Færri með niðurgang en fleiri með kynsjúkdóm Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2020 21:48 Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans er í Fossvogi. Vísir/Egill Tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta var miklu lægri í aprílmánuði á þessu ári en undanfarin ár. Sóttvarnalæknir telur að það megi þakka ábyrgri hegðun fólks og þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til í samfélaginu. Aðra sögu er þó að segja um tíðni kynsjúkdóma. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að sóttvarnaraðgerðir almennings virðist bera mikinn árangur, ekki bara í baráttunni gegn Covid-19. „Við sjáum það núna að ef við berum það saman bara á milli ára, til dæmis að tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta er miklu miklu minni til dæmis í apríl heldur en hún hefur verið á undanförnum árum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Sem að í mínum huga þýðir þaðað þessar aðgerðir allar sem hafa verið í gangi hér, samfélagslegu aðgerðirnar og eins aðgerðir og viðbrögð einstaklinga, hreinlætisaðgerðir og svo framvegis hafa bara hreinlega skilað sér í því að við erum að sjá miklu minna af pestum heldur en venjulega. Þetta á þó ekki við um alla smitsjúkdóma. „Kynsjúkdómarnir eru öðruvísi, það er greinilegt að menn hafa ekki virt tveggja metra regluna alla veganna á sumum sviðum. Við erum með aukningu á lekanda og sárasótt, því miður. Við höfum verið að berjast mikið í því á undanförnum árum að lækka þá tíðni en við höfum ekki getað einbeitt okkur eins mikið að þessum sjúkdómum eins og við hefðum viljað útaf covid en við þurfum að snúa okkur að því,“ segir Þórólfur. Alls hafa í átján hundruð hafa greinst með Covid-19 en einn greindist síðasta sólarhring. 99 eru í einangrun en tæplega sautján hundruð hafa náð bata. Þrír eru á sjúkrahúsi veikir af covid-19 en alls eru sextán á sjúkrahúsi að þeim meðtöldum sem glíma við eftirköst sjúkdómsins. Enginn er á gjörgæslu. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta var miklu lægri í aprílmánuði á þessu ári en undanfarin ár. Sóttvarnalæknir telur að það megi þakka ábyrgri hegðun fólks og þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til í samfélaginu. Aðra sögu er þó að segja um tíðni kynsjúkdóma. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að sóttvarnaraðgerðir almennings virðist bera mikinn árangur, ekki bara í baráttunni gegn Covid-19. „Við sjáum það núna að ef við berum það saman bara á milli ára, til dæmis að tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta er miklu miklu minni til dæmis í apríl heldur en hún hefur verið á undanförnum árum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Sem að í mínum huga þýðir þaðað þessar aðgerðir allar sem hafa verið í gangi hér, samfélagslegu aðgerðirnar og eins aðgerðir og viðbrögð einstaklinga, hreinlætisaðgerðir og svo framvegis hafa bara hreinlega skilað sér í því að við erum að sjá miklu minna af pestum heldur en venjulega. Þetta á þó ekki við um alla smitsjúkdóma. „Kynsjúkdómarnir eru öðruvísi, það er greinilegt að menn hafa ekki virt tveggja metra regluna alla veganna á sumum sviðum. Við erum með aukningu á lekanda og sárasótt, því miður. Við höfum verið að berjast mikið í því á undanförnum árum að lækka þá tíðni en við höfum ekki getað einbeitt okkur eins mikið að þessum sjúkdómum eins og við hefðum viljað útaf covid en við þurfum að snúa okkur að því,“ segir Þórólfur. Alls hafa í átján hundruð hafa greinst með Covid-19 en einn greindist síðasta sólarhring. 99 eru í einangrun en tæplega sautján hundruð hafa náð bata. Þrír eru á sjúkrahúsi veikir af covid-19 en alls eru sextán á sjúkrahúsi að þeim meðtöldum sem glíma við eftirköst sjúkdómsins. Enginn er á gjörgæslu.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira