Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. maí 2020 12:10 Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði. Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. Lúsmýið er með aðalútbreiðslu í Norðurárdal í Borgarfirði og suður og austur um land í Fljótshlíð. Það fannst einnig í Kjarnaskógi í Eyjafirði í fyrra. „Það eru bara nokkur ár síðan lúsmý fannst við Meðalfellsvatn, það var í fyrsta skiptið, síðan hefur það breiðst út mjög hratt, það hefur borist í norður eina þrjátíu kílómetra og í austur eina 100 kílómetra bara á fimm árum. Þannig að þetta er geysilega hröð útbreiðsla sem verður á mýinu,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. Hann segir að mýið farið að láta á sér kræla í júní. Ef veður verður stillt megi búast við að hún láti til skara skríða. Mýið geti ekki flogið í vindi, en haldist veðrið stillt leiki hún lausum hala. „Það mun á næstu áratugum verða komið um allt land, nema kannski hálendið, veit ekki hvort það þoli þá kulda sem eru þar,“ segir Gísli. Hann segir marga venjast þessum bitum og lítið við þeim að gera. Hann sjálfur lætur ekki lúsmýið stoppa sig við að ferðast um Ísland. „Nei, þá yrði maður bara að loka sig inni. Fólk er ekki öruggt í Reykjavík. Þar var fólk bitið um alla borg í góðu og stilltu veðri í fyrra. Lúsmýið náði austan úr Selás og alla leið í Vesturbæinn. Það er ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit,“ segir Gísli. Hann segir næsta víst að lúsmýið verði á þeim svæðum í ár þar sem það var í fyrra. Ferðamennska á Íslandi Lúsmý Skordýr Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. Lúsmýið er með aðalútbreiðslu í Norðurárdal í Borgarfirði og suður og austur um land í Fljótshlíð. Það fannst einnig í Kjarnaskógi í Eyjafirði í fyrra. „Það eru bara nokkur ár síðan lúsmý fannst við Meðalfellsvatn, það var í fyrsta skiptið, síðan hefur það breiðst út mjög hratt, það hefur borist í norður eina þrjátíu kílómetra og í austur eina 100 kílómetra bara á fimm árum. Þannig að þetta er geysilega hröð útbreiðsla sem verður á mýinu,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. Hann segir að mýið farið að láta á sér kræla í júní. Ef veður verður stillt megi búast við að hún láti til skara skríða. Mýið geti ekki flogið í vindi, en haldist veðrið stillt leiki hún lausum hala. „Það mun á næstu áratugum verða komið um allt land, nema kannski hálendið, veit ekki hvort það þoli þá kulda sem eru þar,“ segir Gísli. Hann segir marga venjast þessum bitum og lítið við þeim að gera. Hann sjálfur lætur ekki lúsmýið stoppa sig við að ferðast um Ísland. „Nei, þá yrði maður bara að loka sig inni. Fólk er ekki öruggt í Reykjavík. Þar var fólk bitið um alla borg í góðu og stilltu veðri í fyrra. Lúsmýið náði austan úr Selás og alla leið í Vesturbæinn. Það er ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit,“ segir Gísli. Hann segir næsta víst að lúsmýið verði á þeim svæðum í ár þar sem það var í fyrra.
Ferðamennska á Íslandi Lúsmý Skordýr Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira