Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2020 07:14 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lørenskógi, rétt utan við Ósló, á leið til vinnu í morgun. Norska dagblaðið VG greinir frá þessu en lögregla hefur ekki viljað upplýsa neitt um handtökuna að svo stöddu. Í frétt VG segir að eftir handtökuna hafi lögreglumenn farið inn á heimili Hagen-hjónanna og skrifstofu Toms, sem staðsett er í bænum Rasta, steinsnar frá heimilinu. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálf ellefu að norskum tíma vegna málsins, eða klukkan hálf níu að íslenskum. Hér má nálgast beina útsendingu VG af fundinum. Sjá einnig: „Tom, ertu tilbúinn að semja?“ Fá sakamál í Noregi hafa vakið jafnmikla athygli síðustu ár og hvarf Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018 er hún hvarf af heimili sínu og Toms, sem er einn ríkasti maður Noregs, í Lørenskógi. Lögregla hélt þétt að sér spilunum og fengu fjölmiðlar ekki veður af hvarfi hennar fyrr en í janúar í fyrra. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en meintir mannræningjar skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir útlistuðu kröfur sínar; milljónir norskra króna í órekjanlegri rafmynt. Lögregla hvarf frá þeirri kenningu í fyrrasumar og gaf það út að málið væri nú rannsakað sem morð. Anne-Elisabeth hefði að öllum líkindum verið myrt og lausnargjaldskrafan væri aðeins sett fram í þeim tilgangi að villa um fyrir lögreglu. Í frétt VG segir að Tom Hagen hafi ætíð verið samvinnuþýður lögreglu, látið sig rannsóknina mjög varða og sent marga tölvupósta til rannsakenda þar sem hann bauð aðstoð sína og hugmyndir að lausnum. Samkvæmt upplýsingum VG hefur Tom haldið því fram að innlendir glæpamenn, sem vilji koma höggi á hann persónulega, beri ábyrgð á hvarfi Anne-Elisabeth. Fréttin hefur verið uppfærð. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lørenskógi, rétt utan við Ósló, á leið til vinnu í morgun. Norska dagblaðið VG greinir frá þessu en lögregla hefur ekki viljað upplýsa neitt um handtökuna að svo stöddu. Í frétt VG segir að eftir handtökuna hafi lögreglumenn farið inn á heimili Hagen-hjónanna og skrifstofu Toms, sem staðsett er í bænum Rasta, steinsnar frá heimilinu. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálf ellefu að norskum tíma vegna málsins, eða klukkan hálf níu að íslenskum. Hér má nálgast beina útsendingu VG af fundinum. Sjá einnig: „Tom, ertu tilbúinn að semja?“ Fá sakamál í Noregi hafa vakið jafnmikla athygli síðustu ár og hvarf Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018 er hún hvarf af heimili sínu og Toms, sem er einn ríkasti maður Noregs, í Lørenskógi. Lögregla hélt þétt að sér spilunum og fengu fjölmiðlar ekki veður af hvarfi hennar fyrr en í janúar í fyrra. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en meintir mannræningjar skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir útlistuðu kröfur sínar; milljónir norskra króna í órekjanlegri rafmynt. Lögregla hvarf frá þeirri kenningu í fyrrasumar og gaf það út að málið væri nú rannsakað sem morð. Anne-Elisabeth hefði að öllum líkindum verið myrt og lausnargjaldskrafan væri aðeins sett fram í þeim tilgangi að villa um fyrir lögreglu. Í frétt VG segir að Tom Hagen hafi ætíð verið samvinnuþýður lögreglu, látið sig rannsóknina mjög varða og sent marga tölvupósta til rannsakenda þar sem hann bauð aðstoð sína og hugmyndir að lausnum. Samkvæmt upplýsingum VG hefur Tom haldið því fram að innlendir glæpamenn, sem vilji koma höggi á hann persónulega, beri ábyrgð á hvarfi Anne-Elisabeth. Fréttin hefur verið uppfærð.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55