„Það mun enginn vorkenna okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 07:30 Dwight Howard argur í leiknum við Atlanta Hawks í nótt. Getty/Todd Kirkland Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. Eftir góða byrjun á tímabilinu tapaði Philadelphia þriðja leik sínum í röð gegn Atlanta í nótt, 112-94. Liðið var aðeins með sjö nothæfa leikmenn í tapinu gegn Denver Nuggets um helgina en fékk Mike Scott og Joel Embiid aftur í sinn hóp gegn Atlanta. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. En auk Curry eru fjórir leikmenn liðsins í sóttkví. „Það mun enginn vorkenna okkar,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. „Við verðum bara að reyna að vinna þessa leiki. Við erum í erfiðum málum vegna COVID en ég hef lúmskan grun um að mörg lið eigi eftir að lenda í þessum vandræðum. Upplýstu ekki um meiðsli Hvert lið þarf að hafa átta leikmenn til taks til að mega spila, samkvæmt kórónuveirureglum deildarinnar. Philadelphia svindlaði á þeim reglum með því að hafa Ben Simmons, sem er meiddur í hné, á bekknum gegn Denver. Hann missti einnig af leiknum í nótt. Philadelphia hefur nú verið sektað fyrir að upplýsa ekki um meiðsli Simmons í samræmi við reglur um að meiðslastaða leikmanna í deildinni sé uppi á borðum Trae Young var stigahæstur Atlanta með 26 stig en hann skoraði meðal annars fyrstu þrjár körfur liðsins í öflugri byrjun á þriðja leikhluta, þegar Atlanta svo til gerði út um leikinn. Þrenna hjá Siakam en tap á síðustu stundu Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á NBA-deildina en leik New Orleans Pelicans og Dallas Mavericks sem fara átti fram liðna nótt var frestað. Sömuleiðis var leik Boston Celtics og Chicago Bulls, sem átti að vera í kvöld, frestað. CJ McCollum tryggði Portland Trail Blazers eins stigs sigur á Toronto Raptors, 112-111, með körfu þegar 9,6 sekúndur voru eftir. Hann skoraði 30 stig í leiknum og Damian Lillard 23. Toronto komst 17 stigum yfir en glutraði niður forskotinu, þrátt fyrir að Pascal Siakam skoraði sína fyrstu þrennu en hann var með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. CJ is cold-blooded! #Crunchtime pic.twitter.com/Wqq1Xboik7— NBA TV (@NBATV) January 12, 2021 Úrslitin í nótt: Charlotte 109 – 88 New York Cleveland 91 – 101 Memphis Orlando 99 – 121 Milwaukee Washington 128 – 107 Phoenix Atlanta 112 – 94 Philadelphia Portland 112 – 111 Toronto Sacramento 127 – 122 Indiana Dallas – New Orleans, frestað NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Eftir góða byrjun á tímabilinu tapaði Philadelphia þriðja leik sínum í röð gegn Atlanta í nótt, 112-94. Liðið var aðeins með sjö nothæfa leikmenn í tapinu gegn Denver Nuggets um helgina en fékk Mike Scott og Joel Embiid aftur í sinn hóp gegn Atlanta. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. En auk Curry eru fjórir leikmenn liðsins í sóttkví. „Það mun enginn vorkenna okkar,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. „Við verðum bara að reyna að vinna þessa leiki. Við erum í erfiðum málum vegna COVID en ég hef lúmskan grun um að mörg lið eigi eftir að lenda í þessum vandræðum. Upplýstu ekki um meiðsli Hvert lið þarf að hafa átta leikmenn til taks til að mega spila, samkvæmt kórónuveirureglum deildarinnar. Philadelphia svindlaði á þeim reglum með því að hafa Ben Simmons, sem er meiddur í hné, á bekknum gegn Denver. Hann missti einnig af leiknum í nótt. Philadelphia hefur nú verið sektað fyrir að upplýsa ekki um meiðsli Simmons í samræmi við reglur um að meiðslastaða leikmanna í deildinni sé uppi á borðum Trae Young var stigahæstur Atlanta með 26 stig en hann skoraði meðal annars fyrstu þrjár körfur liðsins í öflugri byrjun á þriðja leikhluta, þegar Atlanta svo til gerði út um leikinn. Þrenna hjá Siakam en tap á síðustu stundu Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á NBA-deildina en leik New Orleans Pelicans og Dallas Mavericks sem fara átti fram liðna nótt var frestað. Sömuleiðis var leik Boston Celtics og Chicago Bulls, sem átti að vera í kvöld, frestað. CJ McCollum tryggði Portland Trail Blazers eins stigs sigur á Toronto Raptors, 112-111, með körfu þegar 9,6 sekúndur voru eftir. Hann skoraði 30 stig í leiknum og Damian Lillard 23. Toronto komst 17 stigum yfir en glutraði niður forskotinu, þrátt fyrir að Pascal Siakam skoraði sína fyrstu þrennu en hann var með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. CJ is cold-blooded! #Crunchtime pic.twitter.com/Wqq1Xboik7— NBA TV (@NBATV) January 12, 2021 Úrslitin í nótt: Charlotte 109 – 88 New York Cleveland 91 – 101 Memphis Orlando 99 – 121 Milwaukee Washington 128 – 107 Phoenix Atlanta 112 – 94 Philadelphia Portland 112 – 111 Toronto Sacramento 127 – 122 Indiana Dallas – New Orleans, frestað NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Charlotte 109 – 88 New York Cleveland 91 – 101 Memphis Orlando 99 – 121 Milwaukee Washington 128 – 107 Phoenix Atlanta 112 – 94 Philadelphia Portland 112 – 111 Toronto Sacramento 127 – 122 Indiana Dallas – New Orleans, frestað
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum