Segir Stjörnuna, Tindastól og Keflavík enn sterkust og Valur verði varasamur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2021 11:32 Dominykas Milka og félagar í Keflavík eru líklegir til afreka í Domino's deild karla sem hefst aftur í kvöld eftir langt hlé. vísir/daníel Teitur Örlygsson fagnar því að Domino's deild karla fari aftur af stað í kvöld eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er alveg geggjað. Á tímabili var maður eiginlega búinn að gefast upp að það yrði tímabil. Það er kannski ekki útséð með það ennþá en við vonum að þetta haldist allt réttu megin við línuna svo við getum klárað þetta,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Leikið verður afar þétt næstu vikurnar enda þarf að klára 21 umferð fyrir lok apríl. Teitur segir að leikmenn hljóti að fagna því að spila svona marga leiki á kostnað æfinga. Óskastaða fyrir leikmenn „Núna verður spilað stíft sem er draumur leikmanna. Maður hefði frekar viljað hafa þetta svona þegar maður var að spila sjálfur,“ sagði Teitur léttur. „Ég held að bæði leikmönnum og þjálfurum finnist þetta mjög skemmtilegt.“ Hann hefur ekki stórar áhyggjur af því að meiðslum muni fjölga vegna leikjaálagsins. „Ég held að það meiri hætta á því núna fyrst, þegar menn eru ekki í leikformi og réttum takti. En síðan verður allt í góðu að spila tvo leiki í viku.“ Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópum liðanna í Domino's deildinni síðan keppni var stöðvuð í byrjun október. „Þetta verður forvitnilegt. Það er ljóst að nokkur lið eru búin að halda sínum mannskap og æfa vel og þau eru kannski aðeins fyrir framan hin liðin núna. En ég ætla ekki að dæma liðin í fyrstu leikjunum. Ég held þetta eigi eftir að breytast mikið,“ sagði Teitur. Ekki alveg búinn að kaupa Hester Sveitungar hans í Njarðvík hafa gert nokkrar breytingar á sínum leikmannahópi og sóttu meðal annars Antonio Hester sem lék með Tindastóli 2016-18. „Mér líst ágætlega á hann. Ég var aðeins að skoða hvað hann hefur verið að gera síðustu árin og það er misjafnt. En þegar hann spilaði í Austurríki eða Sviss var hann virkilega flottur. Hann þekkir deildina hérna en ég er ekki alveg búinn að kaupa þetta allt saman,“ sagði Teitur. Antonio Hester varð bikarmeistari með Tindastóli 2018.vísir/bára „Menn þurfa alltaf að sanna sig. En þetta er flottur leikmaður sem var með góðar tölur hérna á Íslandi, tuttugu stiga og tíu frákasta maður í leik. Og ef hann skilar því í Njarðvík er hann happafengur. Á móti kemur að það eru fleiri stórir leikmenn í deildinni en þegar hann hérna síðast.“ Teitur segir að sömu lið séu enn líklegust til afreka og voru það fyrir tímabilið. „Stjarnan, Tindastóll og Keflavík virðast sterkust, og Valur þótt þeir hafi tapað fyrsta leiknum fyrir Stjörnunni. Þeir verða gríðarlega sterkir,“ sagði Teitur en Valsmenn fengu il sín portúgalskan leikstjórnanda á meðan hléinu stóð. Fékk meiri tíma en gamli þjálfarinn Liðin hafa ekki bara gert breytingar á leikmannahópum sínum því Þór Ak. skipti um þjálfara. Bjarki Ármann Oddsson tók við Þórsurum af Andy Johnston sem stýrði þeim aðeins í einum leik. „Það gæti alveg haft áhrif en hann hefur fengið fínan tíma, meiri tíma en hinn þjálfarinn til undirbúnings. Ég veit að Júlíus Orri [Ágústsson] er meiddur og það er slæmt fyrir þá,“ sagði Teitur að lokum. Fjórir leikir fara fram í Domino's deild karla í kvöld og tveir annað kvöld. Fjórir þeirra verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Domino's tilþrifin verða á dagskrá klukkan 22:10 í kvöld og Domino's Körfuboltakvöld klukkan 22:00 annað kvöld. Fimmtudagur 14. janúar Kl. 18:15 Stjarnan - Höttur, sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Njarðvík - Haukar Kl. 20:15 ÍR - Valur, sýndur á Stöð 2 Sport Föstudagur 15. janúar Kl. 18:15 Grindavík - Þór Ak., sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 20:15 Keflavík - Þór Þ., sýndur á Stöð 2 Sport Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll Keflavík ÍF Valur Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
„Þetta er alveg geggjað. Á tímabili var maður eiginlega búinn að gefast upp að það yrði tímabil. Það er kannski ekki útséð með það ennþá en við vonum að þetta haldist allt réttu megin við línuna svo við getum klárað þetta,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Leikið verður afar þétt næstu vikurnar enda þarf að klára 21 umferð fyrir lok apríl. Teitur segir að leikmenn hljóti að fagna því að spila svona marga leiki á kostnað æfinga. Óskastaða fyrir leikmenn „Núna verður spilað stíft sem er draumur leikmanna. Maður hefði frekar viljað hafa þetta svona þegar maður var að spila sjálfur,“ sagði Teitur léttur. „Ég held að bæði leikmönnum og þjálfurum finnist þetta mjög skemmtilegt.“ Hann hefur ekki stórar áhyggjur af því að meiðslum muni fjölga vegna leikjaálagsins. „Ég held að það meiri hætta á því núna fyrst, þegar menn eru ekki í leikformi og réttum takti. En síðan verður allt í góðu að spila tvo leiki í viku.“ Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópum liðanna í Domino's deildinni síðan keppni var stöðvuð í byrjun október. „Þetta verður forvitnilegt. Það er ljóst að nokkur lið eru búin að halda sínum mannskap og æfa vel og þau eru kannski aðeins fyrir framan hin liðin núna. En ég ætla ekki að dæma liðin í fyrstu leikjunum. Ég held þetta eigi eftir að breytast mikið,“ sagði Teitur. Ekki alveg búinn að kaupa Hester Sveitungar hans í Njarðvík hafa gert nokkrar breytingar á sínum leikmannahópi og sóttu meðal annars Antonio Hester sem lék með Tindastóli 2016-18. „Mér líst ágætlega á hann. Ég var aðeins að skoða hvað hann hefur verið að gera síðustu árin og það er misjafnt. En þegar hann spilaði í Austurríki eða Sviss var hann virkilega flottur. Hann þekkir deildina hérna en ég er ekki alveg búinn að kaupa þetta allt saman,“ sagði Teitur. Antonio Hester varð bikarmeistari með Tindastóli 2018.vísir/bára „Menn þurfa alltaf að sanna sig. En þetta er flottur leikmaður sem var með góðar tölur hérna á Íslandi, tuttugu stiga og tíu frákasta maður í leik. Og ef hann skilar því í Njarðvík er hann happafengur. Á móti kemur að það eru fleiri stórir leikmenn í deildinni en þegar hann hérna síðast.“ Teitur segir að sömu lið séu enn líklegust til afreka og voru það fyrir tímabilið. „Stjarnan, Tindastóll og Keflavík virðast sterkust, og Valur þótt þeir hafi tapað fyrsta leiknum fyrir Stjörnunni. Þeir verða gríðarlega sterkir,“ sagði Teitur en Valsmenn fengu il sín portúgalskan leikstjórnanda á meðan hléinu stóð. Fékk meiri tíma en gamli þjálfarinn Liðin hafa ekki bara gert breytingar á leikmannahópum sínum því Þór Ak. skipti um þjálfara. Bjarki Ármann Oddsson tók við Þórsurum af Andy Johnston sem stýrði þeim aðeins í einum leik. „Það gæti alveg haft áhrif en hann hefur fengið fínan tíma, meiri tíma en hinn þjálfarinn til undirbúnings. Ég veit að Júlíus Orri [Ágústsson] er meiddur og það er slæmt fyrir þá,“ sagði Teitur að lokum. Fjórir leikir fara fram í Domino's deild karla í kvöld og tveir annað kvöld. Fjórir þeirra verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Domino's tilþrifin verða á dagskrá klukkan 22:10 í kvöld og Domino's Körfuboltakvöld klukkan 22:00 annað kvöld. Fimmtudagur 14. janúar Kl. 18:15 Stjarnan - Höttur, sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Njarðvík - Haukar Kl. 20:15 ÍR - Valur, sýndur á Stöð 2 Sport Föstudagur 15. janúar Kl. 18:15 Grindavík - Þór Ak., sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 20:15 Keflavík - Þór Þ., sýndur á Stöð 2 Sport Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fimmtudagur 14. janúar Kl. 18:15 Stjarnan - Höttur, sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Njarðvík - Haukar Kl. 20:15 ÍR - Valur, sýndur á Stöð 2 Sport Föstudagur 15. janúar Kl. 18:15 Grindavík - Þór Ak., sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 20:15 Keflavík - Þór Þ., sýndur á Stöð 2 Sport
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll Keflavík ÍF Valur Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira