„Það mun enginn vorkenna okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 07:30 Dwight Howard argur í leiknum við Atlanta Hawks í nótt. Getty/Todd Kirkland Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. Eftir góða byrjun á tímabilinu tapaði Philadelphia þriðja leik sínum í röð gegn Atlanta í nótt, 112-94. Liðið var aðeins með sjö nothæfa leikmenn í tapinu gegn Denver Nuggets um helgina en fékk Mike Scott og Joel Embiid aftur í sinn hóp gegn Atlanta. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. En auk Curry eru fjórir leikmenn liðsins í sóttkví. „Það mun enginn vorkenna okkar,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. „Við verðum bara að reyna að vinna þessa leiki. Við erum í erfiðum málum vegna COVID en ég hef lúmskan grun um að mörg lið eigi eftir að lenda í þessum vandræðum. Upplýstu ekki um meiðsli Hvert lið þarf að hafa átta leikmenn til taks til að mega spila, samkvæmt kórónuveirureglum deildarinnar. Philadelphia svindlaði á þeim reglum með því að hafa Ben Simmons, sem er meiddur í hné, á bekknum gegn Denver. Hann missti einnig af leiknum í nótt. Philadelphia hefur nú verið sektað fyrir að upplýsa ekki um meiðsli Simmons í samræmi við reglur um að meiðslastaða leikmanna í deildinni sé uppi á borðum Trae Young var stigahæstur Atlanta með 26 stig en hann skoraði meðal annars fyrstu þrjár körfur liðsins í öflugri byrjun á þriðja leikhluta, þegar Atlanta svo til gerði út um leikinn. Þrenna hjá Siakam en tap á síðustu stundu Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á NBA-deildina en leik New Orleans Pelicans og Dallas Mavericks sem fara átti fram liðna nótt var frestað. Sömuleiðis var leik Boston Celtics og Chicago Bulls, sem átti að vera í kvöld, frestað. CJ McCollum tryggði Portland Trail Blazers eins stigs sigur á Toronto Raptors, 112-111, með körfu þegar 9,6 sekúndur voru eftir. Hann skoraði 30 stig í leiknum og Damian Lillard 23. Toronto komst 17 stigum yfir en glutraði niður forskotinu, þrátt fyrir að Pascal Siakam skoraði sína fyrstu þrennu en hann var með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. CJ is cold-blooded! #Crunchtime pic.twitter.com/Wqq1Xboik7— NBA TV (@NBATV) January 12, 2021 Úrslitin í nótt: Charlotte 109 – 88 New York Cleveland 91 – 101 Memphis Orlando 99 – 121 Milwaukee Washington 128 – 107 Phoenix Atlanta 112 – 94 Philadelphia Portland 112 – 111 Toronto Sacramento 127 – 122 Indiana Dallas – New Orleans, frestað NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
Eftir góða byrjun á tímabilinu tapaði Philadelphia þriðja leik sínum í röð gegn Atlanta í nótt, 112-94. Liðið var aðeins með sjö nothæfa leikmenn í tapinu gegn Denver Nuggets um helgina en fékk Mike Scott og Joel Embiid aftur í sinn hóp gegn Atlanta. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. En auk Curry eru fjórir leikmenn liðsins í sóttkví. „Það mun enginn vorkenna okkar,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. „Við verðum bara að reyna að vinna þessa leiki. Við erum í erfiðum málum vegna COVID en ég hef lúmskan grun um að mörg lið eigi eftir að lenda í þessum vandræðum. Upplýstu ekki um meiðsli Hvert lið þarf að hafa átta leikmenn til taks til að mega spila, samkvæmt kórónuveirureglum deildarinnar. Philadelphia svindlaði á þeim reglum með því að hafa Ben Simmons, sem er meiddur í hné, á bekknum gegn Denver. Hann missti einnig af leiknum í nótt. Philadelphia hefur nú verið sektað fyrir að upplýsa ekki um meiðsli Simmons í samræmi við reglur um að meiðslastaða leikmanna í deildinni sé uppi á borðum Trae Young var stigahæstur Atlanta með 26 stig en hann skoraði meðal annars fyrstu þrjár körfur liðsins í öflugri byrjun á þriðja leikhluta, þegar Atlanta svo til gerði út um leikinn. Þrenna hjá Siakam en tap á síðustu stundu Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á NBA-deildina en leik New Orleans Pelicans og Dallas Mavericks sem fara átti fram liðna nótt var frestað. Sömuleiðis var leik Boston Celtics og Chicago Bulls, sem átti að vera í kvöld, frestað. CJ McCollum tryggði Portland Trail Blazers eins stigs sigur á Toronto Raptors, 112-111, með körfu þegar 9,6 sekúndur voru eftir. Hann skoraði 30 stig í leiknum og Damian Lillard 23. Toronto komst 17 stigum yfir en glutraði niður forskotinu, þrátt fyrir að Pascal Siakam skoraði sína fyrstu þrennu en hann var með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. CJ is cold-blooded! #Crunchtime pic.twitter.com/Wqq1Xboik7— NBA TV (@NBATV) January 12, 2021 Úrslitin í nótt: Charlotte 109 – 88 New York Cleveland 91 – 101 Memphis Orlando 99 – 121 Milwaukee Washington 128 – 107 Phoenix Atlanta 112 – 94 Philadelphia Portland 112 – 111 Toronto Sacramento 127 – 122 Indiana Dallas – New Orleans, frestað NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Charlotte 109 – 88 New York Cleveland 91 – 101 Memphis Orlando 99 – 121 Milwaukee Washington 128 – 107 Phoenix Atlanta 112 – 94 Philadelphia Portland 112 – 111 Toronto Sacramento 127 – 122 Indiana Dallas – New Orleans, frestað
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira