Formaðurinn vill sjá frekari sameiningu sveitarfélaga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. janúar 2021 12:20 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem vill sjá að sveitarfélög á Íslandi sameinist enn frekar en verið hefur Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir nauðsynlegt að sveitarfélög á Íslandi sameinist enn frekar og mögulega verði kosið um sameiningu einhverja sveitarfélaga á árinu. Aldís vill líka sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag. Í dag eru 69 sveitarfélög í landinu en frá 1950 hefur sveitarfélögum fækkað um 160 en 1950 voru þau 229. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Hveragerði er sameiningarsinni og vill sjá enn frekari sameiningar. „Já, það er bara ekki undan því komið, ég held að það geri sér allir grein fyrir því. Aðferðin, sem er notuð við það er eitthvað sem við getum rætt og við eigum auðvitað að ræða en ég held að allir geri sér grein fyrir því að sveitarstjórnarstigið með 69 sveitarfélög og þau minnstu með undir fimmtíu íbúa, nokkuð mörg meira að segja, það getur ekki gengið,“ segir Aldís. En þetta er greinilega viðkvæmt mál? „Já, þetta er mjög viðkvæmt og ég hef fullan skilning á því og ég skil það bara vel að fólk berjist fyrir tilvist síns sveitarfélags. Hjá sambandinu höfum við farið í tvær atkvæðagreiðslur og sveitarstjórnarmenn hafa samþykkt í tvígang að standa að tillögum um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem að hluta til felst þá í því að þau verði stærri og geti betur tekist á við þau verkefni, sem okkur eru falin.“ Hvergerðingar hafa haft áhuga á að kanna sameiningu við Sveitarfélagið Ölfuss en það hefur ekki gengið. „Bæjarstjórnin hér í Hveragerði, allar bæjarfulltrúar samþykkti samhljóða á síðasta ári að hefja viðræður við Ölfusinga en þeir hafa ekki viljað dansa við okkur í þessu, þannig er staðan,“ segir Aldís. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkt að fara í sameiningaviðræður við Sveitarfélagið Ölfuss en ekki var áhugi á því á meðal Ölfusinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segist vilja sjá sameiningu allra sveitarfélaga í Árnessýslu í Árnessþing en hún er ekki viss um að það gerist strax. „Já, mín skoðun er sú að það þurfi fleiri smærri skref að stíga fyrst áður en það verður raunin.“ Hveragerði Sveitarstjórnarmál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Í dag eru 69 sveitarfélög í landinu en frá 1950 hefur sveitarfélögum fækkað um 160 en 1950 voru þau 229. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Hveragerði er sameiningarsinni og vill sjá enn frekari sameiningar. „Já, það er bara ekki undan því komið, ég held að það geri sér allir grein fyrir því. Aðferðin, sem er notuð við það er eitthvað sem við getum rætt og við eigum auðvitað að ræða en ég held að allir geri sér grein fyrir því að sveitarstjórnarstigið með 69 sveitarfélög og þau minnstu með undir fimmtíu íbúa, nokkuð mörg meira að segja, það getur ekki gengið,“ segir Aldís. En þetta er greinilega viðkvæmt mál? „Já, þetta er mjög viðkvæmt og ég hef fullan skilning á því og ég skil það bara vel að fólk berjist fyrir tilvist síns sveitarfélags. Hjá sambandinu höfum við farið í tvær atkvæðagreiðslur og sveitarstjórnarmenn hafa samþykkt í tvígang að standa að tillögum um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem að hluta til felst þá í því að þau verði stærri og geti betur tekist á við þau verkefni, sem okkur eru falin.“ Hvergerðingar hafa haft áhuga á að kanna sameiningu við Sveitarfélagið Ölfuss en það hefur ekki gengið. „Bæjarstjórnin hér í Hveragerði, allar bæjarfulltrúar samþykkti samhljóða á síðasta ári að hefja viðræður við Ölfusinga en þeir hafa ekki viljað dansa við okkur í þessu, þannig er staðan,“ segir Aldís. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkt að fara í sameiningaviðræður við Sveitarfélagið Ölfuss en ekki var áhugi á því á meðal Ölfusinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segist vilja sjá sameiningu allra sveitarfélaga í Árnessýslu í Árnessþing en hún er ekki viss um að það gerist strax. „Já, mín skoðun er sú að það þurfi fleiri smærri skref að stíga fyrst áður en það verður raunin.“
Hveragerði Sveitarstjórnarmál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira