Landlæknir vill hækka verð á gosdrykkjum til mikilla muna Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2021 16:52 Einn af hverjum fimm á grunnskólaaldri drekka súra og sykraða gosdrykki daglega. Verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu segir það meðal annars lið í því að Íslendingar eru feitastir Evrópuþjóða. vísir/vilhelm Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu telur helsta verkfærið í baráttunni gegn aukakílóum geta reynst hækkun verðs á gosdrykkjum. Íslendingar eru feitastir allra Evrópuþjóða. Þetta kom fram í frétt sem Vísir sagði fyrir nokkru; súlurit sem byggir á skýrslu frá 2018 og OECD birti fyrir jól. Þar njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að tróna á toppnum sem þeir þyngstu. Útvarpþátturinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni tók þetta til umfjöllunar og ræddi við Jóhönnu Eyrúnu sem sagði að það væri erfitt að benda á einhvern einn sökudólg. Þarna kæmu saman ýmsir samverkandi þættir svo sem hreyfingarleysi; of mikill skjátími, þaulsetur fyrir framan sjónvarp, tölvu- og símaskjái. Og svo skortur neyslu heilnæmrar fæðu svo sem heilkornavöru, ávaxta og grænmetis. Jóhanna Eyrún telur vert að lækka vörugjöld á slíkum vörum. Jóhanna Eyrún sagði jafnframt að neysla á orkudrykkjum hafi aukist verulega. Og þó margir þeirra væru sykurskertir leiddu rannsóknir það í ljós að gervisykur eykur líkur á löngun í mat. Þannig er ekkert endilega betra að hætta að þamba sykraða gosdrykki og færa sig í sykurskerta drykki. Þá er það svo, samkvæmt verkefnisstjóra hjá Landlæknisembættinu að fáir fylgi ráðleggingum um mataræði svo sem að leggja sér til munns heilkornavörur og baunir sem eru mikilvægar til að sporna gegn þyngdaraukningu. Og þar telur Jóhanna Eyrún verðlagninguna lykilatriði. „Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir miklu máli að það kosti mikið það sem óhollt er. Við höfum mælt með því að hækkuð séu gjöld á alla súra gosdrykki,“ sagði Jóhanna Eyrún. Hún segist ekki vita svarið við því hvers vegna alþingismenn hafi ekki fylgt þeim ráðleggingum. Þáttastjórnendur spurðu hvort inn í það gæti spilað að um viðkvæma umræðu sé að ræða. Jóhanna Eyrún gaf ekkert út á það í sjálfu sér en mikilvægt væri að allir hafi jafnan aðgang að heilsusamlegum lífsstíl, íþróttum og hollum mat. Og það verði þá að vera viðráðanlegt verð á hollum matvælum. Hún sagði að nýleg rannsókn hafi leitt í ljós að einn af hverjum fimm grunnskólanemum drekki gosdrykki að jafnaði einu sinni á dag. „Þar erum við nokkuð há. Það þarf að hækka verðið verulega. Við höfum hækkað verð á tóbaki og áfengi með mjög góðum árangri. Það þyrfti að vera mun hærra verð á gosdrykkjum.“ Heilbrigðismál Heilsa Alþingi Skattar og tollar Gosdrykkir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Íslendingar eru feitastir allra Evrópuþjóða. Þetta kom fram í frétt sem Vísir sagði fyrir nokkru; súlurit sem byggir á skýrslu frá 2018 og OECD birti fyrir jól. Þar njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að tróna á toppnum sem þeir þyngstu. Útvarpþátturinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni tók þetta til umfjöllunar og ræddi við Jóhönnu Eyrúnu sem sagði að það væri erfitt að benda á einhvern einn sökudólg. Þarna kæmu saman ýmsir samverkandi þættir svo sem hreyfingarleysi; of mikill skjátími, þaulsetur fyrir framan sjónvarp, tölvu- og símaskjái. Og svo skortur neyslu heilnæmrar fæðu svo sem heilkornavöru, ávaxta og grænmetis. Jóhanna Eyrún telur vert að lækka vörugjöld á slíkum vörum. Jóhanna Eyrún sagði jafnframt að neysla á orkudrykkjum hafi aukist verulega. Og þó margir þeirra væru sykurskertir leiddu rannsóknir það í ljós að gervisykur eykur líkur á löngun í mat. Þannig er ekkert endilega betra að hætta að þamba sykraða gosdrykki og færa sig í sykurskerta drykki. Þá er það svo, samkvæmt verkefnisstjóra hjá Landlæknisembættinu að fáir fylgi ráðleggingum um mataræði svo sem að leggja sér til munns heilkornavörur og baunir sem eru mikilvægar til að sporna gegn þyngdaraukningu. Og þar telur Jóhanna Eyrún verðlagninguna lykilatriði. „Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir miklu máli að það kosti mikið það sem óhollt er. Við höfum mælt með því að hækkuð séu gjöld á alla súra gosdrykki,“ sagði Jóhanna Eyrún. Hún segist ekki vita svarið við því hvers vegna alþingismenn hafi ekki fylgt þeim ráðleggingum. Þáttastjórnendur spurðu hvort inn í það gæti spilað að um viðkvæma umræðu sé að ræða. Jóhanna Eyrún gaf ekkert út á það í sjálfu sér en mikilvægt væri að allir hafi jafnan aðgang að heilsusamlegum lífsstíl, íþróttum og hollum mat. Og það verði þá að vera viðráðanlegt verð á hollum matvælum. Hún sagði að nýleg rannsókn hafi leitt í ljós að einn af hverjum fimm grunnskólanemum drekki gosdrykki að jafnaði einu sinni á dag. „Þar erum við nokkuð há. Það þarf að hækka verðið verulega. Við höfum hækkað verð á tóbaki og áfengi með mjög góðum árangri. Það þyrfti að vera mun hærra verð á gosdrykkjum.“
Heilbrigðismál Heilsa Alþingi Skattar og tollar Gosdrykkir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira