Fótbolti

Ron­aldo orðinn sá marka­hæsti í sögunni | C-deildar­lið skellti Real

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo fagnar með bikarnum í leikslok.
Ronaldo fagnar með bikarnum í leikslok. Claudio Villa/Getty Images

Juventus varð Ofurbikarmeistari á Ítalíu í kvöld er þeir unnu 2-0 sigur á Napoli í úrslitaleiknum. Markaskorararnir voru ekki úr óvæntri átt.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 64. mínútu skoraði Cristiano Ronaldo fyrsta markið. Með því bætti hann met Josef Bican. Ronaldo hefur skorað 760 mörk í 1040 leikjum. Ótrúleg tölfræði.

Alvaro Morata skoraði annað markið á 95. mínútu og Ofurbikarinn fyrsti bikarinn í húsi hjá Andrea Pirlo sem tók við Juventus í haust.

Real Madrid lenti í kröppum dansi gegn C-deildarliðinu Alcoyano í spænska bikarnum og rúmlega það. Eder Militao kom Real yfir á 45. mínútu en heimamenn jöfnuðu tíu mínútum fyrir leikslok.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Alcoyano missti mann af velli á 109. mínútu en það kom þó ekki að sök því þeir skoruðu sigurmarkið á 115. mínútu. Niðurlæging fyrir spænsku meistarana sem eru úr leik í spænska bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×