Geðrænar afleiðingar vegna Covid-19 koma fram síðar Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2020 10:50 Hafrún segir að geðheilbrigðisbatteríið hafi verið í viðbragðsstöðu í hruninu árið 2008 að taka við fjölda fólks en engin eftirspurn var sem kom alveg flatt upp á hana og aðra sem þar störfuðu. Afleiðingarnar komu í ljós miklu síðar. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseti hjá Háskólanum í Reykjavík, telur ástæðulaust að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Í bili. Hún veltir þessu fyrir sér í pistli á Facebook-síðu sinni sem hún birti nú í morgun en tekur það fram í samtali við Vísi að þetta séu vangaveltur. Árið 2008 starfaði Hafrún á geðdeildinni og þá varð hrun, efnahagskreppa með tilheyrandi atvinnumissi og falli krónunnar. Mikið var fjallað um hversu mikil áhrif það myndi hafa á geðheilsu þjóðarinnar. „Þetta gekk svo langt að sumir lýstu því yfir að fólk myndi fremja sjálfsvíg í bunkum og að líkhúsin væru full af fólki sem hafði framið sjálfsvíg. Það var fjarri sanni,“ segir Hafrún í pistli sínu. Fáir mættu á Hrunmóttökuna Hún segir að þau sem störfuðu í geðheilbrigðisbatteríinu hafi haft verulegar áhyggjur af geðheilbrigði þjóðarinnar. „Það var framleitt fræðsluefni um „hrunstreitu“ þar sem undirrituð var í aðalhlutverki . Þetta myndband var sýnt ítrekað á RUV á besta tíma. Allskonar önnur svipuð úrræði voru í boði, ég t.d. fór á öll svið spítalans og hélt fyrirlestur um streitu fyrir starfsmenn LSH. Svo var opnuð sérstök móttaka fyrir fólk sem leið illa vegna hrunsins. Heilbrigðisráðherra mætti á opnunina. Ég starfaði á þessari móttöku. Við bjuggumst við að mikið yrði að gera. Því var víðsfjarri, það mættu örfáar hræður. Hrunmóttökunni var lokað skömmu síðar. Engin eftirspurn. Þetta kom okkur svoldið í opna skjöldu,“ segir Hafrún. Hafrún segir, spurð hvort það sé þá engin ástæða til að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar þó staðan virðist svört, að þetta sé ólíkt. „Nú eru líf í húfi og frelsi skert verulega. En hrunið er samt eitthvað sem við getum litið til. Það er það besta sem við höfum. Ég held að geðrænu vandamálin hjá stórum parti þjóðarinnar muni koma fram síðar. Jafnvel löngu síðar.“ Afleiðingarnar koma fram löngu síðar Hafrún telur þannig að ekki væri góður leikur að skera niður í geðheilbrigðiskerfinu, það þurfi að vera í stakk búið að takast á við afleiðingarnar síðar. „Gjörgæslan þarf að vera klár núna. En geðheilbrigðiskerfið síðar.“ Halldóra Ólafsdóttir, einn reyndasti geðlæknir þjóðarinnar, tekur undir þetta með Hafrúnu. Það hafi ýmislegt komið á óvart í hruninu. „Hins vegar hefur mér fundist svona sem gamall klíníker að áhrif hrunsins á geðheilsu hafi komið fram löngu síðar og ég er jafnvel enn að sjá sjúklinga af og til sem glíma við afleiðingar hrunsins 2008. Má nefna t.d. gjaldþrot, atvinnumissi, kvíða, lækkað sjálfsmat, færri bjargráð, hjónaskilnaðir og upplausn hjá fjölskyldum.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseti hjá Háskólanum í Reykjavík, telur ástæðulaust að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Í bili. Hún veltir þessu fyrir sér í pistli á Facebook-síðu sinni sem hún birti nú í morgun en tekur það fram í samtali við Vísi að þetta séu vangaveltur. Árið 2008 starfaði Hafrún á geðdeildinni og þá varð hrun, efnahagskreppa með tilheyrandi atvinnumissi og falli krónunnar. Mikið var fjallað um hversu mikil áhrif það myndi hafa á geðheilsu þjóðarinnar. „Þetta gekk svo langt að sumir lýstu því yfir að fólk myndi fremja sjálfsvíg í bunkum og að líkhúsin væru full af fólki sem hafði framið sjálfsvíg. Það var fjarri sanni,“ segir Hafrún í pistli sínu. Fáir mættu á Hrunmóttökuna Hún segir að þau sem störfuðu í geðheilbrigðisbatteríinu hafi haft verulegar áhyggjur af geðheilbrigði þjóðarinnar. „Það var framleitt fræðsluefni um „hrunstreitu“ þar sem undirrituð var í aðalhlutverki . Þetta myndband var sýnt ítrekað á RUV á besta tíma. Allskonar önnur svipuð úrræði voru í boði, ég t.d. fór á öll svið spítalans og hélt fyrirlestur um streitu fyrir starfsmenn LSH. Svo var opnuð sérstök móttaka fyrir fólk sem leið illa vegna hrunsins. Heilbrigðisráðherra mætti á opnunina. Ég starfaði á þessari móttöku. Við bjuggumst við að mikið yrði að gera. Því var víðsfjarri, það mættu örfáar hræður. Hrunmóttökunni var lokað skömmu síðar. Engin eftirspurn. Þetta kom okkur svoldið í opna skjöldu,“ segir Hafrún. Hafrún segir, spurð hvort það sé þá engin ástæða til að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar þó staðan virðist svört, að þetta sé ólíkt. „Nú eru líf í húfi og frelsi skert verulega. En hrunið er samt eitthvað sem við getum litið til. Það er það besta sem við höfum. Ég held að geðrænu vandamálin hjá stórum parti þjóðarinnar muni koma fram síðar. Jafnvel löngu síðar.“ Afleiðingarnar koma fram löngu síðar Hafrún telur þannig að ekki væri góður leikur að skera niður í geðheilbrigðiskerfinu, það þurfi að vera í stakk búið að takast á við afleiðingarnar síðar. „Gjörgæslan þarf að vera klár núna. En geðheilbrigðiskerfið síðar.“ Halldóra Ólafsdóttir, einn reyndasti geðlæknir þjóðarinnar, tekur undir þetta með Hafrúnu. Það hafi ýmislegt komið á óvart í hruninu. „Hins vegar hefur mér fundist svona sem gamall klíníker að áhrif hrunsins á geðheilsu hafi komið fram löngu síðar og ég er jafnvel enn að sjá sjúklinga af og til sem glíma við afleiðingar hrunsins 2008. Má nefna t.d. gjaldþrot, atvinnumissi, kvíða, lækkað sjálfsmat, færri bjargráð, hjónaskilnaðir og upplausn hjá fjölskyldum.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira