Nú árið er liðið Sveinn Kristinsson skrifar 6. janúar 2021 11:31 Þegar litið er yfir starf Rauða krossinn sl. ár er margs að minnast. Desembermánuður 2019 var harður og í miklu óveðri varð mannskaði, hross fennti og skemmdir á rafmagnslínum urðu víða um land. Árið 2020 heilsaði með fleiri alvarlegum atburðum. Hópur ferðamanna festist uppi á Langjökli í vondu veðri. Nokkrum dögum síðar féllu tvö snjóflóð á Flateyri þar sem stúlku var bjargað úr flóðinu. Áfallið var gífurlegt, ekki aðeins þar sem hús og höfnin lentu í snjóflóðinu, heldur rifjuðust upp erfiðar minningar frá árinu 1995 þegar mikið manntjón varð. Í janúar varð alvarlegt rútuslys, auk þess sem bíll með ungum drengjum innanborðs fór í Hafnarfjarðarhöfn. Að öllum þessum atburðum komu sjálfboðaliðar Rauða krossins og veittu ómetanlega aðstoð og styrk. Mikil þörf var á sálrænum stuðningi við íbúa og aðstandendur, ekki aðeins fyrir vestan heldur einnig um allt land. Í byrjun febrúar höfðu sjálfboðaliðar Rauða krossins víðs vegar um landið opnað samtals 22 fjöldahjálparstöðvar síðan 9. desember, langoftast vegna veðurofsa. Áður en kórónuveiran lét almennilega á sér kræla var óvissustigi Almannavarna lýst yfir vegna jarðhræringa við Grindavík. Viðbragðsáætlanir voru virkjaðar, hvar þáttur Rauða krossins er afar mikilvægur. Fjöldahjálparstöðvar þarf að opna, ekki síst til þess að skrásetja fólk og staðreyna að rýming hafi tekist. Mikilvægi þessa kom vel í ljós nú undir lok árs þegar aurskriður féllu í Seyðisfirði. Í sumar varð mannskæður bruni við Bræðraborgarstíg í Reykjavík og var það útkall eitt viðamesta sem viðbragðsteymi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt. Mikill sálrænn stuðningur var veittur auk aðstoðar við útvegun gistingar, fatnaðar og fleira. Breytt starfsemi Starfsemi Rauða krossins snertir fólk í tengslum við heimsfaraldur Covid19 á ýmsan hátt. Fulltrúar félagsins störfuðu í samhæfingarstöð Almannavarna og aðgerðarstjórnum víðsvegar um landið, en einnig voru opnuð farsóttarhús á nokkrum stöðum og hafa verið opin í Reykjavík frá því í mars, þó með stuttu hléi í sumar. Þar hafa dvalist um 900 einstaklingar, ýmist í einangrun eða sóttkví ef aðstæður hafa verið þannig. Sjálfboðaliðar og starfsfólk hafa verið þar að störfum, en mikilvægi þess að vera til staðar fyrir fólk í einangrun er ótvírætt. Fylgjast þarf vel með fólki, hvort veikindi versni svo að grípa þurfi inn í, en einnig að veita félagsskap svo sem hægt er, spjalla við fólk og kanna andlega líðan þess. Við höfum lagt okkur fram um að gera dvölina í farsóttarhúsum Rauða krossins eins ánægjulega og hægt er miðað við allar aðstæður. Frú Ragnheiður missti ekki úr vakt á árinu, en þurfti að aðlaga sig að breyttum veruleika, fræða og sinna sóttvörnum. Um höfuðborgarsvæðið var keyrt sex daga vikunnar, en tvisvar í viku á Akureyri. Í sumar hófst svo verkefnið á Suðurnesjum og er ekið þar um tvisvar í viku. Í heimsfaraldri hefur það enn frekar en áður sýnt sig hve mikilvæg tengsl Rauða krossins eru við jaðarsetta hópa. Traust ríkir milli sjálfboðaliða og skjólstæðinga og hagsmunir skjólstæðinganna eru ávallt bornir fyrir brjósti. Traust sem þetta er ekki byggt upp á einum degi, enda fagnaði verkefnið 11 ára afmæli sínu nú á haustdögum. Heyrumst! Sérstök áhersla var á félagsleg verkefni Rauða krossins á liðnu ári. Heimsóknarvinaverkefnið sem staðið hefur lengi aðlagaði sig breyttum aðstæðum og símavinaverkefnið sem hingað til hefur verið minna í sniðum blómstraði. Fjöldi símavina óx frá því að vera um 10 pör í að vera um 250 pör á árinu! Við leggjum metnað í að para fólk sem best saman, þannig að sjálfboðaliði og gestgjafi njóti báðir samtalsins. Þegar félagslegar stoðir bresta skapast hætta á að ólíklegasta fólk einangrist. Lokun sundlauga hafði eflaust áhrif á andlega líðan, enda fastur punktur í tilveru margra, en þar er félagsskapur vís. Hjálparsíminn 1717 hefur sjaldan verið mikilvægari en árið 2020. Metfjöldi samtala varð eða rúmlega 22.500, en þau hafa að jafnaði verið um 15.000 sl. ár. Mörg samtalanna voru