Dennis Rodman og Carmen Electra stunduðu kynlíf á miðjum æfingavelli Chicago Bulls Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 09:00 Dennis Rodman og Carmen Electra voru mjög ástfangin á lokatímabili hans með Chicagi Bulls liðinu. Getty/Steve Granitz Hinn litríki Dennis Rodman fékk heldur betur á sig sviðsljósið í nýjustu þáttum heimildarþáttanna vinsælu „The Last Dance“ og þar á meðal kom við sögu gömul kærasta hans Carmen Electra. Carmen Electra sagði meðal annars frá því í „The Last Dance“ þegar Michael Jordan bankaði upp á hjá þeim til að ná í Dennis Rodman á æfingu en Rodman hafði þá verið á skralli í nokkra daga á miðju tímabili þar á meðal í Las Vegas. Fljótlega eftir þáttinn spurðist það aftur á móti út að framleiðendurnir á „The Last Dance“ hafi verið með niðurskurðarhnífinn á lofti þegar kom að viðtalinu við Carmen Electra sem hafði frá miklu að segja af tíma sínum með aðalfrákastara meistaraliðs Chicago Bulls frá 1996 til 1998. It was crazy, like two kids in a candy store https://t.co/aoiiVNJ6kE— Sports Illustrated (@SInow) April 27, 2020 Bandarískir fjölmiðlar voru því fljótir að grafa upp frekari sögur af ævintýrum Carmen Electra og Dennis Rodman sem voru mjög ástfangin á lokatímabili hans með Chicago Bulls sem var 1997-98. Þeir sem þekkja til Dennis Rodman vita að þar er maður sem elskar næturklúbbana næstum því eins mikið og að ná í frákast inn á körfuboltavellinum. Klúbbastand Dennis Rodman kom honum oft í vandræði en kom honum um leið í kynni við margar glæsilegar og heimsfrægar konur. Ástarsamband hans við Carmen Electra var aðeins eitt af mörgum slíkum samböndum. Carmen Electra var óhrædd við að segja frá því sem þau tóku upp á þegar þau voru saman við lok síðustu aldar. Hún og Rodman voru gift frá 1998 til 1999 og samband þeirra var í miklum blóma þegar „The Last Dance“ tímabil Chicago Bulls var í fullum gangi. Dennis Rodman and Carmen Electra had sex 'all over' Bulls practice facility https://t.co/cLUBjCQ9kj pic.twitter.com/02ksF6Jci4— New York Post (@nypost) April 27, 2020 Carmen Electra sagði meðal annars frá sambandi sínu og Dennis Rodman í viðtali við Greg Braxton hjá Los Angeles Times. Hún sagði honum frá því að þau hefði hist fyrst á næturklúbbi og strax hafið vilt ástarsamband. Carmen Electra flaug til Chicago til að sjá Bulls liðið spila og grét síðan á leiðinni heim af því að hún saknaði Rodman svo mikið. Þau nýttu því afar vel tímann sinn saman. Electra sagði þannig frá því að hún mætti meira að segja með honum í vinnuna. „Einn daginn þá var frídagur hjá Chicago Bulls liðinu. Dennis sagði þá að hann ætlaði að koma mér á óvart,“ rifjaði Carmen Electra upp. „Hann batt þá fyrir augun á mér og fór með mig á mótorhjólinu sínu. Þegar ég mátti taka frá augunum þá sá ég að við vorum á miðjum æfingavelli Chicago Bulls liðsins,“ sagði Carmen Electra. „Þetta var algjört brjálæði. Við vorum eins og litlir krakkar í nammibúð. Við vorum að éta íspinna og stunda kynlíf alls staðar eins og í sjúkraþjálfunarherberginu og í lyftingaherberginu. Augljóslega gerðum við það líka á miðjum vellinum,“ sagði Carmen Electra. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Hinn litríki Dennis Rodman fékk heldur betur á sig sviðsljósið í nýjustu þáttum heimildarþáttanna vinsælu „The Last Dance“ og þar á meðal kom við sögu gömul kærasta hans Carmen Electra. Carmen Electra sagði meðal annars frá því í „The Last Dance“ þegar Michael Jordan bankaði upp á hjá þeim til að ná í Dennis Rodman á æfingu en Rodman hafði þá verið á skralli í nokkra daga á miðju tímabili þar á meðal í Las Vegas. Fljótlega eftir þáttinn spurðist það aftur á móti út að framleiðendurnir á „The Last Dance“ hafi verið með niðurskurðarhnífinn á lofti þegar kom að viðtalinu við Carmen Electra sem hafði frá miklu að segja af tíma sínum með aðalfrákastara meistaraliðs Chicago Bulls frá 1996 til 1998. It was crazy, like two kids in a candy store https://t.co/aoiiVNJ6kE— Sports Illustrated (@SInow) April 27, 2020 Bandarískir fjölmiðlar voru því fljótir að grafa upp frekari sögur af ævintýrum Carmen Electra og Dennis Rodman sem voru mjög ástfangin á lokatímabili hans með Chicago Bulls sem var 1997-98. Þeir sem þekkja til Dennis Rodman vita að þar er maður sem elskar næturklúbbana næstum því eins mikið og að ná í frákast inn á körfuboltavellinum. Klúbbastand Dennis Rodman kom honum oft í vandræði en kom honum um leið í kynni við margar glæsilegar og heimsfrægar konur. Ástarsamband hans við Carmen Electra var aðeins eitt af mörgum slíkum samböndum. Carmen Electra var óhrædd við að segja frá því sem þau tóku upp á þegar þau voru saman við lok síðustu aldar. Hún og Rodman voru gift frá 1998 til 1999 og samband þeirra var í miklum blóma þegar „The Last Dance“ tímabil Chicago Bulls var í fullum gangi. Dennis Rodman and Carmen Electra had sex 'all over' Bulls practice facility https://t.co/cLUBjCQ9kj pic.twitter.com/02ksF6Jci4— New York Post (@nypost) April 27, 2020 Carmen Electra sagði meðal annars frá sambandi sínu og Dennis Rodman í viðtali við Greg Braxton hjá Los Angeles Times. Hún sagði honum frá því að þau hefði hist fyrst á næturklúbbi og strax hafið vilt ástarsamband. Carmen Electra flaug til Chicago til að sjá Bulls liðið spila og grét síðan á leiðinni heim af því að hún saknaði Rodman svo mikið. Þau nýttu því afar vel tímann sinn saman. Electra sagði þannig frá því að hún mætti meira að segja með honum í vinnuna. „Einn daginn þá var frídagur hjá Chicago Bulls liðinu. Dennis sagði þá að hann ætlaði að koma mér á óvart,“ rifjaði Carmen Electra upp. „Hann batt þá fyrir augun á mér og fór með mig á mótorhjólinu sínu. Þegar ég mátti taka frá augunum þá sá ég að við vorum á miðjum æfingavelli Chicago Bulls liðsins,“ sagði Carmen Electra. „Þetta var algjört brjálæði. Við vorum eins og litlir krakkar í nammibúð. Við vorum að éta íspinna og stunda kynlíf alls staðar eins og í sjúkraþjálfunarherberginu og í lyftingaherberginu. Augljóslega gerðum við það líka á miðjum vellinum,“ sagði Carmen Electra.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn