Von á 1.200 skömmtum frá Moderna á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2021 11:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástandið alvarlegt víða erlendis og hvetur landsmenn frá því að ferðast út fyrir landsteinana. Vísir/Vilhelm Von er á 1.200 skömmtum af bóluefninu frá Moderna á morgun, sem verður notað til að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínuhópum. Í kjölfarið munu berast 1.200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði að til viðbótar þessu væri von á 3.000 skömmtum af bóluefninu frá Pfizer í næstu viku og 2.000 skömmtum eftir tvær vikur. Þessir skammtar yrðu notaðir til að bólusetja eldri einstaklinga. Vonir stæðu til að bóluefni AstraZeneca yrði samþykkt í lok mánaðarins og bóluefnið frá Janssen í kjölfarið. Í framhaldinu fengjum við upplýsingar um afhendingaráætlun. Ástandið úr rauðu í appelsínugult Greint var frá því í upphafi fundar að litakóðakerfið vegna faraldursins hefði verið fært úr rauðu í appelsínugult. Þórólfur sagði fáa vera að greinast innanlands en töluvert fleiri á landamærunum. Enginn liggur á Landspítalanum með virkt smit en tuttugu með óvirkt smit. Þá liggur enginn á gjörgæsludeild vegna Covid-19. Alls eru 350 manns í sóttkví á landinu og 140 í einangrun. Þórólfur sagði ánægjulegt að sjá hversu innanlandssmitin væru fá og sérstaklega hversu fá væru utan sóttkvíar. Hann sagði fjölgunina á landamærunum hins vegar áhyggjuefni en hún endurspeglaði ástandið erlendis. Hvetur landsmenn til að forðast óþarfa ferðalög Sóttvarnalæknir fór stuttlega yfir þær tilslakanir sem hann lagði til að tækju gildi 13. janúar næstkomandi en sagðist ekki vera með þessu að hvetja til ónauðsynlegra hópamyndana. Hann hvatti fólk til að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir og forðast hópamyndanir sem mest. Þórólfur ræddi einnig um tillögur sínar um hertar aðgerðir á landamærunum en hann hefur lagt til að fólk verði skikkað í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Að öðrum kosti að fólk sé sett í 14 daga sóttkví í sóttvarnahúsi. Hann hvetur landsmenn einnig til að forðast óþarfa utanlandsferðir, þar sem ástandið sé víða alvarlegt og hætta á að fólk veikist erlendis og/eða beri smit með sér heim. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert bendir til aukins fjölda dauðsfalla í kjölfar bólusetninga Ráðist var í þrenns konar athuganir í kjölfar andláta sem urðu eftir bólusetningar gegn Covid-19. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. 11. janúar 2021 11:19 Þrír greindust innanlands og sautján á landamærum Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 11. janúar 2021 10:51 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði að til viðbótar þessu væri von á 3.000 skömmtum af bóluefninu frá Pfizer í næstu viku og 2.000 skömmtum eftir tvær vikur. Þessir skammtar yrðu notaðir til að bólusetja eldri einstaklinga. Vonir stæðu til að bóluefni AstraZeneca yrði samþykkt í lok mánaðarins og bóluefnið frá Janssen í kjölfarið. Í framhaldinu fengjum við upplýsingar um afhendingaráætlun. Ástandið úr rauðu í appelsínugult Greint var frá því í upphafi fundar að litakóðakerfið vegna faraldursins hefði verið fært úr rauðu í appelsínugult. Þórólfur sagði fáa vera að greinast innanlands en töluvert fleiri á landamærunum. Enginn liggur á Landspítalanum með virkt smit en tuttugu með óvirkt smit. Þá liggur enginn á gjörgæsludeild vegna Covid-19. Alls eru 350 manns í sóttkví á landinu og 140 í einangrun. Þórólfur sagði ánægjulegt að sjá hversu innanlandssmitin væru fá og sérstaklega hversu fá væru utan sóttkvíar. Hann sagði fjölgunina á landamærunum hins vegar áhyggjuefni en hún endurspeglaði ástandið erlendis. Hvetur landsmenn til að forðast óþarfa ferðalög Sóttvarnalæknir fór stuttlega yfir þær tilslakanir sem hann lagði til að tækju gildi 13. janúar næstkomandi en sagðist ekki vera með þessu að hvetja til ónauðsynlegra hópamyndana. Hann hvatti fólk til að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir og forðast hópamyndanir sem mest. Þórólfur ræddi einnig um tillögur sínar um hertar aðgerðir á landamærunum en hann hefur lagt til að fólk verði skikkað í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Að öðrum kosti að fólk sé sett í 14 daga sóttkví í sóttvarnahúsi. Hann hvetur landsmenn einnig til að forðast óþarfa utanlandsferðir, þar sem ástandið sé víða alvarlegt og hætta á að fólk veikist erlendis og/eða beri smit með sér heim.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert bendir til aukins fjölda dauðsfalla í kjölfar bólusetninga Ráðist var í þrenns konar athuganir í kjölfar andláta sem urðu eftir bólusetningar gegn Covid-19. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. 11. janúar 2021 11:19 Þrír greindust innanlands og sautján á landamærum Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 11. janúar 2021 10:51 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Ekkert bendir til aukins fjölda dauðsfalla í kjölfar bólusetninga Ráðist var í þrenns konar athuganir í kjölfar andláta sem urðu eftir bólusetningar gegn Covid-19. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. 11. janúar 2021 11:19
Þrír greindust innanlands og sautján á landamærum Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 11. janúar 2021 10:51
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent