Sakar samninganefnd ríkisins um nýta sér réttindaleysi lögreglumanna í kjaraviðræðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2020 13:34 Snorri Magnússon. Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna sakar samninganefnd ríkisins um að nýta sér réttindaleysi lögreglumanna en þeir eru ein af fáum stéttum sem ekki hafa verkfallsrétt. Kjarasamningar runnu út 1. apríl á síðasta ári en samningafundur deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt. Snorri lýsti því í Bítinu í morgun hvernig samninganefndir ríkisins hafi í auknum mæli dregið kjarasamninga á langinn eftir að lögreglumenn misstu verkfallsréttinn árið 1986, enda er verkfall vopn sem bítur. „Það er einfaldlega hægt að horfa á kjarasamningasögu okkar frá þeim tíma þegar við höfðum verkfallsrétt og frá þeim tíma sem hann var afnuminn árið 1986. Það verður gjörbreyting á landslaginu við það hann fór, það er bara þannig. Við vorum þátttakendur í stóru verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984 og vorum í samfloti allan þann tíma. Frá því að verkfallsrétturinn var afnuminn – og það ber að halda því til haga hér að það var gert í fullu samráði við lögreglumenn það er að segja að það lá í loftinu að ríkisstjórn þess tíma ætlaði að taka hann frá okkur, með góðu eða illu, en okkur tókst sem betur fer að fá eitthvað fyrir hann inn í launaumslagið. Þess ber engin merki í launaumslaginu í dag. Þetta hefur þynnst út. Við ættum að vera ennþá þessum prósentum hærri í launum miðað við þann tíma þegar verkfallsrétturinn var afnuminn. Já, þetta eru alvarleg orð en við stöndum við þau.“ Nýútskrifaður lögreglumaður hefur tæplega 360 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Ofan á grunnlaunin leggjast þó vaktaálag og yfirvinna en sú greiðsla er breytileg eftir mánuðum. Snorri áætlar að það sé í kringum 100 þúsund krónur á mánuði. Lögreglumenn fara fram á níu prósenta hækkun á grunnlaunum sem samninganefnd ríkisins hefur ekki sæst á. Snorri segir að lögreglumenn verði að fá launaleiðréttingu, sér í lagi í ljósi þess að samkvæmt mannaaflagreiningu ríkislögreglustjóra vanti um þrjú þúsund lögreglumenn til starfa í landinu. Allar lögregludeildir séu undirmannaðar á sama tíma og starfið hafi tekið miklum breytingum á síðustu árum. „Rannsóknir mála eru orðnar erfiðari, málin eru orðin flókin. Við horfum inn á nýjar víddir í rannsóknum, eins og tölvurannsóknir og annað þvíumlíkt. Mannsalsmál sem voru ekki upp á yfirborðinu fyrir einhverjum x-fjölda ára. Álagið hefur aukist að þessu leyti líka.“ Kjaramál Tengdar fréttir Kjarabarátta lögreglumanna og efnahagurinn meðal umræðuefna í Bítinu Það verður margt um að vera í Bítinu á Bylgjunni í dag. 29. apríl 2020 06:30 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna sakar samninganefnd ríkisins um að nýta sér réttindaleysi lögreglumanna en þeir eru ein af fáum stéttum sem ekki hafa verkfallsrétt. Kjarasamningar runnu út 1. apríl á síðasta ári en samningafundur deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt. Snorri lýsti því í Bítinu í morgun hvernig samninganefndir ríkisins hafi í auknum mæli dregið kjarasamninga á langinn eftir að lögreglumenn misstu verkfallsréttinn árið 1986, enda er verkfall vopn sem bítur. „Það er einfaldlega hægt að horfa á kjarasamningasögu okkar frá þeim tíma þegar við höfðum verkfallsrétt og frá þeim tíma sem hann var afnuminn árið 1986. Það verður gjörbreyting á landslaginu við það hann fór, það er bara þannig. Við vorum þátttakendur í stóru verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984 og vorum í samfloti allan þann tíma. Frá því að verkfallsrétturinn var afnuminn – og það ber að halda því til haga hér að það var gert í fullu samráði við lögreglumenn það er að segja að það lá í loftinu að ríkisstjórn þess tíma ætlaði að taka hann frá okkur, með góðu eða illu, en okkur tókst sem betur fer að fá eitthvað fyrir hann inn í launaumslagið. Þess ber engin merki í launaumslaginu í dag. Þetta hefur þynnst út. Við ættum að vera ennþá þessum prósentum hærri í launum miðað við þann tíma þegar verkfallsrétturinn var afnuminn. Já, þetta eru alvarleg orð en við stöndum við þau.“ Nýútskrifaður lögreglumaður hefur tæplega 360 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Ofan á grunnlaunin leggjast þó vaktaálag og yfirvinna en sú greiðsla er breytileg eftir mánuðum. Snorri áætlar að það sé í kringum 100 þúsund krónur á mánuði. Lögreglumenn fara fram á níu prósenta hækkun á grunnlaunum sem samninganefnd ríkisins hefur ekki sæst á. Snorri segir að lögreglumenn verði að fá launaleiðréttingu, sér í lagi í ljósi þess að samkvæmt mannaaflagreiningu ríkislögreglustjóra vanti um þrjú þúsund lögreglumenn til starfa í landinu. Allar lögregludeildir séu undirmannaðar á sama tíma og starfið hafi tekið miklum breytingum á síðustu árum. „Rannsóknir mála eru orðnar erfiðari, málin eru orðin flókin. Við horfum inn á nýjar víddir í rannsóknum, eins og tölvurannsóknir og annað þvíumlíkt. Mannsalsmál sem voru ekki upp á yfirborðinu fyrir einhverjum x-fjölda ára. Álagið hefur aukist að þessu leyti líka.“
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarabarátta lögreglumanna og efnahagurinn meðal umræðuefna í Bítinu Það verður margt um að vera í Bítinu á Bylgjunni í dag. 29. apríl 2020 06:30 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Kjarabarátta lögreglumanna og efnahagurinn meðal umræðuefna í Bítinu Það verður margt um að vera í Bítinu á Bylgjunni í dag. 29. apríl 2020 06:30