Ari, Ísól, Sunneva Sól og Þórdís Rögn hlutu Nýsköpunarverðlaun forsetans Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2021 13:47 Frá verðlaunaafhendingunni á Bessastöðum fyrr í dag. Rannís Ari Kvaran, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir, nemar í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og Ísól Sigurðardóttur, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík hlutu í dag Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2021. Verðlaunin fengu þau fyrir verkefnið Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, en það var Guðni Th. Jóhannesson forseti sem afhenti verðlaunin. Í tilkynningu segir að leiðbeinendur verkefnisins hafi verið þau Guðmundur Valur Oddsson, Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson og Tómas Philip Rúnarsson, prófessorar á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og Valgerður Árný Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi. „Á undanförnum árum hefur eftirspurn eftir meðferð við áfengis- og vímuefnafíkn á sjúkrahúsinu Vogi aukist hratt. Vegna mikillar aðsóknar er algengt að fólk þurfi að bíða lengi eftir innlögn en lengsti biðtími einstaklings eftir meðferð árið 2019 var yfir 300 dagar. Þessi langa bið reynist skjólstæðingum erfið, sérstaklega þar sem samskipti milli SÁÁog skjólstæðinga eru af skornum skammti. Það er því brýn þörf á að auka þjónustu við þessa skjólstæðinga. Markmið verkefnisins var að hanna og þróa frumgerð að hugbúnaði til þess að aðstoða skjólstæðinga meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi. Áhersla var lögð á að bæta samskipti við skjólstæðinga með rafrænum sjálfvirkum skilaboðum ásamt því að veita þeim greiðan aðgang að þeim úrræðum sem eru í boði, hvatningu og aðstoð í aðdraganda meðferðar sem höfðar til hvers og eins. Á tímum heimsfaraldursins hefur aldrei verið jafn mikil þörf á rafrænni lausn sem býður upp á betri og fjölbreyttari þjónustu við þennan skjólstæðingahóp. Frumgerðin var unnin í nánu samstarfi við starfsfólk SÁÁ og einstaklinga sem hafa reynslu af því að bíða eftir innlögn. Niðurstaða verkefnisins hefur meðal annars verið kynnt fyrir verkefnastjóra áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis sem sýndi verkefninu mikinn áhuga og sér mikil tækifæri með notkun á hugbúnaðinum. Með notkun hans eru vonir bundnar við það að hægt sé að beina skjólstæðingum í viðeigandi úrræði og koma þannig fleirum að í afeitrun, sem þurfa á henni að halda. Hugbúnaðurinn myndi því ekki einungis skila ávinningi fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuefnafíkn og aðstandendur þeirra heldur samfélagið í heild,“ segir í tilkynningunni. Nýsköpun Forseti Íslands Tengdar fréttir Sex verkefni tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands Alls hafa sex verkefni verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands sem afhent verða við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, 20. janúar næstkomandi. 14. janúar 2021 11:55 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, en það var Guðni Th. Jóhannesson forseti sem afhenti verðlaunin. Í tilkynningu segir að leiðbeinendur verkefnisins hafi verið þau Guðmundur Valur Oddsson, Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson og Tómas Philip Rúnarsson, prófessorar á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og Valgerður Árný Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi. „Á undanförnum árum hefur eftirspurn eftir meðferð við áfengis- og vímuefnafíkn á sjúkrahúsinu Vogi aukist hratt. Vegna mikillar aðsóknar er algengt að fólk þurfi að bíða lengi eftir innlögn en lengsti biðtími einstaklings eftir meðferð árið 2019 var yfir 300 dagar. Þessi langa bið reynist skjólstæðingum erfið, sérstaklega þar sem samskipti milli SÁÁog skjólstæðinga eru af skornum skammti. Það er því brýn þörf á að auka þjónustu við þessa skjólstæðinga. Markmið verkefnisins var að hanna og þróa frumgerð að hugbúnaði til þess að aðstoða skjólstæðinga meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi. Áhersla var lögð á að bæta samskipti við skjólstæðinga með rafrænum sjálfvirkum skilaboðum ásamt því að veita þeim greiðan aðgang að þeim úrræðum sem eru í boði, hvatningu og aðstoð í aðdraganda meðferðar sem höfðar til hvers og eins. Á tímum heimsfaraldursins hefur aldrei verið jafn mikil þörf á rafrænni lausn sem býður upp á betri og fjölbreyttari þjónustu við þennan skjólstæðingahóp. Frumgerðin var unnin í nánu samstarfi við starfsfólk SÁÁ og einstaklinga sem hafa reynslu af því að bíða eftir innlögn. Niðurstaða verkefnisins hefur meðal annars verið kynnt fyrir verkefnastjóra áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis sem sýndi verkefninu mikinn áhuga og sér mikil tækifæri með notkun á hugbúnaðinum. Með notkun hans eru vonir bundnar við það að hægt sé að beina skjólstæðingum í viðeigandi úrræði og koma þannig fleirum að í afeitrun, sem þurfa á henni að halda. Hugbúnaðurinn myndi því ekki einungis skila ávinningi fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuefnafíkn og aðstandendur þeirra heldur samfélagið í heild,“ segir í tilkynningunni.
Nýsköpun Forseti Íslands Tengdar fréttir Sex verkefni tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands Alls hafa sex verkefni verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands sem afhent verða við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, 20. janúar næstkomandi. 14. janúar 2021 11:55 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Sex verkefni tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands Alls hafa sex verkefni verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands sem afhent verða við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, 20. janúar næstkomandi. 14. janúar 2021 11:55