erfið og kvíði og áhyggjur áberandi. Á tímabili tók Hjálparsíminn 1717 við yfirfalli af símtölum sem bárust Læknavaktinni í 1700. Í þessu samhengi er áréttað að Rauði krossinn leggur áherslu á mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu á tímum heimsfaraldurs, tala við fólk, hvetja það til að hreyfa sig og borða hollan mat. Veigamikill þáttur í starfsemi Rauða krossins er að vinna með fólki af erlendum uppruna. Mikið reyndi á upplýsingagjöf á ýmsum tungumálum svo fólk vissi hvaða reglur giltu og hvaða stuðningur væri í boði á erfiðum tímum. Sjálfboðaliðar áttu eðli máls samkvæmt í erfiðleikum með að hitta fólk, en þar sem hægt var að koma því við voru samskiptin færð yfir á netið. Við erum alltaf til staðar Viðbragðsteymi Rauða krossins um allt land voru kölluð út af margvíslegu tilefni, vegna sviplegra andláta eða sjálfsvíga, alvarlegra slysa, vinnuslysa, húsbruna, flugatvika og fleiri alvarlegra atburða. Í lok árs urðu svo hamfarir á Seyðisfirði sem ekki sér enn fyrir endann á. Rauði krossinn hefur staðið vaktina með opnun fjöldahjálparstöðva á svæðinu og sálrænum stuðningi. Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum og enn hafa ekki allir getað snúið til síns heima. Rauði krossinn er afar þakklátur Mannvinum Rauða krossins sem gera félaginu kleift með mánaðarlegu framlagi að starfrækja Hjálparsímann 1717, efla neyðarvarnir um allt land og halda uppi kröftugu starfi. Sjálfboðaliðar félagsins hafa staðið vaktina og munu gera það áfram. Það ber að þakka fyrir þann mannauð sem leggur félaginu lið og aðstoðar fólk, oft á erfiðustu stundum þess. Allt starf Rauða krossins snýst um fólk. Þegar samkomutakmarkanir gilda og okkur er ætlað að umgangast fáa verða til margar hindranir í starfsemi félagsins. Við vinnum eftir bestu getu úr þeim aðstæðum og leggjum okkur fram um að veita öfluga mannúðaraðstoð eins og félagið hefur gert í tæp 100 ár hér á landi. Við lítum bjartsýn fram á veginn. Gleðilegt nýtt ár! Höfundur er formaður Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar litið er yfir starf Rauða krossinn sl. ár er margs að minnast. Desembermánuður 2019 var harður og í miklu óveðri varð mannskaði, hross fennti og skemmdir á rafmagnslínum urðu víða um land. Árið 2020 heilsaði með fleiri alvarlegum atburðum. Hópur ferðamanna festist uppi á Langjökli í vondu veðri. Nokkrum dögum síðar féllu tvö snjóflóð á Flateyri þar sem stúlku var bjargað úr flóðinu. Áfallið var gífurlegt, ekki aðeins þar sem hús og höfnin lentu í snjóflóðinu, heldur rifjuðust upp erfiðar minningar frá árinu 1995 þegar mikið manntjón varð. Í janúar varð alvarlegt rútuslys, auk þess sem bíll með ungum drengjum innanborðs fór í Hafnarfjarðarhöfn. Að öllum þessum atburðum komu sjálfboðaliðar Rauða krossins og veittu ómetanlega aðstoð og styrk. Mikil þörf var á sálrænum stuðningi við íbúa og aðstandendur, ekki aðeins fyrir vestan heldur einnig um allt land. Í byrjun febrúar höfðu sjálfboðaliðar Rauða krossins víðs vegar um landið opnað samtals 22 fjöldahjálparstöðvar síðan 9. desember, langoftast vegna veðurofsa. Áður en kórónuveiran lét almennilega á sér kræla var óvissustigi Almannavarna lýst yfir vegna jarðhræringa við Grindavík. Viðbragðsáætlanir voru virkjaðar, hvar þáttur Rauða krossins er afar mikilvægur. Fjöldahjálparstöðvar þarf að opna, ekki síst til þess að skrásetja fólk og staðreyna að rýming hafi tekist. Mikilvægi þessa kom vel í ljós nú undir lok árs þegar aurskriður féllu í Seyðisfirði. Í sumar varð mannskæður bruni við Bræðraborgarstíg í Reykjavík og var það útkall eitt viðamesta sem viðbragðsteymi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt. Mikill sálrænn stuðningur var veittur auk aðstoðar við útvegun gistingar, fatnaðar og fleira. Breytt starfsemi Starfsemi Rauða krossins snertir fólk í tengslum við heimsfaraldur Covid19 á ýmsan hátt. Fulltrúar félagsins störfuðu í samhæfingarstöð Almannavarna og aðgerðarstjórnum víðsvegar um landið, en einnig voru opnuð farsóttarhús á nokkrum stöðum og hafa verið opin í Reykjavík frá því í mars, þó með stuttu hléi í sumar. Þar hafa dvalist um 900 einstaklingar, ýmist í einangrun eða sóttkví ef aðstæður hafa verið þannig. Sjálfboðaliðar og starfsfólk hafa verið þar að störfum, en mikilvægi þess að vera til staðar fyrir fólk í einangrun er ótvírætt. Fylgjast þarf vel með fólki, hvort veikindi versni svo að grípa þurfi inn í, en einnig að veita félagsskap svo sem hægt er, spjalla við fólk og kanna andlega líðan þess. Við höfum lagt okkur fram um að gera dvölina í farsóttarhúsum Rauða krossins eins ánægjulega og hægt er miðað við allar aðstæður. Frú Ragnheiður missti ekki úr vakt á árinu, en þurfti að aðlaga sig að breyttum veruleika, fræða og sinna sóttvörnum. Um höfuðborgarsvæðið var keyrt sex daga vikunnar, en tvisvar í viku á Akureyri. Í sumar hófst svo verkefnið á Suðurnesjum og er ekið þar um tvisvar í viku. Í heimsfaraldri hefur það enn frekar en áður sýnt sig hve mikilvæg tengsl Rauða krossins eru við jaðarsetta hópa. Traust ríkir milli sjálfboðaliða og skjólstæðinga og hagsmunir skjólstæðinganna eru ávallt bornir fyrir brjósti. Traust sem þetta er ekki byggt upp á einum degi, enda fagnaði verkefnið 11 ára afmæli sínu nú á haustdögum. Heyrumst! Sérstök áhersla var á félagsleg verkefni Rauða krossins á liðnu ári. Heimsóknarvinaverkefnið sem staðið hefur lengi aðlagaði sig breyttum aðstæðum og símavinaverkefnið sem hingað til hefur verið minna í sniðum blómstraði. Fjöldi símavina óx frá því að vera um 10 pör í að vera um 250 pör á árinu! Við leggjum metnað í að para fólk sem best saman, þannig að sjálfboðaliði og gestgjafi njóti báðir samtalsins. Þegar félagslegar stoðir bresta skapast hætta á að ólíklegasta fólk einangrist. Lokun sundlauga hafði eflaust áhrif á andlega líðan, enda fastur punktur í tilveru margra, en þar er félagsskapur vís. Hjálparsíminn 1717 hefur sjaldan verið mikilvægari en árið 2020. Metfjöldi samtala varð eða rúmlega 22.500, en þau hafa að jafnaði verið um 15.000 sl. ár. Mörg samtalanna voru erfið og kvíði og áhyggjur áberandi. Á tímabili tók Hjálparsíminn 1717 við yfirfalli af símtölum sem bárust Læknavaktinni í 1700. Í þessu samhengi er áréttað að Rauði krossinn leggur áherslu á mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu á tímum heimsfaraldurs, tala við fólk, hvetja það til að hreyfa sig og borða hollan mat. Veigamikill þáttur í starfsemi Rauða krossins er að vinna með fólki af erlendum uppruna. Mikið reyndi á upplýsingagjöf á ýmsum tungumálum svo fólk vissi hvaða reglur giltu og hvaða stuðningur væri í boði á erfiðum tímum. Sjálfboðaliðar áttu eðli máls samkvæmt í erfiðleikum með að hitta fólk, en þar sem hægt var að koma því við voru samskiptin færð yfir á netið. Við erum alltaf til staðar Viðbragðsteymi Rauða krossins um allt land voru kölluð út af margvíslegu tilefni, vegna sviplegra andláta eða sjálfsvíga, alvarlegra slysa, vinnuslysa, húsbruna, flugatvika og fleiri alvarlegra atburða. Í lok árs urðu svo hamfarir á Seyðisfirði sem ekki sér enn fyrir endann á. Rauði krossinn hefur staðið vaktina með opnun fjöldahjálparstöðva á svæðinu og sálrænum stuðningi. Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum og enn hafa ekki allir getað snúið til síns heima. Rauði krossinn er afar þakklátur Mannvinum Rauða krossins sem gera félaginu kleift með mánaðarlegu framlagi að starfrækja Hjálparsímann 1717, efla neyðarvarnir um allt land og halda uppi kröftugu starfi. Sjálfboðaliðar félagsins hafa staðið vaktina og munu gera það áfram. Það ber að þakka fyrir þann mannauð sem leggur félaginu lið og aðstoðar fólk, oft á erfiðustu stundum þess. Allt starf Rauða krossins snýst um fólk. Þegar samkomutakmarkanir gilda og okkur er ætlað að umgangast fáa verða til margar hindranir í starfsemi félagsins. Við vinnum eftir bestu getu úr þeim aðstæðum og leggjum okkur fram um að veita öfluga mannúðaraðstoð eins og félagið hefur gert í tæp 100 ár hér á landi. Við lítum bjartsýn fram á veginn. Gleðilegt nýtt ár! Höfundur er formaður Rauða krossins á Íslandi.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun