Formaður SÍS segir kröfur Eflingar vera langt fram úr hófi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 5. maí 2020 13:17 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á baráttufundi félagsins með þeim starfsmönnum sem lagt hafa niður störf í Kópavogi nú í hádeginu. Vísir/Vilhelm Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) segir kröfur Eflingar langt fram úr hófi og umfram hækkanir annarra bæjarastarfsmanna en Efling berst fyrir því að félagsmenn í þessum sveitarfélögum fái sömu kjarabætur og félagsmenn í Reykjavík og hjá ríkinu. Langflestir félagsmenn Eflingar sem hófu verkfall nú í hádeginu starfa í Kópavogi eða næstum níutíu prósent félagsmanna. Verkfallið hefur áhrif á starfsemi fjögurra grunnskóla og sama fjölda leikskóla í Kópavogi. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út að kröfur Eflingar séu óraunhæfar og langt um fram getu sveitarfélaganna. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir kröfur félagsins nákvæmlega þær sömu og var samið um við Reykjavíkurborg. Segir afstöðu SÍS fullkomlega óskiljanlega „Ég á ekkert svar við því hvers vegna Samband íslenskra sveitarfélaga, einn í hópi þeirra samningsaðila sem við erum að gera samninga við hjá hinu opinbera, hefur þessa afstöðu. Hún er mér fullkomlega óskiljanleg, sérstaklega í ljósi þess að það liggur fyrir samningur við Reykjavíkurborg. Fólk í nákvæmlega sömu störfum, með sömu starfsheiti, metið til stiga í sama starfsmatskerfi. Ég á ekkert svar við því hvernig sambandinu dettur það í hug að ætlast til þess að okkar félagar sem vinna fyrir Kópavogsbæ en ekki Reykjavíkurborg eigi að fá annan og verri samning heldur en þeirra félagar hinum megin við lækinn,“ segir Viðar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Samband íslenskra sveitarfélaga, bendir aftur á móti á að sambandið fari með samningamál vel flestra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg er þó ekki þar meðtalin, og að kröfur Eflingar stingi í stúf. „Við erum búin að semja við 35 bæjarstarfsmannafélög, 7000 starfsmenn sveitarfélaganna, á ákveðnum grunni sem byggir á lífskjarasamningi og það er sá samningur sem við viljum halda áfram að byggja á og það væri fullkomlega óeðlilegt að fara núna að semja við mjög fámennan hóp um eitthvað allt annað en svo til allir aðrir hafa fengið og allir aðrir hafa fengið sem við höfum samið fyrir,“ segir Aldís. Aldís segir sambandið bjóða upp á 30% launahækkun til ársins 2022 en að Efling krefjist 40% hækkunar þegar sérstök leiðrétting við lægst launuðu félagsmennina er reiknuð inn í. Segir tímasetningu verkfallanna sýna skilningsleysi á aðstæðum í samfélaginu Viðar leggur áherslu á að ekki sé flókið að ganga frá þessum kjarasamningum og telur mikilvægt að bæjaryfirvöld í Kópavogi útskýri afstöðu sína fyrir fjölskyldum í bænum sem verkfallið bitni verst á enda virðist enginn samningsvilji vera frá þeirra hendi. „Öllum okkar tilraunum til að hafa einhvers konar beint samband við bæjaryfirvöld í Kópavogi hefur verið hafnað. Okkar erindi þar eru með öllu vanrækt. Þá er ég ekkert endilega að tala um kjaraviðræður heldur bara málefni sem hafa komið upp varðandi framkvæmd verkfalls og eitthvað. Mér finnst það með hreinum ólíkindum,“ segir Viðar. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hafnar viðtali við fréttastofu og bendir á Samband íslenskra sveitarfélaga. Aldís segir sambandið standa sameinað í samningaviðræðum og hún hvetji ekki bæjarstjóra til að semja beint við Eflingu. „Ég hef ríkan skilning á því að það brennur hjá ákveðnum sveitarstjórum í ákveðnum sveitarfélögum. Það er mjög erfið staða uppi. Við erum auðvitað erum nýkomin út úr takmörkuðu skólastarfi. Það voru allir farnir að hlakka til þess að byrja aftur í skólanum sínum, að fá þá þjónustu sem fólk hefur haft hingað til. Þess vegna verður maður auðvitað líka að undrast tímasetningu þessara og það skilningsleysi sem sú tímasetning sýnir á þeirri aðstöðu sem nú ríkir í samfélaginu. Það eru tugir þúsunda búnir að missa vinnuna og mjög mikil óvissa uppi,“ segir Aldís. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni. Verkföll 2020 Kjaramál Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) segir kröfur Eflingar langt fram úr hófi og umfram hækkanir annarra bæjarastarfsmanna en Efling berst fyrir því að félagsmenn í þessum sveitarfélögum fái sömu kjarabætur og félagsmenn í Reykjavík og hjá ríkinu. Langflestir félagsmenn Eflingar sem hófu verkfall nú í hádeginu starfa í Kópavogi eða næstum níutíu prósent félagsmanna. Verkfallið hefur áhrif á starfsemi fjögurra grunnskóla og sama fjölda leikskóla í Kópavogi. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út að kröfur Eflingar séu óraunhæfar og langt um fram getu sveitarfélaganna. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir kröfur félagsins nákvæmlega þær sömu og var samið um við Reykjavíkurborg. Segir afstöðu SÍS fullkomlega óskiljanlega „Ég á ekkert svar við því hvers vegna Samband íslenskra sveitarfélaga, einn í hópi þeirra samningsaðila sem við erum að gera samninga við hjá hinu opinbera, hefur þessa afstöðu. Hún er mér fullkomlega óskiljanleg, sérstaklega í ljósi þess að það liggur fyrir samningur við Reykjavíkurborg. Fólk í nákvæmlega sömu störfum, með sömu starfsheiti, metið til stiga í sama starfsmatskerfi. Ég á ekkert svar við því hvernig sambandinu dettur það í hug að ætlast til þess að okkar félagar sem vinna fyrir Kópavogsbæ en ekki Reykjavíkurborg eigi að fá annan og verri samning heldur en þeirra félagar hinum megin við lækinn,“ segir Viðar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Samband íslenskra sveitarfélaga, bendir aftur á móti á að sambandið fari með samningamál vel flestra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg er þó ekki þar meðtalin, og að kröfur Eflingar stingi í stúf. „Við erum búin að semja við 35 bæjarstarfsmannafélög, 7000 starfsmenn sveitarfélaganna, á ákveðnum grunni sem byggir á lífskjarasamningi og það er sá samningur sem við viljum halda áfram að byggja á og það væri fullkomlega óeðlilegt að fara núna að semja við mjög fámennan hóp um eitthvað allt annað en svo til allir aðrir hafa fengið og allir aðrir hafa fengið sem við höfum samið fyrir,“ segir Aldís. Aldís segir sambandið bjóða upp á 30% launahækkun til ársins 2022 en að Efling krefjist 40% hækkunar þegar sérstök leiðrétting við lægst launuðu félagsmennina er reiknuð inn í. Segir tímasetningu verkfallanna sýna skilningsleysi á aðstæðum í samfélaginu Viðar leggur áherslu á að ekki sé flókið að ganga frá þessum kjarasamningum og telur mikilvægt að bæjaryfirvöld í Kópavogi útskýri afstöðu sína fyrir fjölskyldum í bænum sem verkfallið bitni verst á enda virðist enginn samningsvilji vera frá þeirra hendi. „Öllum okkar tilraunum til að hafa einhvers konar beint samband við bæjaryfirvöld í Kópavogi hefur verið hafnað. Okkar erindi þar eru með öllu vanrækt. Þá er ég ekkert endilega að tala um kjaraviðræður heldur bara málefni sem hafa komið upp varðandi framkvæmd verkfalls og eitthvað. Mér finnst það með hreinum ólíkindum,“ segir Viðar. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hafnar viðtali við fréttastofu og bendir á Samband íslenskra sveitarfélaga. Aldís segir sambandið standa sameinað í samningaviðræðum og hún hvetji ekki bæjarstjóra til að semja beint við Eflingu. „Ég hef ríkan skilning á því að það brennur hjá ákveðnum sveitarstjórum í ákveðnum sveitarfélögum. Það er mjög erfið staða uppi. Við erum auðvitað erum nýkomin út úr takmörkuðu skólastarfi. Það voru allir farnir að hlakka til þess að byrja aftur í skólanum sínum, að fá þá þjónustu sem fólk hefur haft hingað til. Þess vegna verður maður auðvitað líka að undrast tímasetningu þessara og það skilningsleysi sem sú tímasetning sýnir á þeirri aðstöðu sem nú ríkir í samfélaginu. Það eru tugir þúsunda búnir að missa vinnuna og mjög mikil óvissa uppi,“ segir Aldís. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni.
Verkföll 2020 Kjaramál Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira