Frakkar herða aðgerðir enn frekar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2021 23:21 Jean Castex forsætisráðherra Frakklands heimsækir sjúkrahús í Saint-Etienne en önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið. Vísir/EPA Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, kynnti í dag hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem virðist ekki á undanhaldi í landinu. Útgöngubann er nú í gildi frá klukkan sex á kvöldin til klukkan sex á morgnanna. Aðgerðirnar taka gildi á laugardag. Frá því í desember hefur útgöngubann verið í gildi frá klukkan átta á kvöldin til sex á morgnanna en forsætisráðherrann sagði í tilkynningu í dag að það virtist ekki bera árangur og því þyrfti að herða reglurnar. Hann sagði ástandið í landinu alvarlegt en enn greinast þúsundir dag hvern. Í dag greindust rúmlega 21 þúsund manns smitaðir af veirunni. Meira en 69 þúsund manns hafa dáið af völdum veirunnar í Frakklandi. Frakkland er þar með sjöunda landið í heiminum þegar dauðsföll vegna veirunnar eru talin. Aðgerðirnar munu gilda í minnst fimmtán daga og mun fólk því þurfa að halda sér heima eftir klukkan sex á kvöldin, nema það sé á leiðinni heim úr skóla eða vinnu. Allar búðir og aðrir vinnustaðir munu loka vegna aðgerðanna frá og með laugardeginum, utan framlínuvinnustaða. Þessar aðgerðir hafa þegar tekið gildi í nokkrum héruðum í austurhluta landsins, sem hafa orðið hvað verst úti í faraldrinum á undanförnum vikum. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Frakklandi hefur það þegar borið árangur en þar hefur daglegum smitum fækkað. Fleiri aðgerðir munu taka gildi á laugardag en þá munu allir sem ferðast til landsins frá löndum utan Evrópusambandsins þurf að sýna fram á neikvætt covid-19 próf sem tekið hefur verið innan 72 klukkutíma. Þá mun fólk þurfa að vera í einangrun í sjö daga og fara í aðra skimun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Frá því í desember hefur útgöngubann verið í gildi frá klukkan átta á kvöldin til sex á morgnanna en forsætisráðherrann sagði í tilkynningu í dag að það virtist ekki bera árangur og því þyrfti að herða reglurnar. Hann sagði ástandið í landinu alvarlegt en enn greinast þúsundir dag hvern. Í dag greindust rúmlega 21 þúsund manns smitaðir af veirunni. Meira en 69 þúsund manns hafa dáið af völdum veirunnar í Frakklandi. Frakkland er þar með sjöunda landið í heiminum þegar dauðsföll vegna veirunnar eru talin. Aðgerðirnar munu gilda í minnst fimmtán daga og mun fólk því þurfa að halda sér heima eftir klukkan sex á kvöldin, nema það sé á leiðinni heim úr skóla eða vinnu. Allar búðir og aðrir vinnustaðir munu loka vegna aðgerðanna frá og með laugardeginum, utan framlínuvinnustaða. Þessar aðgerðir hafa þegar tekið gildi í nokkrum héruðum í austurhluta landsins, sem hafa orðið hvað verst úti í faraldrinum á undanförnum vikum. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Frakklandi hefur það þegar borið árangur en þar hefur daglegum smitum fækkað. Fleiri aðgerðir munu taka gildi á laugardag en þá munu allir sem ferðast til landsins frá löndum utan Evrópusambandsins þurf að sýna fram á neikvætt covid-19 próf sem tekið hefur verið innan 72 klukkutíma. Þá mun fólk þurfa að vera í einangrun í sjö daga og fara í aðra skimun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira