Biden gefur í gegn veirunni Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2021 15:33 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Til þessa mun ríkisstjórn Bidens notast við 200 blaðsíðna áætlun en starfsmenn forsetans hafa lýst yfir furðu sinni á því að ríkisstjórn Donalds Trump hafi enga áætlun hafið. Þá kvarta þeir sömuleiðis yfir því að hafa fengið litlar upplýsingar frá ríkisstjórn Trumps. Heimildarmenn CNN innan ríkisstjórnar Bidens segja að í rauninni hafi ríkisstjórn Trump ekki skilið neina áætlun eftir sig varðandi framleiðslu og dreifingu bóluefna. Það hafi verið mikið áfall að komast að því að Biden-liðar þyrftu ekki að gera endurbætur á kerfi sem búið væri að koma á laggirnar, heldur þyrftu þau að byggja nýtt kerfi upp frá grunni. Biden hefur sagt að hann vilji gefa hundrað milljónum Bandaríkjamanna bóluefni á sínum fystu hundrað dögum. Til þessa hefur hann skipað almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að setja upp hundrað bóluefnamiðstöðvar á næsta mánuði. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, á svo að starfa með smærri heilbrigðiseiningum víða um Bandaríkin og vinna að framkvæmd bólusetninga. Hann hefur þó verið gagnrýndur vegna þessa fyrirheits og sérfræðingar hafa bent á að um þrjár milljónir manna séu að jafnaði bólusett í Bandaríkjunum fyrir hvert flensutímabil. Minnst 24,4 milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni og rúmlega 406 þúsund manns hafa dáið, samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans. Hvergi í heiminum er ástandið verra. Í samtali við AP fréttaveituna segja starfsmenn Bidens að vegna skorts á samvinnu frá meðlimum ríkisstjórnar Trumps sé erfitt að fá heildarsýn yfir ástandið varðandi bóluefnin og þeim hafi þegar borist kvartanir frá forsvarsmönnum margra ríkja Bandaríkjanna um að skortur sé á bóluefnum. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sjá meira
Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Til þessa mun ríkisstjórn Bidens notast við 200 blaðsíðna áætlun en starfsmenn forsetans hafa lýst yfir furðu sinni á því að ríkisstjórn Donalds Trump hafi enga áætlun hafið. Þá kvarta þeir sömuleiðis yfir því að hafa fengið litlar upplýsingar frá ríkisstjórn Trumps. Heimildarmenn CNN innan ríkisstjórnar Bidens segja að í rauninni hafi ríkisstjórn Trump ekki skilið neina áætlun eftir sig varðandi framleiðslu og dreifingu bóluefna. Það hafi verið mikið áfall að komast að því að Biden-liðar þyrftu ekki að gera endurbætur á kerfi sem búið væri að koma á laggirnar, heldur þyrftu þau að byggja nýtt kerfi upp frá grunni. Biden hefur sagt að hann vilji gefa hundrað milljónum Bandaríkjamanna bóluefni á sínum fystu hundrað dögum. Til þessa hefur hann skipað almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að setja upp hundrað bóluefnamiðstöðvar á næsta mánuði. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, á svo að starfa með smærri heilbrigðiseiningum víða um Bandaríkin og vinna að framkvæmd bólusetninga. Hann hefur þó verið gagnrýndur vegna þessa fyrirheits og sérfræðingar hafa bent á að um þrjár milljónir manna séu að jafnaði bólusett í Bandaríkjunum fyrir hvert flensutímabil. Minnst 24,4 milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni og rúmlega 406 þúsund manns hafa dáið, samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans. Hvergi í heiminum er ástandið verra. Í samtali við AP fréttaveituna segja starfsmenn Bidens að vegna skorts á samvinnu frá meðlimum ríkisstjórnar Trumps sé erfitt að fá heildarsýn yfir ástandið varðandi bóluefnin og þeim hafi þegar borist kvartanir frá forsvarsmönnum margra ríkja Bandaríkjanna um að skortur sé á bóluefnum.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sjá meira