99 dagar og veiran var vandamálið Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 08:00 Haukar sækja Fjölni heim í kvöld og bikarmeistarar Skallagríms fara á Hlíðarenda og mæta meisturum Vals. VÍSIR/VILHELM Í dag er sannkallaður gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf þegar keppni í íþróttum hefst að nýju eftir lengsta bann við keppni í sögu þjóðarinnar. Frá því að kórónuveiran barst til landsins í lok febrúar á síðasta ári hefur ekki verið gert lengra hlé á keppni en það sem lýkur í dag. Alls eru 99 dagar síðan að Keflavík sótti Þór heim á Akureyri í körfubolta karla þann 6. október, í síðasta úrvalsdeildarleik sem leikinn var áður en biðin langa hófst. Keppni í Dominos-deild karla hefst einmitt að nýju annað kvöld en það verða körfuboltakonurnar sem hefja fjörið í dag þegar heil umferð í Dominos-deild kvenna fer fram. Liðin í deildunum hafa aðeins spilað 1-3 deildarleiki síðan í mars. Svipaða sögu er að segja í Olís-deild kvenna í handbolta sem hefst að nýju á laugardaginn, en í Olís-deild karla er aðeins lengra hlé vegna HM í Egyptalandi, þó ekki nema fram til 24. janúar. Íþróttafólk fagnar í dag en vegna HM þurfa karlaliðin í handbolta að bíða aðeins lengur með að byrja að spila.vísir/Hulda Margrét Undirbúningsmót fyrir næsta tímabil eru að hefjast í fótboltanum, keppni í blaki hefst að nýju um helgina, og svo mætti áfram telja. Hefðbundnar æfingar með snertingu hafa verið heimilar frá 10. desember og því ættu leikmenn að vera ágætlega búnir undir þá miklu törn sem framundan er víða. Þeir fá ekki að spila fyrir framan áhorfendur, enn um sinn, en fagna því eflaust fyrst og fremst að komast aftur á völlinn í alvöru keppni. Skellt í lás í borginni en landsbyggðarliðin máttu æfa og spila En hvernig hafa málin þróast þessa 99 daga frá síðasta leik? Íþróttasérsamböndin voru frekar tvístígandi til að byrja með, eftir að skellt var í lás frá og með 7. október, enda reglurnar ekki á kristaltæru. Allar takmarkanir miðuðust við höfuðborgarsvæðið og voru mjög strangar fyrir innanhússíþróttir, því ekki mátti æfa þær lengur. Íþróttir utandyra voru áfram leyfðar, þvert gegn tilmælum sóttvarnalæknis, hvort sem var æfingar eða keppni. Knattspyrnusamband Íslands ákvað þó að miða við tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samræmi við sína Covid-reglugerð og var öllu mótahaldi innanlands frestað. Æfingabann á öllu landinu Með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra þann 20. október var svo ekki lengur gerður greinarmunur á íþróttum innan- eða utanhúss á höfuðborgarsvæðinu, og þær bannaðar. Það er að segja íþróttir með snertingu. Íþróttafólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins mátti hins vegar áfram æfa og keppa án takmarkana, en það var þó aðeins nýtt til að leika æfingaleiki. Það var svo 31. október sem að íþróttastarf á öllu landinu, æfingar og keppni, var stöðvað. Eftir sem áður voru þó veittar undanþágur fyrir alþjóðlega leiki. KSÍ hafði degi áður samþykkt að hætta keppni á öllum mótum ársins 2020. Það liðu því að lágmarki 40 dagar fyrir íþróttafólk á öllu landinu þar sem ekki mátti æfa með snertingu. Það hefur nú haft rúman mánuð til að æfa með öllu hefðbundnari hætti, þó í óvissu þar til síðasta föstudag um það hvenær leyfi gæfist fyrir keppni að nýju. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Sjá meira
Frá því að kórónuveiran barst til landsins í lok febrúar á síðasta ári hefur ekki verið gert lengra hlé á keppni en það sem lýkur í dag. Alls eru 99 dagar síðan að Keflavík sótti Þór heim á Akureyri í körfubolta karla þann 6. október, í síðasta úrvalsdeildarleik sem leikinn var áður en biðin langa hófst. Keppni í Dominos-deild karla hefst einmitt að nýju annað kvöld en það verða körfuboltakonurnar sem hefja fjörið í dag þegar heil umferð í Dominos-deild kvenna fer fram. Liðin í deildunum hafa aðeins spilað 1-3 deildarleiki síðan í mars. Svipaða sögu er að segja í Olís-deild kvenna í handbolta sem hefst að nýju á laugardaginn, en í Olís-deild karla er aðeins lengra hlé vegna HM í Egyptalandi, þó ekki nema fram til 24. janúar. Íþróttafólk fagnar í dag en vegna HM þurfa karlaliðin í handbolta að bíða aðeins lengur með að byrja að spila.vísir/Hulda Margrét Undirbúningsmót fyrir næsta tímabil eru að hefjast í fótboltanum, keppni í blaki hefst að nýju um helgina, og svo mætti áfram telja. Hefðbundnar æfingar með snertingu hafa verið heimilar frá 10. desember og því ættu leikmenn að vera ágætlega búnir undir þá miklu törn sem framundan er víða. Þeir fá ekki að spila fyrir framan áhorfendur, enn um sinn, en fagna því eflaust fyrst og fremst að komast aftur á völlinn í alvöru keppni. Skellt í lás í borginni en landsbyggðarliðin máttu æfa og spila En hvernig hafa málin þróast þessa 99 daga frá síðasta leik? Íþróttasérsamböndin voru frekar tvístígandi til að byrja með, eftir að skellt var í lás frá og með 7. október, enda reglurnar ekki á kristaltæru. Allar takmarkanir miðuðust við höfuðborgarsvæðið og voru mjög strangar fyrir innanhússíþróttir, því ekki mátti æfa þær lengur. Íþróttir utandyra voru áfram leyfðar, þvert gegn tilmælum sóttvarnalæknis, hvort sem var æfingar eða keppni. Knattspyrnusamband Íslands ákvað þó að miða við tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samræmi við sína Covid-reglugerð og var öllu mótahaldi innanlands frestað. Æfingabann á öllu landinu Með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra þann 20. október var svo ekki lengur gerður greinarmunur á íþróttum innan- eða utanhúss á höfuðborgarsvæðinu, og þær bannaðar. Það er að segja íþróttir með snertingu. Íþróttafólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins mátti hins vegar áfram æfa og keppa án takmarkana, en það var þó aðeins nýtt til að leika æfingaleiki. Það var svo 31. október sem að íþróttastarf á öllu landinu, æfingar og keppni, var stöðvað. Eftir sem áður voru þó veittar undanþágur fyrir alþjóðlega leiki. KSÍ hafði degi áður samþykkt að hætta keppni á öllum mótum ársins 2020. Það liðu því að lágmarki 40 dagar fyrir íþróttafólk á öllu landinu þar sem ekki mátti æfa með snertingu. Það hefur nú haft rúman mánuð til að æfa með öllu hefðbundnari hætti, þó í óvissu þar til síðasta föstudag um það hvenær leyfi gæfist fyrir keppni að nýju.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Sjá meira