Bestu miðherjarnir mætast í Fíladelfíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2021 10:30 Joel Embiid og Nikola Jokic leiða saman hesta sína í kvöld. getty/Mitchell Leff Það er engum ofsögum sagt að Nikola Jokic og Joel Embiid séu tveir af bestu miðherjum NBA, og kannski þeir tveir bestu, sérstaklega ef Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er flokkaður sem kraftframherji frekar en miðherji. Burtséð frá því eigast þeir Jokic og Embiid við þegar Philadelphia 76ers tekur á móti Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Þótt Denver hafi ekki farið vel af stað á tímabilinu hefur Jokic leikið vel og slegið upp frábærri tölfræði. Serbinn er með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í vetur; 25,9 stig, 11,6 fráköst og 10,9 stoðsendingar. Hann er ellefti stigahæsti leikmaður NBA, sjötti frákastahæsti og þriðji stoðsendingahæsti. Þá er Jokic með 30,1 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það mesta í NBA. Tölfræðin sem Embiid hefur boðið upp á í vetur er heldur ekkert slor. Hann er með 24,6 stig, 11,8 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 1,8 varin skot að meðaltali í leik. Þá er Embiid einn besti varnarmaðurinn í NBA. Skotnýting þeirra Jokic og Embiids er einnig til mikillar fyrirmyndar. Embiid er með 52,5 skotnýtingu, 45,8 prósent þriggja stiga nýtingu og 83,3 prósent vítanýtingu. Á meðan er Jokic með 57,6 prósent skotnýtingu, 44,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 78,2 prósent vítanýtingu. Á meðan Denver, sem komst alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili, hefur gengið brösuglega það sem af er vetri virðist allt vera í lukkunnar vel standi hjá Philadelphia á fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Doc Rivers. Hundrað prósent á heimavelli Philadelphia er á toppnum í Austurdeildinni og með bestan árangur allra liða í NBA; sjö sigra og aðeins tvö töp. Philadelphia hefur unnið alla fimm heimaleiki sína á tímabilinu. Liðið var einnig með frábæran árangur á heimavelli á síðasta tímabili; 31 sigur og aðeins fjögur töp. Philadelphia verður án skyttunnar öflugu, Seth Curry, sem er með kórónuveiruna. Þá er Michael Porter yngri, þriðja hjólið undir Denver-vagninum, meiddur og verður ekki með í kvöld. Leikur Philadelphia 76ers og Denver Nuggets hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
Burtséð frá því eigast þeir Jokic og Embiid við þegar Philadelphia 76ers tekur á móti Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Þótt Denver hafi ekki farið vel af stað á tímabilinu hefur Jokic leikið vel og slegið upp frábærri tölfræði. Serbinn er með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í vetur; 25,9 stig, 11,6 fráköst og 10,9 stoðsendingar. Hann er ellefti stigahæsti leikmaður NBA, sjötti frákastahæsti og þriðji stoðsendingahæsti. Þá er Jokic með 30,1 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það mesta í NBA. Tölfræðin sem Embiid hefur boðið upp á í vetur er heldur ekkert slor. Hann er með 24,6 stig, 11,8 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 1,8 varin skot að meðaltali í leik. Þá er Embiid einn besti varnarmaðurinn í NBA. Skotnýting þeirra Jokic og Embiids er einnig til mikillar fyrirmyndar. Embiid er með 52,5 skotnýtingu, 45,8 prósent þriggja stiga nýtingu og 83,3 prósent vítanýtingu. Á meðan er Jokic með 57,6 prósent skotnýtingu, 44,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 78,2 prósent vítanýtingu. Á meðan Denver, sem komst alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili, hefur gengið brösuglega það sem af er vetri virðist allt vera í lukkunnar vel standi hjá Philadelphia á fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Doc Rivers. Hundrað prósent á heimavelli Philadelphia er á toppnum í Austurdeildinni og með bestan árangur allra liða í NBA; sjö sigra og aðeins tvö töp. Philadelphia hefur unnið alla fimm heimaleiki sína á tímabilinu. Liðið var einnig með frábæran árangur á heimavelli á síðasta tímabili; 31 sigur og aðeins fjögur töp. Philadelphia verður án skyttunnar öflugu, Seth Curry, sem er með kórónuveiruna. Þá er Michael Porter yngri, þriðja hjólið undir Denver-vagninum, meiddur og verður ekki með í kvöld. Leikur Philadelphia 76ers og Denver Nuggets hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira