Af ömmu minni og öðrum ofurkonum Valgerður Árnadóttir skrifar 1. maí 2020 09:00 Mig langar að tala um ömmu mína. Kannski vegna þess að við áttum svo mörg svona ömmur, ömmur sem á nútíma-mælikvarða væru taldar ofurkonur en á þeirra tíma var framlag þeirra til fjölskyldunnar og samfélagsins talið sjálfsagt, amma fékk í hæsta máta hrós fyrir að vera dugleg, sem hún fussaði yfir því það þótti ekki til siðs að hrósa fólki. Valgerður Árnadóttir amma mín fæddist árið 1918 og var verkakona. Hún eignaðist 7 börn á 10 árum og skildi við drykkfelldan eiginmann sinn þegar hún gekk með það sjöunda, þá var hún bara 32 ára. Hún vann í fiski og við þrif mestalla ævina myrkranna á milli, þegar börnin voru lítil skúraði hún á nóttunni meðan þau sváfu og hugsaði um þau á daginn. Amma átti góða að og var vinamörg og sumir buðust til að fóstra nokkur barna hennar en hún tók það ekki í mál. Lífið var ekki auðvelt fyrir hana og börnin en með eljunni tókst henni að kaupa fokhelt raðhús og flytja úr pínulítilli íbúð í 3 hæða “höll”, það var höll fyrir mér þegar ég var barn en að koma inn í svona raðhús í dag átta ég mig á því að hver hæð er aðeins 40fm, og þar bjuggu amma, börnin sjö og svo voru alltaf gestir, allir voru alltaf velkomnir í kaffi og spjall við ömmu sem var stórskemmtileg og fróð kona. Amma kvartaði aldrei og hún gaf líka lítið fyrir væl annarra, en hún leit á alla sem jafningja og þótti forsetinn ekkert merkilegri en póstburðarmaðurinn. Amma var stolt af því að vera verkakona og hélt dag verkalýðsbaráttunnar hátíðlegan ár hvert og fór í kröfugönguna á 1 maí í sparikápunni með rauðan varalit. Amma var stolt af því að vera verkakona og hélt dag verkalýðsbaráttunnar hátíðlegan ár hver Ef mér finnst lífið eitthvað erfitt og ósanngjarnt þá hugsa ég til ömmu og segi sjálfri mér að “hættessu væli”, það er henni og fólki eins og henni að þakka að ég hef það betra en hún hafði það, en baráttunni er ekki lokið, ekki fyrr en við öll lifum sómasamlegu lífi og enginn líður skort. Það er komið nýtt líf í verkalýðsbaráttuna, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur blásið byr undir vængi verkafólks, hún hefur skilað skömminni af því að tilheyra verkalýðsstétt í samfélagi þar sem mannkostir eru nú mældir í fjárhagslegum hagnaði, völdum og eignum. Þar sem öllu skiptir að vera af réttri fjölskyldu til að “verða eitthvað” og þar sem það þykir enn fjarstæðukennt að fólk sem flytur hingað erlendis frá eigi að njóta sömu réttinda og kjara og við sem erum hér fædd. Í Eflingu eru helmingur félagsmanna af erlendu bergi brotin og stærstur hluti þeirra er frá Póllandi og þannig hefur það verið í mörg ár en það er samt fyrst núna með nýrri stjórn að unnið er út frá því að stjórn og nefndir stéttarfélagsins endurspegli félagsmenn, að það endurspegli kynjahlutföll og uppruna félagsmanna. Formaður og varaformaður Eflingar. Til að mynda er varaformaður Eflingar nú pólsk, hún Agnieszka Ewa Ziólkowska. Ég kynntist Agnieszku í kjarabaráttunni veturinn 2018-19, hún var strætóbílstjóri og trúnaðarmaður Eflingar á vinnustað sínum, henni tókst með elju sinni og réttsýni að hjálpa samstarfsfólki sínu þegar á þeim er brotið, að sameina þau í kröfum sínum um betri kjör og allt þetta gerði hún ólétt og svo með 2 lítil börn. Hún er dugnaðarforkur og ofurkona og er í ofanálag fyrsta erlenda konan -fyrsta pólska konan til að gegna svo mikilvægu embætti í íslensku stéttarfélagi. Með Sólveigu Önnu og Agnieszku í fararbroddi megum við vænta frekari breytinga til góðs, ekki einungis að kjör og kaup verkafólks muni batna heldur einnig að virðing við verkafólk og ekki síst erlent verkafólk verði aukin. Að aftur verði talin dyggð í íslensku samfélagi að vera vinnusöm, réttsýn og að standa með náunganum. Ég veit að amma hefði verið ánægð með Sólveigu Önnu og Agnieszku og það er besta hrós sem ég get gefið. Framtíðin er bjartari vegna þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að tala um ömmu mína. Kannski vegna þess að við áttum svo mörg svona ömmur, ömmur sem á nútíma-mælikvarða væru taldar ofurkonur en á þeirra tíma var framlag þeirra til fjölskyldunnar og samfélagsins talið sjálfsagt, amma fékk í hæsta máta hrós fyrir að vera dugleg, sem hún fussaði yfir því það þótti ekki til siðs að hrósa fólki. Valgerður Árnadóttir amma mín fæddist árið 1918 og var verkakona. Hún eignaðist 7 börn á 10 árum og skildi við drykkfelldan eiginmann sinn þegar hún gekk með það sjöunda, þá var hún bara 32 ára. Hún vann í fiski og við þrif mestalla ævina myrkranna á milli, þegar börnin voru lítil skúraði hún á nóttunni meðan þau sváfu og hugsaði um þau á daginn. Amma átti góða að og var vinamörg og sumir buðust til að fóstra nokkur barna hennar en hún tók það ekki í mál. Lífið var ekki auðvelt fyrir hana og börnin en með eljunni tókst henni að kaupa fokhelt raðhús og flytja úr pínulítilli íbúð í 3 hæða “höll”, það var höll fyrir mér þegar ég var barn en að koma inn í svona raðhús í dag átta ég mig á því að hver hæð er aðeins 40fm, og þar bjuggu amma, börnin sjö og svo voru alltaf gestir, allir voru alltaf velkomnir í kaffi og spjall við ömmu sem var stórskemmtileg og fróð kona. Amma kvartaði aldrei og hún gaf líka lítið fyrir væl annarra, en hún leit á alla sem jafningja og þótti forsetinn ekkert merkilegri en póstburðarmaðurinn. Amma var stolt af því að vera verkakona og hélt dag verkalýðsbaráttunnar hátíðlegan ár hvert og fór í kröfugönguna á 1 maí í sparikápunni með rauðan varalit. Amma var stolt af því að vera verkakona og hélt dag verkalýðsbaráttunnar hátíðlegan ár hver Ef mér finnst lífið eitthvað erfitt og ósanngjarnt þá hugsa ég til ömmu og segi sjálfri mér að “hættessu væli”, það er henni og fólki eins og henni að þakka að ég hef það betra en hún hafði það, en baráttunni er ekki lokið, ekki fyrr en við öll lifum sómasamlegu lífi og enginn líður skort. Það er komið nýtt líf í verkalýðsbaráttuna, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur blásið byr undir vængi verkafólks, hún hefur skilað skömminni af því að tilheyra verkalýðsstétt í samfélagi þar sem mannkostir eru nú mældir í fjárhagslegum hagnaði, völdum og eignum. Þar sem öllu skiptir að vera af réttri fjölskyldu til að “verða eitthvað” og þar sem það þykir enn fjarstæðukennt að fólk sem flytur hingað erlendis frá eigi að njóta sömu réttinda og kjara og við sem erum hér fædd. Í Eflingu eru helmingur félagsmanna af erlendu bergi brotin og stærstur hluti þeirra er frá Póllandi og þannig hefur það verið í mörg ár en það er samt fyrst núna með nýrri stjórn að unnið er út frá því að stjórn og nefndir stéttarfélagsins endurspegli félagsmenn, að það endurspegli kynjahlutföll og uppruna félagsmanna. Formaður og varaformaður Eflingar. Til að mynda er varaformaður Eflingar nú pólsk, hún Agnieszka Ewa Ziólkowska. Ég kynntist Agnieszku í kjarabaráttunni veturinn 2018-19, hún var strætóbílstjóri og trúnaðarmaður Eflingar á vinnustað sínum, henni tókst með elju sinni og réttsýni að hjálpa samstarfsfólki sínu þegar á þeim er brotið, að sameina þau í kröfum sínum um betri kjör og allt þetta gerði hún ólétt og svo með 2 lítil börn. Hún er dugnaðarforkur og ofurkona og er í ofanálag fyrsta erlenda konan -fyrsta pólska konan til að gegna svo mikilvægu embætti í íslensku stéttarfélagi. Með Sólveigu Önnu og Agnieszku í fararbroddi megum við vænta frekari breytinga til góðs, ekki einungis að kjör og kaup verkafólks muni batna heldur einnig að virðing við verkafólk og ekki síst erlent verkafólk verði aukin. Að aftur verði talin dyggð í íslensku samfélagi að vera vinnusöm, réttsýn og að standa með náunganum. Ég veit að amma hefði verið ánægð með Sólveigu Önnu og Agnieszku og það er besta hrós sem ég get gefið. Framtíðin er bjartari vegna þeirra.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun