Fordæmalaus notkun á orðinu fordæmalaus í faraldrinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2020 11:54 Fordæmalaust. Mynd/Greynir.is Ýmis orð sem alla jafna hafa ekki fengið mikið pláss í daglegu tali landsmanna hafa öðlast nýjan sess í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þetta sýnir nýtt tól sem tekur saman tíðni þeirra orða sem notuð hafa verið í fjölmiðlum yfir ákveðið tímabil. Þannig má til dæmis sjá að notkun á orðinu fordæmalaus er því sem næst fordæmalaus ef miðað er við ár aftur í tímann. Hið umrædda tól má finna á Greyni, sem er málgreinir fyrir íslensku, sem Vilhjálmur Þorsteinsson stendur fyrir. Greynir les nýjustu fréttir og greinar jafnóðum á helstu fréttamiðlum Íslands og úr þessu verður heljarinnar gagnagrunnur sem hægt er að leita í. Gjörgæsla og öndunarvél virðast haldast í hendur Með nýjustu viðbótinni við Greyni, sem nálgast má hér, er hægt að sjá hversu oft tiltekin orð eru notuð í vefmiðlum hér á landi yfir ákveðinn tíma. Leita má að hvaða orðum sem er og tólið sýnir hversu oft orðið hefur komið fyrir. Til gamans hefur Vísir tekið saman nokkur orð sem komist hafa á flug á meðan faraldurinn hefur gengið hér yfir, orð sem alla jafna hafa ekki verið mikið notuð í daglegu tali, fyrr en á síðustu vikum og mánuðum. Besta dæmið er ef til vill orðið fordæmalaus en mörgum hefur verið tíðrædd um að nú séu fordæmalausir tímar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér að ofan hefur orðinu alltaf skotið upp við og við undanfarið ár, en ekkert í líkingu við 13. mars þegar orðinu brá fyrir 43 sinnum á íslenskum vefmiðlum. Þetta á við um fleiri orð á borð við smit. Orðið mátti finna á vefmiðlum einu sinni til tvisvar á dag, stundum oftar, þangað til í febrúar þegar orðanotkunin fór á flug og náði hún hámarki 23 mars þegar orðið smit var notað 198 sinnum í íslenskum vefmiðlum. Orðið smit reyndist smitandi.Mynd/Greynir.is Þá hefur orðið talsverð aukning á orðinu handþvottur, enda hefur verið lögð mikil áhersla á þess að landsmenn þvoi hendurnar vel, svo hefta megi útbreiðslu kórónuveirunnar. Handþvotturinn sækir á.Mynd/Greynir.is Landsmenn hafa auk þess ekki farið varhluta af orðunum gjörgæsla og öndunarvél. Þessi orð hafa verið hluti af daglegum upplýsingafundum almannavarna. Skiptunum fer þó fækkandi, líklega í réttu hlutfalli við það hversu vel hefur gengið að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeild. Þessi orð haldast í hendur.Mynd/Greynir.is En hvað með kórónuveiruna sjálfa? Líkt og smitum fer notkun orðsins niður á við.Mynd/Greynir.is Leika sér má með fleiri orð inni á Greynir.is Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ýmis orð sem alla jafna hafa ekki fengið mikið pláss í daglegu tali landsmanna hafa öðlast nýjan sess í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þetta sýnir nýtt tól sem tekur saman tíðni þeirra orða sem notuð hafa verið í fjölmiðlum yfir ákveðið tímabil. Þannig má til dæmis sjá að notkun á orðinu fordæmalaus er því sem næst fordæmalaus ef miðað er við ár aftur í tímann. Hið umrædda tól má finna á Greyni, sem er málgreinir fyrir íslensku, sem Vilhjálmur Þorsteinsson stendur fyrir. Greynir les nýjustu fréttir og greinar jafnóðum á helstu fréttamiðlum Íslands og úr þessu verður heljarinnar gagnagrunnur sem hægt er að leita í. Gjörgæsla og öndunarvél virðast haldast í hendur Með nýjustu viðbótinni við Greyni, sem nálgast má hér, er hægt að sjá hversu oft tiltekin orð eru notuð í vefmiðlum hér á landi yfir ákveðinn tíma. Leita má að hvaða orðum sem er og tólið sýnir hversu oft orðið hefur komið fyrir. Til gamans hefur Vísir tekið saman nokkur orð sem komist hafa á flug á meðan faraldurinn hefur gengið hér yfir, orð sem alla jafna hafa ekki verið mikið notuð í daglegu tali, fyrr en á síðustu vikum og mánuðum. Besta dæmið er ef til vill orðið fordæmalaus en mörgum hefur verið tíðrædd um að nú séu fordæmalausir tímar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér að ofan hefur orðinu alltaf skotið upp við og við undanfarið ár, en ekkert í líkingu við 13. mars þegar orðinu brá fyrir 43 sinnum á íslenskum vefmiðlum. Þetta á við um fleiri orð á borð við smit. Orðið mátti finna á vefmiðlum einu sinni til tvisvar á dag, stundum oftar, þangað til í febrúar þegar orðanotkunin fór á flug og náði hún hámarki 23 mars þegar orðið smit var notað 198 sinnum í íslenskum vefmiðlum. Orðið smit reyndist smitandi.Mynd/Greynir.is Þá hefur orðið talsverð aukning á orðinu handþvottur, enda hefur verið lögð mikil áhersla á þess að landsmenn þvoi hendurnar vel, svo hefta megi útbreiðslu kórónuveirunnar. Handþvotturinn sækir á.Mynd/Greynir.is Landsmenn hafa auk þess ekki farið varhluta af orðunum gjörgæsla og öndunarvél. Þessi orð hafa verið hluti af daglegum upplýsingafundum almannavarna. Skiptunum fer þó fækkandi, líklega í réttu hlutfalli við það hversu vel hefur gengið að útskrifa sjúklinga af gjörgæsludeild. Þessi orð haldast í hendur.Mynd/Greynir.is En hvað með kórónuveiruna sjálfa? Líkt og smitum fer notkun orðsins niður á við.Mynd/Greynir.is Leika sér má með fleiri orð inni á Greynir.is
Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?