Sýnum geðheilsu þá alúð sem hún þarfnast Anra Rut Arnarsdottir skrifar 1. maí 2020 12:00 Háskólanám er erfitt, tímafrekt og dýrt. Mikið álag fylgir náminu, hvort sem það er vinnuálag eða áhyggjur af fjármálum sem virðist fylgja flest öllum háskólanemum. Með miklu álagi fylgja oft ýmis geðræn vandamál. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 mældust 34.4% nemenda í íslenskum háskólum með þunglyndi og 19,8% með kvíða. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að greiður aðgangur sé fyrir háskólanema að góðri sálfræðiþjónustu. Í Háskólanum Í Reykjavík er boðið upp á sálfræðiþjónustu, samkvæmt heimasíðu skólans felur sú þjónusta í sér sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Ég fagna því að einhverskonar sálfræðiþjónusta sé í boði innan veggja skólans en það er alltaf hægt að gera betur. Sálfræðiþjónusta er dýr og fyrir nemendur í háskóla búa flestir ekki við þann lúxus að geta keypt sér þjónustu fyrir tugi þúsunda. Þess vegna er mikilvægt að nemendur hafi aðgang að einstaklingsviðtölum reglulega og þá helst innan síns skóla. Margir sem þjást af einhverskonar geðrænum vandamálum eins og kvíða og þunglyndi eru ekki tilbúnir til að deila því með öðrum í hópmeðferðum eins og Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Geðheilsa hefur lengi verið feimnismál og þó svo það sé búið að brjóta niður marga veggi í þeim efnum er enn oft erfitt fyrir fólk, stúdenta eins og aðra, að stíga sitt fyrsta skref í áttina að bættri geðheilsu. Til þess að nemendur nýti sér þessa þjónustu þarf að kynna hana vel og gera hana aðgengilega öllum. Geðheilsa er með þeim mikilvægustu hlutum í lífi manns og því þurfum við að sýna henni þá athygli og alúð sem hún þarfnast. Eins og ástandið er í dag og áhrifin sem það hefur á vinnumarkaðinn má búast við því að aukið álag og aukin streita fylgi stúdentum inn á næstu önnum vegna þeirrar óvissu sem er uppi í samfélaginu. Því er mikilvægara en aldrei fyrr að auka við sálfræðiþjónustu í háskólum landsins. Eins og aðrir háskólanemar þurfa HR-ingar fleiri úrræði og meiri geðheilbrigðisþjónustu. Ég kalla því eftir aukinni þjónustu í Háskólanum í Reykjavík og þar með betra aðgengi að sálfræðiviðtölum með stuttum biðtíma. Háskólinn í Reykjavík verður að vera tilbúinn í að styðja við nemendur sína með þeim hætti. Höfundur er verðandi formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landsamtaka íslenskra stúdenta. Skrifaðu undir ákall samtakanna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Háskólanám er erfitt, tímafrekt og dýrt. Mikið álag fylgir náminu, hvort sem það er vinnuálag eða áhyggjur af fjármálum sem virðist fylgja flest öllum háskólanemum. Með miklu álagi fylgja oft ýmis geðræn vandamál. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 mældust 34.4% nemenda í íslenskum háskólum með þunglyndi og 19,8% með kvíða. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að greiður aðgangur sé fyrir háskólanema að góðri sálfræðiþjónustu. Í Háskólanum Í Reykjavík er boðið upp á sálfræðiþjónustu, samkvæmt heimasíðu skólans felur sú þjónusta í sér sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Ég fagna því að einhverskonar sálfræðiþjónusta sé í boði innan veggja skólans en það er alltaf hægt að gera betur. Sálfræðiþjónusta er dýr og fyrir nemendur í háskóla búa flestir ekki við þann lúxus að geta keypt sér þjónustu fyrir tugi þúsunda. Þess vegna er mikilvægt að nemendur hafi aðgang að einstaklingsviðtölum reglulega og þá helst innan síns skóla. Margir sem þjást af einhverskonar geðrænum vandamálum eins og kvíða og þunglyndi eru ekki tilbúnir til að deila því með öðrum í hópmeðferðum eins og Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Geðheilsa hefur lengi verið feimnismál og þó svo það sé búið að brjóta niður marga veggi í þeim efnum er enn oft erfitt fyrir fólk, stúdenta eins og aðra, að stíga sitt fyrsta skref í áttina að bættri geðheilsu. Til þess að nemendur nýti sér þessa þjónustu þarf að kynna hana vel og gera hana aðgengilega öllum. Geðheilsa er með þeim mikilvægustu hlutum í lífi manns og því þurfum við að sýna henni þá athygli og alúð sem hún þarfnast. Eins og ástandið er í dag og áhrifin sem það hefur á vinnumarkaðinn má búast við því að aukið álag og aukin streita fylgi stúdentum inn á næstu önnum vegna þeirrar óvissu sem er uppi í samfélaginu. Því er mikilvægara en aldrei fyrr að auka við sálfræðiþjónustu í háskólum landsins. Eins og aðrir háskólanemar þurfa HR-ingar fleiri úrræði og meiri geðheilbrigðisþjónustu. Ég kalla því eftir aukinni þjónustu í Háskólanum í Reykjavík og þar með betra aðgengi að sálfræðiviðtölum með stuttum biðtíma. Háskólinn í Reykjavík verður að vera tilbúinn í að styðja við nemendur sína með þeim hætti. Höfundur er verðandi formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landsamtaka íslenskra stúdenta. Skrifaðu undir ákall samtakanna hér.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun