Þeir sem böðuðu sig upp úr affalli Reykjanesvirkjunar böðuðu sig einnig upp úr affalli fiskeldisstöðvar Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2020 18:49 Fjöldi viðvörunarskilta er við affallið, sem voru hunsuð um liðna helgi. Einar Árnason Fjöldi svalaði sundlaugaþorsta sínum í affalli Reykjanesvirkjunnar í blíðviðrinu um helgina. Um stórhættulegt athæfi er að ræða og ekki beint hreinlegt. Það er orðið ansi langt síðan Íslendingar komust í sund og þörfin orðin talsverð hjá mörgum. Margir þeirra sem hafa beðið óþreyjufullir eftir að sundlaugar verði opnaðar á ný töldu sig hafa dottið í lukkupottinn þegar við þeim blasti affallið af Reykjanesvirkjun. „Við höfum orðið vör við einstaka ferðamann á stangli. Við bregðumst við því með því að biðja fólk að fara upp úr. Það hefur sannarlega komið fyrir en ekkert í líkingu við það sem gerðist hér um helgina,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu HS Orku, í samtali við fréttastofu. Eftir að myndir af staðnum birtust á samfélagsmiðlum þurfti vart að spyrja að leikslokum. Bílaröð var á veginum nærri affallinu. Fjöldi fór framhjá lokunum og hunsaði viðvörunarskilti og dýfði sér ofan í affallið. Fjöldinn var svo mikill að margir þurftu frá að hverfa. Sumir höfðu ekki fyrir því að hirða nærbuxur og handklæði eftir sig, eins og blasti við fréttamönnum þegar þeir kíktu á svæðið í dag. Kristín segir lokanirnar og viðvörunarskilti á svæðinu af góðri ástæðu. Affallið streymir úr Reykjanesvirkjun út í sjó. Alla jafna er það 35 gráðu heitt. „Hins vegar ef það verður einhver truflun á rekstri þá fyrirvaralaust getur vökvinn farið í 100 gráður og það er engar viðvaranir á því,“ segir Kristín Vala. Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku.Einar Árnason Og ef fólk brennir sig ekki á 100 gráðu heitu vatni bíður þeirra ægimáttur Atlantshafsins. „Sogkrafturinn hérna og öldugangurinn er gríðarlegur líka. Það er samblanda af þessu, hátt hitastig og sjórinn, sem eru hætturnar hér.“ Norska fiskeldisfyrirtækið Stolt Sea Farm nýtir land og heitt vatn frá HS Orku fyrir eldisstöð, þar sem hitabeltisfiskur er ræktaður, sem er í næsta nágrenni við Reykjanesvirkjun. Affallið frá þeirri eldisstöð rennur út á sama stað og affallið frá Reykjanesvirkjun. Sem þýðir að þeir sem dýfðu sér í affallið frá Reykjanesvirkjun voru einnig að baða sig upp úr affallinu frá eldisstöðinni. HS Orka ætlar að auka öryggi á staðnum. „Við erum að setja upp fleiri skilti og merkingar og við munum auka vöktun á svæðinu, því við viljum fyrst og fremst koma í veg fyrir slys.“ Sundlaugar Reykjanesbær Orkumál Fiskeldi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Fjöldi svalaði sundlaugaþorsta sínum í affalli Reykjanesvirkjunnar í blíðviðrinu um helgina. Um stórhættulegt athæfi er að ræða og ekki beint hreinlegt. Það er orðið ansi langt síðan Íslendingar komust í sund og þörfin orðin talsverð hjá mörgum. Margir þeirra sem hafa beðið óþreyjufullir eftir að sundlaugar verði opnaðar á ný töldu sig hafa dottið í lukkupottinn þegar við þeim blasti affallið af Reykjanesvirkjun. „Við höfum orðið vör við einstaka ferðamann á stangli. Við bregðumst við því með því að biðja fólk að fara upp úr. Það hefur sannarlega komið fyrir en ekkert í líkingu við það sem gerðist hér um helgina,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu HS Orku, í samtali við fréttastofu. Eftir að myndir af staðnum birtust á samfélagsmiðlum þurfti vart að spyrja að leikslokum. Bílaröð var á veginum nærri affallinu. Fjöldi fór framhjá lokunum og hunsaði viðvörunarskilti og dýfði sér ofan í affallið. Fjöldinn var svo mikill að margir þurftu frá að hverfa. Sumir höfðu ekki fyrir því að hirða nærbuxur og handklæði eftir sig, eins og blasti við fréttamönnum þegar þeir kíktu á svæðið í dag. Kristín segir lokanirnar og viðvörunarskilti á svæðinu af góðri ástæðu. Affallið streymir úr Reykjanesvirkjun út í sjó. Alla jafna er það 35 gráðu heitt. „Hins vegar ef það verður einhver truflun á rekstri þá fyrirvaralaust getur vökvinn farið í 100 gráður og það er engar viðvaranir á því,“ segir Kristín Vala. Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku.Einar Árnason Og ef fólk brennir sig ekki á 100 gráðu heitu vatni bíður þeirra ægimáttur Atlantshafsins. „Sogkrafturinn hérna og öldugangurinn er gríðarlegur líka. Það er samblanda af þessu, hátt hitastig og sjórinn, sem eru hætturnar hér.“ Norska fiskeldisfyrirtækið Stolt Sea Farm nýtir land og heitt vatn frá HS Orku fyrir eldisstöð, þar sem hitabeltisfiskur er ræktaður, sem er í næsta nágrenni við Reykjanesvirkjun. Affallið frá þeirri eldisstöð rennur út á sama stað og affallið frá Reykjanesvirkjun. Sem þýðir að þeir sem dýfðu sér í affallið frá Reykjanesvirkjun voru einnig að baða sig upp úr affallinu frá eldisstöðinni. HS Orka ætlar að auka öryggi á staðnum. „Við erum að setja upp fleiri skilti og merkingar og við munum auka vöktun á svæðinu, því við viljum fyrst og fremst koma í veg fyrir slys.“
Sundlaugar Reykjanesbær Orkumál Fiskeldi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira