Telur ferðaþjónustuna ekki standa og falla með ákvörðunum íslenskra yfirvalda Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2020 15:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir (t.h.) ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni á einum af mörgum upplýsingafundum vegna veirunnar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. Ferðamennska í heiminum öllum sé í algjörum lamasessi og þar breyti afstaða íslenskra yfirvalda litlu. Eins og staðan er núna er öllum þeim sem koma til landsins, bæði íslenskum ríkisborgurum og erlendum, skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Þessar reglur eru í gildi til 15. maí. Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis að taka þyrfti ákvörðun vel fyrir þann tíma hvort reglunum yrði haldið óbreyttum vikurnar á eftir eða hvort þeim yrði breytt. Hann kvað þessi mál í skoðun hjá embættinu og hagsmunaaðilum, sem ætla má að séu einkum innan ferðaþjónustunnar. Þórólfur sagði að sóttvarnalæknir þyrfti þó að hafa heilsufarsleg sjónarmið til grundvallar í þessum efnum. Þá lagði hann áherslu á að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda um landamæralokanir hefðu engin úrslitaáhrif. „Ég bendi hins vegar á það að ég held að ferðamennskan hér á Íslandi, hún standi ekki og falli núna með því hvort við opnum eða höfum landamærin lokuð. Það er engin ferðamennska í gangi. Það gætu kannski slæðst hingað einstaka ferðamenn eða einstaka hópar en ég held að það yrði ekki í neinum stórum mæli sama hvað við gerðum,“ sagði Þórólfur. „Og ég held að það sé hollt að hafa í huga að þetta er ekki bara um það hvað við ákveðum að gera, heldur hvað aðrar þjóðir gera líka og hvernig þær haga sínum landamæratakmörkunum og svo framvegis.“ Líkt og fram hefur komið hefur ferðaþjónustan þegar farið afar illa úti úr kórónuveirufaraldrinum, sem lamað hefur samgöngur um allan heim. Ljóst er að mörgþúsund manns innan geirans verði sagt upp störfum nú um mánaðamótin. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Viðbúið að sums staðar verði ekki hægt að framfylgja tveggja metra reglunni Sóttvarnalæknir segir að það sé alls ekki svo að til standi að afnema tveggja metra regluna. 29. apríl 2020 14:37 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. Ferðamennska í heiminum öllum sé í algjörum lamasessi og þar breyti afstaða íslenskra yfirvalda litlu. Eins og staðan er núna er öllum þeim sem koma til landsins, bæði íslenskum ríkisborgurum og erlendum, skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Þessar reglur eru í gildi til 15. maí. Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis að taka þyrfti ákvörðun vel fyrir þann tíma hvort reglunum yrði haldið óbreyttum vikurnar á eftir eða hvort þeim yrði breytt. Hann kvað þessi mál í skoðun hjá embættinu og hagsmunaaðilum, sem ætla má að séu einkum innan ferðaþjónustunnar. Þórólfur sagði að sóttvarnalæknir þyrfti þó að hafa heilsufarsleg sjónarmið til grundvallar í þessum efnum. Þá lagði hann áherslu á að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda um landamæralokanir hefðu engin úrslitaáhrif. „Ég bendi hins vegar á það að ég held að ferðamennskan hér á Íslandi, hún standi ekki og falli núna með því hvort við opnum eða höfum landamærin lokuð. Það er engin ferðamennska í gangi. Það gætu kannski slæðst hingað einstaka ferðamenn eða einstaka hópar en ég held að það yrði ekki í neinum stórum mæli sama hvað við gerðum,“ sagði Þórólfur. „Og ég held að það sé hollt að hafa í huga að þetta er ekki bara um það hvað við ákveðum að gera, heldur hvað aðrar þjóðir gera líka og hvernig þær haga sínum landamæratakmörkunum og svo framvegis.“ Líkt og fram hefur komið hefur ferðaþjónustan þegar farið afar illa úti úr kórónuveirufaraldrinum, sem lamað hefur samgöngur um allan heim. Ljóst er að mörgþúsund manns innan geirans verði sagt upp störfum nú um mánaðamótin.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Viðbúið að sums staðar verði ekki hægt að framfylgja tveggja metra reglunni Sóttvarnalæknir segir að það sé alls ekki svo að til standi að afnema tveggja metra regluna. 29. apríl 2020 14:37 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Viðbúið að sums staðar verði ekki hægt að framfylgja tveggja metra reglunni Sóttvarnalæknir segir að það sé alls ekki svo að til standi að afnema tveggja metra regluna. 29. apríl 2020 14:37
265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08
Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54
Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10