Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2021 12:30 Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Skjáskot Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. Skimunarskylda á landamærum hefur nú verið innleidd eftir að reglugerð heilbrigðisráðherra var birt í gærkvöldi. Vel hefur gengið að framfylgja henni það sem af er degi og enginn hreyft við mótbárum, að sögn Sigurgeirs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. Inntur eftir því hvort eitthvað sé um það að farþegar sem koma til landsins fari í skimun en ætli ekki endilega að virða fimm til sex daga sóttkví sem þá tekur við segir Sigurgeir að landamæraverðir og lögregla heyri reglulega af því. „Við sjáum það og heyrum af fólki. Það segir sig sjálft þegar fólk er að koma hérna kannski, sem eru kannski hreinir ferðamenn ef svo má að orði komast, og er að koma hér í fjóra fimm daga. Þeir eru ekkert að koma hingað til að vera læstir inn á hótelherbergi sem því nemur. Það blasir við. Þannig að það sést á dvalartímanum og síðan heyrum við það á tali fólks,“ segir Sigurgeir. Hann segir að tilvik sem þessi komi reglulega upp á Keflavíkurflugvelli. Öllum sé þó bent á skyldu um seinni skimun og sóttkví á milli, með bæði munnlegum og skriflegum upplýsingum. „Það er ótrúlegt að einhver komi inn án þess að vita um þessa fimm daga sóttkví og seinni skimun. Því þú kemst ekkert inn í landið nema forskrá þig inn á visit.Covid.is, þar sem þessar upplýsingar koma fram. Hérna á landamærunum fá allir afhentan bækling sem er á átta tungumálum og okkar landamæraverðir og lögregla tala við hvern einasta farþega og minnum á þessa skyldu. Síðan fá allir SMS á öðrum og þriðja degi með áminningu um þetta. Þannig að það er eiginlega ótrúlegt ef einhver fer hérna í gegn án þess að vera meðvitaður um þessa skyldu.“ Tilkynna málin til lögreglu Tilfelli sem þessi, hvar fólk ætlar greinilega beint að ferðast eða í vinnu, eru tilkynnt til staðarlögreglu þegar hægt er. „Við sjáum kannski hótelbókanir og slíkt og þá látum við staðarlögreglu vita. Og staðarlögregla reynir eftir fremsta megni að framfylgja þessu en það er aldrei hægt að fylgjast með öllum alls staðar.“ Líkt og greint var frá í gær tók skimunarskylda gildi á landamærum í gær og möguleiki á tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins því afnuminn. Inntur eftir því hvort þetta sé nóg í ljósi þess að ferðamenn virði sumir ekki sóttkví milli skimanna segir Sigurgeir skimunarskyldu þétta varnirnar verulega. „Það er þó búið að taka úr því fyrra sýnið og niðurstaða úr því kemur samdægurs. Það næst þá í skottið á fólki, yfirleitt sama dag eða næsta, ef það er sýkt og greinist sýkt í fyrri skimun. Þannig að þessi tvöfalda skimun er algjört snilldarfyrirbæri og gott að það sé búið að innleiða hana á meðan það er algjört neyðarástand í kringum okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59 Ferðamenn þurfa að sýna fram á neikvætt covid-próf áður en þeir fara til Bretlands Bretlandsstjórn ákvað í dag að skylda ferðamenn frá öllum ríkjum í skimun. Koma ferðamanna frá Suður-Ameríku var hins vegar bönnuð vegna nýs brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar. 15. janúar 2021 22:41 Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. 15. janúar 2021 15:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Skimunarskylda á landamærum hefur nú verið innleidd eftir að reglugerð heilbrigðisráðherra var birt í gærkvöldi. Vel hefur gengið að framfylgja henni það sem af er degi og enginn hreyft við mótbárum, að sögn Sigurgeirs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. Inntur eftir því hvort eitthvað sé um það að farþegar sem koma til landsins fari í skimun en ætli ekki endilega að virða fimm til sex daga sóttkví sem þá tekur við segir Sigurgeir að landamæraverðir og lögregla heyri reglulega af því. „Við sjáum það og heyrum af fólki. Það segir sig sjálft þegar fólk er að koma hérna kannski, sem eru kannski hreinir ferðamenn ef svo má að orði komast, og er að koma hér í fjóra fimm daga. Þeir eru ekkert að koma hingað til að vera læstir inn á hótelherbergi sem því nemur. Það blasir við. Þannig að það sést á dvalartímanum og síðan heyrum við það á tali fólks,“ segir Sigurgeir. Hann segir að tilvik sem þessi komi reglulega upp á Keflavíkurflugvelli. Öllum sé þó bent á skyldu um seinni skimun og sóttkví á milli, með bæði munnlegum og skriflegum upplýsingum. „Það er ótrúlegt að einhver komi inn án þess að vita um þessa fimm daga sóttkví og seinni skimun. Því þú kemst ekkert inn í landið nema forskrá þig inn á visit.Covid.is, þar sem þessar upplýsingar koma fram. Hérna á landamærunum fá allir afhentan bækling sem er á átta tungumálum og okkar landamæraverðir og lögregla tala við hvern einasta farþega og minnum á þessa skyldu. Síðan fá allir SMS á öðrum og þriðja degi með áminningu um þetta. Þannig að það er eiginlega ótrúlegt ef einhver fer hérna í gegn án þess að vera meðvitaður um þessa skyldu.“ Tilkynna málin til lögreglu Tilfelli sem þessi, hvar fólk ætlar greinilega beint að ferðast eða í vinnu, eru tilkynnt til staðarlögreglu þegar hægt er. „Við sjáum kannski hótelbókanir og slíkt og þá látum við staðarlögreglu vita. Og staðarlögregla reynir eftir fremsta megni að framfylgja þessu en það er aldrei hægt að fylgjast með öllum alls staðar.“ Líkt og greint var frá í gær tók skimunarskylda gildi á landamærum í gær og möguleiki á tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins því afnuminn. Inntur eftir því hvort þetta sé nóg í ljósi þess að ferðamenn virði sumir ekki sóttkví milli skimanna segir Sigurgeir skimunarskyldu þétta varnirnar verulega. „Það er þó búið að taka úr því fyrra sýnið og niðurstaða úr því kemur samdægurs. Það næst þá í skottið á fólki, yfirleitt sama dag eða næsta, ef það er sýkt og greinist sýkt í fyrri skimun. Þannig að þessi tvöfalda skimun er algjört snilldarfyrirbæri og gott að það sé búið að innleiða hana á meðan það er algjört neyðarástand í kringum okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59 Ferðamenn þurfa að sýna fram á neikvætt covid-próf áður en þeir fara til Bretlands Bretlandsstjórn ákvað í dag að skylda ferðamenn frá öllum ríkjum í skimun. Koma ferðamanna frá Suður-Ameríku var hins vegar bönnuð vegna nýs brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar. 15. janúar 2021 22:41 Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. 15. janúar 2021 15:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59
Ferðamenn þurfa að sýna fram á neikvætt covid-próf áður en þeir fara til Bretlands Bretlandsstjórn ákvað í dag að skylda ferðamenn frá öllum ríkjum í skimun. Koma ferðamanna frá Suður-Ameríku var hins vegar bönnuð vegna nýs brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar. 15. janúar 2021 22:41
Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. 15. janúar 2021 15:00