Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2021 11:35 Sigurgeir Sigmundsson var gagnrýninn á viðbrögð ráðherra við tillögum sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. Þetta kom fram í máli Sigurgeirs á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísaði Sigurgeir, sem stýrt hefur aðgerðum á Keflavíkurflugvelli, til þess að Þórólfur hafi í tvígang lagt til að tvöföld sýnataka yrði gerð að skyldu hjá þeim sem koma til landsins. Í framhaldi hafi ráðherra hafnað næstu tillögu hans um að skylda þá sem hafna tvöfaldri sýnatöku til að fara í fjórtán daga í farsóttarhúsið. Staðan er óviðunandi að mati Sigurgeirs. Oft hafi verið þörf á skilvirkri lagasetningu en nú sé nauðsyn. Þórólfur hefur lagt til enn eitt úrræðið en það er að gera kröfu á landamærum um að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Farþegarnir þurfa einnig að framvísa vottorði um prófið við komuna hingað til lands. Þá þurfa farþegar enn að velja á milli tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkvíar líkt og verið hefur. Á annan tug smita hefðu borist inn í landið Fram kom í máli Sigurgeirs að reglulega komi fólk sem vilji velja tveggja vikna sóttkví en virðist engan áhuga hafa á að vera þann tíma í sóttkví. „Við höfum fylgst með þeim sem vilja nýta þennan möguleika og margoft séð að þar er ekki áhugi á að fylgja tveggja vikna sóttkví. Við höfum náð að snúa fjölmörgum frá og senda í sýnatöku. Við byrjuðum að telja þetta fólk í lok október og við höfum snúið um 210 manns frá því að fara í fjórtán daga sóttkví og sent í sýnatöku. Í þeim hópi hafa greinst fjölmörg smit. Uppundir fjörutíu manns voru í einum hópi sem vildi fara í sóttkví, fjórtán daga, og harðneitaði sýnatöku eftir miklar fortölur. Við tókum að okkur að greina sýnatökugjaldið sem þá var. Þá fóru þau í sýnatöku og það var á annan tug smita í þessum hópi. Ekki gott ef það hefði komist inn í landið,“ segir Sigurgeir. „Sóttvarnalæknir hefur nú í tvígang gert tillögur um að afnema þessa fjórtán daga sóttkví. Þetta er smuga á landamærunum. Í bæði skiptin er ástæðan sú að við erum með gömul sóttvarnarlög. Nú virðist sem varatillögu hans um að fjórtán dagarnir yrðu í farsóttarhúsi sé einnig hafnað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur stutt þessar tillögur heilshugar. Það er óviðunandi staða að ekki sé enn búið að laga löggjöfina nú í miðjum janúar 2021. Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir og lögreglu skortir skýrari og fljótvirkari heimildir til aðgerða á landamærum, svo sem frávísunar.“ Sigurgeir vonast til að nýja tillaga Þórólfs fari fljótt í gegn. „Nú er sóttvarnalæknir að reyna að bregðast við með þrautavaratillögu um að taka við nýlegum neikvæðum sýnum frá útlöndum. Vonandi gengur það hratt í gegn þar til sóttvarnalögin verða styrkt hið fyrsta. Oft var þörf á skilvirkri löggjöf og lagasetningu. En nú er nauðsyn.“ Fréttin er í vinnslu, Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Sigurgeirs á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísaði Sigurgeir, sem stýrt hefur aðgerðum á Keflavíkurflugvelli, til þess að Þórólfur hafi í tvígang lagt til að tvöföld sýnataka yrði gerð að skyldu hjá þeim sem koma til landsins. Í framhaldi hafi ráðherra hafnað næstu tillögu hans um að skylda þá sem hafna tvöfaldri sýnatöku til að fara í fjórtán daga í farsóttarhúsið. Staðan er óviðunandi að mati Sigurgeirs. Oft hafi verið þörf á skilvirkri lagasetningu en nú sé nauðsyn. Þórólfur hefur lagt til enn eitt úrræðið en það er að gera kröfu á landamærum um að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Farþegarnir þurfa einnig að framvísa vottorði um prófið við komuna hingað til lands. Þá þurfa farþegar enn að velja á milli tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkvíar líkt og verið hefur. Á annan tug smita hefðu borist inn í landið Fram kom í máli Sigurgeirs að reglulega komi fólk sem vilji velja tveggja vikna sóttkví en virðist engan áhuga hafa á að vera þann tíma í sóttkví. „Við höfum fylgst með þeim sem vilja nýta þennan möguleika og margoft séð að þar er ekki áhugi á að fylgja tveggja vikna sóttkví. Við höfum náð að snúa fjölmörgum frá og senda í sýnatöku. Við byrjuðum að telja þetta fólk í lok október og við höfum snúið um 210 manns frá því að fara í fjórtán daga sóttkví og sent í sýnatöku. Í þeim hópi hafa greinst fjölmörg smit. Uppundir fjörutíu manns voru í einum hópi sem vildi fara í sóttkví, fjórtán daga, og harðneitaði sýnatöku eftir miklar fortölur. Við tókum að okkur að greina sýnatökugjaldið sem þá var. Þá fóru þau í sýnatöku og það var á annan tug smita í þessum hópi. Ekki gott ef það hefði komist inn í landið,“ segir Sigurgeir. „Sóttvarnalæknir hefur nú í tvígang gert tillögur um að afnema þessa fjórtán daga sóttkví. Þetta er smuga á landamærunum. Í bæði skiptin er ástæðan sú að við erum með gömul sóttvarnarlög. Nú virðist sem varatillögu hans um að fjórtán dagarnir yrðu í farsóttarhúsi sé einnig hafnað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur stutt þessar tillögur heilshugar. Það er óviðunandi staða að ekki sé enn búið að laga löggjöfina nú í miðjum janúar 2021. Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir og lögreglu skortir skýrari og fljótvirkari heimildir til aðgerða á landamærum, svo sem frávísunar.“ Sigurgeir vonast til að nýja tillaga Þórólfs fari fljótt í gegn. „Nú er sóttvarnalæknir að reyna að bregðast við með þrautavaratillögu um að taka við nýlegum neikvæðum sýnum frá útlöndum. Vonandi gengur það hratt í gegn þar til sóttvarnalögin verða styrkt hið fyrsta. Oft var þörf á skilvirkri löggjöf og lagasetningu. En nú er nauðsyn.“ Fréttin er í vinnslu,
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira