NBA dagsins: Háloftafuglinn Zion í stuði og Doncic fór fram úr Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 15:01 Zion Williamson treður boltanum með tilþrifum í nótt. AP/Rich Pedroncelli Zion Williamson og Luka Doncic buðu upp á flott tilþrif í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en útkoman í leikjum liða þeirra var ólík. Skemmtikrafturinn Zion Williamson bauð upp á flott tilþrif þegar New Orleans Pelicans vann 128-123 sigur á Sacramento Kings í nótt á sama og fótboltalið borgarinnar var slegið út úr úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Zion Williamson skoraði 31 stig á 35 mínútum og hitti úr 13 af 15 skotum sínum í leik. Með þessum sigri enduðu Pelíkanarnir fimm leikja taphrinu og unnu sinn fyrsta leik síðan á móti Toronto Raptors 3. janúar síðastliðinn. Það þurfti eitthvað sérstakt frá Zion í þessum leik því í hinu liðinu átti bakvörðurinn De'Aaron Fox magnaðan leik. Fox skoraði 43 stig og gaf 13 stoðsendingar að auki. Stórleikur Luka Doncic dugði aftur á móti ekki fyrir Dallas Mavericks á móti Chicago Bulls. Doncic bauð upp á magnaða þrennu því hann var með 36 stig, 16 fráköst og 15 stoðsendingar í leiknum. Með þessari þrennu þá komst hann upp fyrir Michael Jordan á þrennu listanum og það í leik á móti Bulls. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall og bara á þriðja ári sínu í NBA-deildinni þá er Luka Doncic kominn með 29 þrennu á ferlinum eða eina fleiri en sjálfur Michael Jordan. Luka Doncic passes Michael Jordan on the all-time triple-doubles list after notching his 29th today.It's only Luka's third season pic.twitter.com/ecl7mrB8BB— ESPN (@espn) January 17, 2021 Dallas Mavericks tapaði reyndar öðrum leik sínum í röð en í liðið vantaði marga leikmenn vegna kórónuveiruvandamála. Þá meiddist líka Tim Hardaway Jr. fyrir leikinn og liðið saknaði hans mikið. Hér fyrir neðam má sjá svipmyndir og viðtöl úr sigri Chicago Bulls á Dallas Mavericks og úr sigri New Orleans Pelicans og Sacramento Kings. Þá fylgja eins og vanalega flottustu tilþrifin úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt. Auðvitað var það boltatækni Luka Doncic sem tryggði honum bestu tilþrif næturinnar en Zion Williamson var númer tvö. Klippa: NBA dagsins (frá 17. janúar 2021) NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Skemmtikrafturinn Zion Williamson bauð upp á flott tilþrif þegar New Orleans Pelicans vann 128-123 sigur á Sacramento Kings í nótt á sama og fótboltalið borgarinnar var slegið út úr úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Zion Williamson skoraði 31 stig á 35 mínútum og hitti úr 13 af 15 skotum sínum í leik. Með þessum sigri enduðu Pelíkanarnir fimm leikja taphrinu og unnu sinn fyrsta leik síðan á móti Toronto Raptors 3. janúar síðastliðinn. Það þurfti eitthvað sérstakt frá Zion í þessum leik því í hinu liðinu átti bakvörðurinn De'Aaron Fox magnaðan leik. Fox skoraði 43 stig og gaf 13 stoðsendingar að auki. Stórleikur Luka Doncic dugði aftur á móti ekki fyrir Dallas Mavericks á móti Chicago Bulls. Doncic bauð upp á magnaða þrennu því hann var með 36 stig, 16 fráköst og 15 stoðsendingar í leiknum. Með þessari þrennu þá komst hann upp fyrir Michael Jordan á þrennu listanum og það í leik á móti Bulls. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall og bara á þriðja ári sínu í NBA-deildinni þá er Luka Doncic kominn með 29 þrennu á ferlinum eða eina fleiri en sjálfur Michael Jordan. Luka Doncic passes Michael Jordan on the all-time triple-doubles list after notching his 29th today.It's only Luka's third season pic.twitter.com/ecl7mrB8BB— ESPN (@espn) January 17, 2021 Dallas Mavericks tapaði reyndar öðrum leik sínum í röð en í liðið vantaði marga leikmenn vegna kórónuveiruvandamála. Þá meiddist líka Tim Hardaway Jr. fyrir leikinn og liðið saknaði hans mikið. Hér fyrir neðam má sjá svipmyndir og viðtöl úr sigri Chicago Bulls á Dallas Mavericks og úr sigri New Orleans Pelicans og Sacramento Kings. Þá fylgja eins og vanalega flottustu tilþrifin úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt. Auðvitað var það boltatækni Luka Doncic sem tryggði honum bestu tilþrif næturinnar en Zion Williamson var númer tvö. Klippa: NBA dagsins (frá 17. janúar 2021)
NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira