Veltir upp hugmyndinni um að ríkið eignist ráðandi hlut í Icelandair Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2020 12:05 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, setti fram hugleiðingar sínar um Icelandair í stöðuuppfærslu sinni á Facebook. Þar varpaði hann fram þeirri spurningu hvort réttast væri hreinlega að ríkið eignaðist ráðandi hlut í Icelandair Group í ljósi þess að félagið sé þjóðhagslega mikilvægt. Fjöldauppsagnir voru tilkynntar hjá félaginu í gær. Raunar var um að ræða stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar. „Í gær var ákveðið að fjármagna uppsagnir þess fyrirtækis með allt að 7 milljörðum af skattfé og er sá styrkur í raun helmingur af núverandi markaðsvirði Icelandair sem er núna undir 14 milljörðum kr.“ skrifar Ágúst sem spyr hvort ekki hefði verið nær að ríkið eignaðist hlut samhliða ríkisaðstoðinni. Hann vísar í fordæmi hjá evrópskum þjóðum og á Nýja-Sjálandi máli sínu til stuðnings. Þannig á finnska ríkið ráðandi hlut í Finnair, Hollenska ríkið í KLM og franska ríkið í Air France. Þá séu þýsk stjórnvöld að íhuga kaup í Lufthansa. „Við sem þjóð stöndum nú frammi fyrir neyðarástandi eins og í bankahruninu en þá yfirtókum við bankana, lífæð okkar í fjármálum. Nú er annað þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki að riða til falls, fyrirtæki sem er lífæð okkar í samgöngum,“ skrifar Ágúst. Með eignarhlut ríkisins í Icelandair væri hægt að verja störf og starfsemi. Þá gæti almenningur hagnast á öflugu flugfélagi sem gæti náð flugi á nýjan leik, hratt og örugglega. Fréttir af flugi Icelandair Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur að vandræði flugbransans séu rétt að byrja Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. 29. apríl 2020 07:45 Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. 28. apríl 2020 19:01 Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, setti fram hugleiðingar sínar um Icelandair í stöðuuppfærslu sinni á Facebook. Þar varpaði hann fram þeirri spurningu hvort réttast væri hreinlega að ríkið eignaðist ráðandi hlut í Icelandair Group í ljósi þess að félagið sé þjóðhagslega mikilvægt. Fjöldauppsagnir voru tilkynntar hjá félaginu í gær. Raunar var um að ræða stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar. „Í gær var ákveðið að fjármagna uppsagnir þess fyrirtækis með allt að 7 milljörðum af skattfé og er sá styrkur í raun helmingur af núverandi markaðsvirði Icelandair sem er núna undir 14 milljörðum kr.“ skrifar Ágúst sem spyr hvort ekki hefði verið nær að ríkið eignaðist hlut samhliða ríkisaðstoðinni. Hann vísar í fordæmi hjá evrópskum þjóðum og á Nýja-Sjálandi máli sínu til stuðnings. Þannig á finnska ríkið ráðandi hlut í Finnair, Hollenska ríkið í KLM og franska ríkið í Air France. Þá séu þýsk stjórnvöld að íhuga kaup í Lufthansa. „Við sem þjóð stöndum nú frammi fyrir neyðarástandi eins og í bankahruninu en þá yfirtókum við bankana, lífæð okkar í fjármálum. Nú er annað þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki að riða til falls, fyrirtæki sem er lífæð okkar í samgöngum,“ skrifar Ágúst. Með eignarhlut ríkisins í Icelandair væri hægt að verja störf og starfsemi. Þá gæti almenningur hagnast á öflugu flugfélagi sem gæti náð flugi á nýjan leik, hratt og örugglega.
Fréttir af flugi Icelandair Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur að vandræði flugbransans séu rétt að byrja Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. 29. apríl 2020 07:45 Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. 28. apríl 2020 19:01 Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Telur að vandræði flugbransans séu rétt að byrja Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. 29. apríl 2020 07:45
Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. 28. apríl 2020 19:01
Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12