þegar nýr hópur kemur inn sem er kannski ekki tilbúinn til að borga eins mikið fyrir vörurnar segir Svavar: „Það er aðlögun í verðlagningunni hjá okkur, ekki það svo sem að maður hafi verið að okra neitt áður. Ég veit það ekki, það er náttúrulega búið að hækka mikið kostnaðurinn og annað en við verðum með lægra verð núna í sumar.“ Er það af því að þið teljist ykkur neyðast til þess? „Ég held að það verði bara það fáir á ferðinni og annað. Ég veit ekki til þess að það sé neitt, það verði bara lægra þjónustustig og annað þannig að við getum kannski leyft okkur það að hafa aðeins lægri verð, minni opnunartími og annað,“ segir Svavar en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Svavar Njarðarson, eigandi Gullfoss Kaffis, veitingastaðar við einn vinsælasta ferðamannastað landsins, Gullfoss, segir að hægt verði að lækka vöruverð í sumar. Staðurinn hefur verið lokaður frá því um miðjan mars og áætlar Svavar að hafa opið í júní, júlí og ágúst „í mýflugumynd“, eins og hann orðar það, en síðan verði lokað aftur í haust. Tíu til fimmtán prósent starfsmanna hefur verið sagt upp en um tuttugu starfsmenn fóru í 25% starfshlutfall í hlutabótaleið stjórnvalda. „Þegar að þeirri leið sleppir verður væntanlega bara venjuleg uppsögn sem tekur við,“ segir Svavar en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir erlenda ferðamenn hafa verið 99% viðskiptavina Gullfoss Kaffis síðustu ár. Breyting verði væntanlega á því í sumar. Spurður út í verðlagninguna sem Íslendingar hafa löngum kvartað yfir að sé of há hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu og hvað gerist þegar nýr hópur kemur inn sem er kannski ekki tilbúinn til að borga eins mikið fyrir vörurnar segir Svavar: „Það er aðlögun í verðlagningunni hjá okkur, ekki það svo sem að maður hafi verið að okra neitt áður. Ég veit það ekki, það er náttúrulega búið að hækka mikið kostnaðurinn og annað en við verðum með lægra verð núna í sumar.“ Er það af því að þið teljist ykkur neyðast til þess? „Ég held að það verði bara það fáir á ferðinni og annað. Ég veit ekki til þess að það sé neitt, það verði bara lægra þjónustustig og annað þannig að við getum kannski leyft okkur það að hafa aðeins lægri verð, minni opnunartími og annað,“ segir Svavar en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira