Grindvíkingar missa Sigtrygg Arnar í atvinnumennsku á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2021 12:22 Sigtryggur Arnar Björnsson í leik með Grindavíkurliðinu. Vísir/Daníel Grindvíkingar missa einn besta leikmann liðsins nokkrum dögum fyrir fyrsta leik en ætla að finna nýjan leikmann í staðinn fyrir hann. Landsliðsbakvörðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson mun ekki leika meira með Grindavík í Dominos-deild karla á tímabilinu en keppni hefst væntanlega á ný í vikunni. Sigtryggur Arnar hefur samið við spænska liðið Real Canoe í Madríd sem leikur í LEB Oro-deildinni á Spáni eða næstefstu deild. Grindvíkingar sjá þarna á eftir mjög öflugum leikmanni og það rétt áður en keppni byrjar á nýjan leik. Arnar var með 17,8 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins. Hann gekk til liðs við Grindavík vorið 2018. „Þetta tækifæri kom óvænt upp. Ég er mjög þakklátur stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fyrir að sýna þessu skilning og gefa mér heimild til að fara í atvinnumennsku. Stefnan var sett á að gera góða hluti með Grindavík eftir áramót. Þetta tækifæri er of gott til að sleppa því á þessum tímapunkti á mínum ferli. Ég vil koma á framfæri kveðju til stuðningsmanna Grindavíkur sem hafa tekið vel á móti mér frá fyrsta degi. Mér hefur liðið mjög vel hjá félaginu og mun fylgjast grannt með gengi Grindavíkur áfram,“ segir Sigtryggur Arnar í samtali við fésbókarsíðu Grindavíkur. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur hafið leit að nýjum leikmanni til að leysa Arnar af hólmi. Sigtryggur Arnar hefur spilað vel með íslenska landsliðinu í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023 og er með 12,8 stig í leik og 42 prósent þriggja stiga nýtingu í fjórum leikjum þar af 18 stig í leik í leikjunum tveimur í febrúar í fyrra. Hann hafði ekkert spilað í langan tíma fyrir leikina í lok nóvember. Sigtryggur Arnar er ekki eini leikmaðurinn í deildinni því Kári Jónsson samdi á dögunum við lið Bàsquet Girona. Sigtryggur Arnar semur við lið á Spáni Sigtryggur Arnar Björnsson mun ekki leika meira með Grindavík í Dominos-deild...Posted by Körfuknattleiksdeild Grindavíkur on Þriðjudagur, 12. janúar 2021 Dominos-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Landsliðsbakvörðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson mun ekki leika meira með Grindavík í Dominos-deild karla á tímabilinu en keppni hefst væntanlega á ný í vikunni. Sigtryggur Arnar hefur samið við spænska liðið Real Canoe í Madríd sem leikur í LEB Oro-deildinni á Spáni eða næstefstu deild. Grindvíkingar sjá þarna á eftir mjög öflugum leikmanni og það rétt áður en keppni byrjar á nýjan leik. Arnar var með 17,8 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins. Hann gekk til liðs við Grindavík vorið 2018. „Þetta tækifæri kom óvænt upp. Ég er mjög þakklátur stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fyrir að sýna þessu skilning og gefa mér heimild til að fara í atvinnumennsku. Stefnan var sett á að gera góða hluti með Grindavík eftir áramót. Þetta tækifæri er of gott til að sleppa því á þessum tímapunkti á mínum ferli. Ég vil koma á framfæri kveðju til stuðningsmanna Grindavíkur sem hafa tekið vel á móti mér frá fyrsta degi. Mér hefur liðið mjög vel hjá félaginu og mun fylgjast grannt með gengi Grindavíkur áfram,“ segir Sigtryggur Arnar í samtali við fésbókarsíðu Grindavíkur. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur hafið leit að nýjum leikmanni til að leysa Arnar af hólmi. Sigtryggur Arnar hefur spilað vel með íslenska landsliðinu í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023 og er með 12,8 stig í leik og 42 prósent þriggja stiga nýtingu í fjórum leikjum þar af 18 stig í leik í leikjunum tveimur í febrúar í fyrra. Hann hafði ekkert spilað í langan tíma fyrir leikina í lok nóvember. Sigtryggur Arnar er ekki eini leikmaðurinn í deildinni því Kári Jónsson samdi á dögunum við lið Bàsquet Girona. Sigtryggur Arnar semur við lið á Spáni Sigtryggur Arnar Björnsson mun ekki leika meira með Grindavík í Dominos-deild...Posted by Körfuknattleiksdeild Grindavíkur on Þriðjudagur, 12. janúar 2021
Dominos-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti