Burstaði pabba sinn í sögulegum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2021 09:30 Feðginin Dave og Maureen Magarity fylgdu sóttvarnarreglum fyrir leik. Twitter/@HCrossWBB Maureen Magarity fór heldur betur illa með föður sinn í fyrsta uppgjöri þjálfarafeðgina í sögu fyrstu deildar bandaríska háskólakörfuboltans. Maureen Magarity stýrði liði Holy Cross til 80-46 stórsigurs á liði Army um helgina. Leikurinn og úrslitin væru kannski ekki mikið fréttaefni ef að sagan hefði ekki verið skrifuð í umræddum leik. Þetta er í fyrsta sinn í sögu efstu deildar háskólakörfuboltans þar sem faðir og dóttir þjálfa á móti hvoru öðru. Extra special weekend for @CoachMagarityHC and @HCrossWBB as Crusaders beat Army twice and Maureen Magarity earns family bragging rights. @GoHolyCross @PatriotLeague @WACBAHoops @tgsports https://t.co/VY2lx4xaZg— Jennifer Toland (@JenTandG) January 11, 2021 Dave Magarity átti þó fá svör við liði dóttur sinnar en hann fær tækifæri til að hefna strax um næstu helgi þegar liðin mætast aftur. Það fylgir þó sögunni að aðrir fjölskyldumeðlimir fengu ekki að mæta á þennan sögulega leik vegna strangra sóttvarnarreglna. Maureen Magarity hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarþjálfari hjá föður sínum og unnu þau þar saman fjögur tímabil. Army West Point head coach David Magarity and Holy Cross coach Maureen Magarity make history as the first father-daughter coaching match during a Division I basketball game; Maureen won the first round out of a four-game match up. @janai has the details. https://t.co/T7BBOLyS3M pic.twitter.com/ShRXn2tB2H— Good Morning America (@GMA) January 10, 2021 Dave Magarity heldur upp á 71 árs afmælið sitt og hafði lengstum þjálfað strákalið. Hann tók hins vegar við Army kvennaliðinu árið 2006 þegar þjálfari þess, Maggie Dixon, lést skyndilega. Dixon hafði áður boðið dóttur hans aðstoðarþjálfarastöðu hjá liðinu en Maureen var þá bara 25 ára gömul. Þau unnu því saman í nokkur ár áður en hún fékk sitt fyrsta aðalþjálfarastarf. Leiðir liða þeirra lágu svo saman í fyrsta sinn um helgina. Maureen Magarity er 39 ára gömul og er á sínu fyrsta ári með lið Holy Cross. Hún hafði áður þjálfað hjá New Hampshire skólanum í tíu ár. Army coach Dave Magarity faces Holy Cross coach Maureen Magarity this weekend in what is believed to be the first father-daughter coaching clash in D-I college basketball. We call it the ultimate #GirlDad moment. https://t.co/d9SeqxIjvZ— ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) January 8, 2021 Körfubolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Sjá meira
Maureen Magarity stýrði liði Holy Cross til 80-46 stórsigurs á liði Army um helgina. Leikurinn og úrslitin væru kannski ekki mikið fréttaefni ef að sagan hefði ekki verið skrifuð í umræddum leik. Þetta er í fyrsta sinn í sögu efstu deildar háskólakörfuboltans þar sem faðir og dóttir þjálfa á móti hvoru öðru. Extra special weekend for @CoachMagarityHC and @HCrossWBB as Crusaders beat Army twice and Maureen Magarity earns family bragging rights. @GoHolyCross @PatriotLeague @WACBAHoops @tgsports https://t.co/VY2lx4xaZg— Jennifer Toland (@JenTandG) January 11, 2021 Dave Magarity átti þó fá svör við liði dóttur sinnar en hann fær tækifæri til að hefna strax um næstu helgi þegar liðin mætast aftur. Það fylgir þó sögunni að aðrir fjölskyldumeðlimir fengu ekki að mæta á þennan sögulega leik vegna strangra sóttvarnarreglna. Maureen Magarity hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarþjálfari hjá föður sínum og unnu þau þar saman fjögur tímabil. Army West Point head coach David Magarity and Holy Cross coach Maureen Magarity make history as the first father-daughter coaching match during a Division I basketball game; Maureen won the first round out of a four-game match up. @janai has the details. https://t.co/T7BBOLyS3M pic.twitter.com/ShRXn2tB2H— Good Morning America (@GMA) January 10, 2021 Dave Magarity heldur upp á 71 árs afmælið sitt og hafði lengstum þjálfað strákalið. Hann tók hins vegar við Army kvennaliðinu árið 2006 þegar þjálfari þess, Maggie Dixon, lést skyndilega. Dixon hafði áður boðið dóttur hans aðstoðarþjálfarastöðu hjá liðinu en Maureen var þá bara 25 ára gömul. Þau unnu því saman í nokkur ár áður en hún fékk sitt fyrsta aðalþjálfarastarf. Leiðir liða þeirra lágu svo saman í fyrsta sinn um helgina. Maureen Magarity er 39 ára gömul og er á sínu fyrsta ári með lið Holy Cross. Hún hafði áður þjálfað hjá New Hampshire skólanum í tíu ár. Army coach Dave Magarity faces Holy Cross coach Maureen Magarity this weekend in what is believed to be the first father-daughter coaching clash in D-I college basketball. We call it the ultimate #GirlDad moment. https://t.co/d9SeqxIjvZ— ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) January 8, 2021
Körfubolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Sjá meira