Curry rauðglóandi og skoraði 62 stig í sigri Golden State Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2021 07:30 Damion Lee þurfti að kæla Stephen Curry niður eftir leikinn gegn Portland Trail Blazers. getty/Ezra Shaw Stephen Curry fór hamförum og skoraði 62 stig þegar Golden State Warriors sigraði Portland Trail Blazers, 137-122, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Curry hitti úr átján af 31 skoti sem hann tók í leiknum, þar af átta af sextán þriggja stiga skotum. Þá skoraði hann átján stig af vítalínunni. Þetta er það mesta sem Curry hefur skorað í leik á ferlinum en gamla metið hans voru 54 stig. EVERY BUCKET from @StephCurry30's career night! Career-high 62 points on 18-31 FGM Career-high 18 free throws made pic.twitter.com/pLtoz3I8SJ— NBA (@NBA) January 4, 2021 All the angles of Steph s WILD TRIPLE for 62! pic.twitter.com/DzU8PWsnpc— NBA (@NBA) January 4, 2021 Curry er jafnframt fyrsti leikmaðurinn síðan Kobe Bryant í desember 2005 til að skora 62 stig á aðeins 36 mínútum eða minna í leik. Þá er Curry fyrsti leikmaður Golden State sem skorar 62 stig eða meira í leik í 47 ár, eða síðan Rick Barry skoraði 64 stig í leik 1974. Stephen Curry is the first @Warriors player to score 62+ points since Rick Barry (64 points) on March 26, 1974. @EliasSports pic.twitter.com/cwKrqB6plr— NBA History (@NBAHistory) January 4, 2021 Los Angeles Lakers vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Memphis Grizzlies á útivelli, 94-108. LeBron James skoraði 22 stig, tók þrettán fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Lakers sem hefur unnið alla þrjá útileiki sína á tímabilinu. Hitt liðið í Los Angeles, Clippers, vann einnig góðan útisigur á Phoenix Suns, 107-112. Paul George fór mikinn í liði Clippers og skoraði 39 stig. Devin Booker skoraði 25 stig fyrir Phoenix. Clippers, Phoenix og Lakers eru með besta árangurinn í Vesturdeildinni; fimm sigra og tvö töp. Brooklyn Nets tapaði öðrum leiknum í röð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Washington Wizards, 122-123. Bradley Beal hélt uppteknum hætti frá fyrstu leikjum tímabilsins og skoraði 27 stig og tók tíu fráköst í liði Washington. Russell Westbrook skoraði 24 stig og gaf tíu stoðsendingar. Þrjátíu stig frá Kyrie Irving og 28 stig frá Kevin Durant dugðu Brooklyn skammt í leiknum. Úrslitin í nótt Golden State 137-122 Portland Memphis 94-108 LA Lakers Phoenix 107-112 LA Clippers Brooklyn 122-123 Washington Detroit 120-122 Boston Minnesota 109-124 Denver San Antonio 109-130 Utah Chicago 118-108 Dallas NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Curry hitti úr átján af 31 skoti sem hann tók í leiknum, þar af átta af sextán þriggja stiga skotum. Þá skoraði hann átján stig af vítalínunni. Þetta er það mesta sem Curry hefur skorað í leik á ferlinum en gamla metið hans voru 54 stig. EVERY BUCKET from @StephCurry30's career night! Career-high 62 points on 18-31 FGM Career-high 18 free throws made pic.twitter.com/pLtoz3I8SJ— NBA (@NBA) January 4, 2021 All the angles of Steph s WILD TRIPLE for 62! pic.twitter.com/DzU8PWsnpc— NBA (@NBA) January 4, 2021 Curry er jafnframt fyrsti leikmaðurinn síðan Kobe Bryant í desember 2005 til að skora 62 stig á aðeins 36 mínútum eða minna í leik. Þá er Curry fyrsti leikmaður Golden State sem skorar 62 stig eða meira í leik í 47 ár, eða síðan Rick Barry skoraði 64 stig í leik 1974. Stephen Curry is the first @Warriors player to score 62+ points since Rick Barry (64 points) on March 26, 1974. @EliasSports pic.twitter.com/cwKrqB6plr— NBA History (@NBAHistory) January 4, 2021 Los Angeles Lakers vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Memphis Grizzlies á útivelli, 94-108. LeBron James skoraði 22 stig, tók þrettán fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Lakers sem hefur unnið alla þrjá útileiki sína á tímabilinu. Hitt liðið í Los Angeles, Clippers, vann einnig góðan útisigur á Phoenix Suns, 107-112. Paul George fór mikinn í liði Clippers og skoraði 39 stig. Devin Booker skoraði 25 stig fyrir Phoenix. Clippers, Phoenix og Lakers eru með besta árangurinn í Vesturdeildinni; fimm sigra og tvö töp. Brooklyn Nets tapaði öðrum leiknum í röð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Washington Wizards, 122-123. Bradley Beal hélt uppteknum hætti frá fyrstu leikjum tímabilsins og skoraði 27 stig og tók tíu fráköst í liði Washington. Russell Westbrook skoraði 24 stig og gaf tíu stoðsendingar. Þrjátíu stig frá Kyrie Irving og 28 stig frá Kevin Durant dugðu Brooklyn skammt í leiknum. Úrslitin í nótt Golden State 137-122 Portland Memphis 94-108 LA Lakers Phoenix 107-112 LA Clippers Brooklyn 122-123 Washington Detroit 120-122 Boston Minnesota 109-124 Denver San Antonio 109-130 Utah Chicago 118-108 Dallas
Golden State 137-122 Portland Memphis 94-108 LA Lakers Phoenix 107-112 LA Clippers Brooklyn 122-123 Washington Detroit 120-122 Boston Minnesota 109-124 Denver San Antonio 109-130 Utah Chicago 118-108 Dallas
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn