Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. janúar 2021 21:37 Þetta orð hefur verið ritað á fjölmargar líkkistur í þýskum bálstofum. AP/Markus Schreiber Á meðan staðan fer batnandi hér heima heldur faraldurinn áfram að herja af fullum krafti á önnur ríki Evrópu. Takmarkanir voru hertar víða í dag. Yfirvöld í Noregi skelltu í dag í lás í Nordre Follo, úthverfi Oslóar. Tveir íbúar létust eftir að hafa smitast að hinu breska afbrigði kórónuveirunnar og þá hefur afbrigðið einnig greinst á leikskóla á svæðinu. Íbúum er nú ráðlagt að halda sig alfarið innan sveitarfélagsins. Svipuð staða er í Portúgal þar sem öllum skólum var lokað í dag og öllu flugi til og frá Bretlandi verður hætt á morgun vegna breska afbrigðisins. Hollenska þingið samþykkti í gærkvöldi útgöngubann um kvöld og nætur. Þúsund látin á einum degi Í Þýskalandi heldur fjöldi látinna áfram að aukast jafnvel þótt það hafi hægst á útbreiðslunni. Rúm þrjátíu þúsund hafa látist af völdum veirunnar frá upphafi desembermánaðar. „Alls hafa nú 50.642 látist af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins. Þetta eru hinar opinberu tölur og þær hryggja mig mikið,“ sagði Lothar Wieler, stjórnandi Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar. Hlutfallslega fáir Þjóðverjar létust í fyrstu bylgju veirunnar en sömu sögu er ekki að segja nú. Angela Merkel kanslari segir bráðnauðsynlegt að hindra útbreiðslu breska afbrigðisins. „Við erum að horfa upp á afar vondar andlátstölur. Þetta er hrikalegt. Í dag dóu fleiri en þúsund. Þetta eru ekki bara tölur. Við erum að tala um fólk sem lést í einsemd. Fjölskyldur þessa fólks eru í sárum. Um þetta þurfum við að vera meðvituð,“ sagði kanslarinn. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Portúgal Holland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Sjá meira
Yfirvöld í Noregi skelltu í dag í lás í Nordre Follo, úthverfi Oslóar. Tveir íbúar létust eftir að hafa smitast að hinu breska afbrigði kórónuveirunnar og þá hefur afbrigðið einnig greinst á leikskóla á svæðinu. Íbúum er nú ráðlagt að halda sig alfarið innan sveitarfélagsins. Svipuð staða er í Portúgal þar sem öllum skólum var lokað í dag og öllu flugi til og frá Bretlandi verður hætt á morgun vegna breska afbrigðisins. Hollenska þingið samþykkti í gærkvöldi útgöngubann um kvöld og nætur. Þúsund látin á einum degi Í Þýskalandi heldur fjöldi látinna áfram að aukast jafnvel þótt það hafi hægst á útbreiðslunni. Rúm þrjátíu þúsund hafa látist af völdum veirunnar frá upphafi desembermánaðar. „Alls hafa nú 50.642 látist af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins. Þetta eru hinar opinberu tölur og þær hryggja mig mikið,“ sagði Lothar Wieler, stjórnandi Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar. Hlutfallslega fáir Þjóðverjar létust í fyrstu bylgju veirunnar en sömu sögu er ekki að segja nú. Angela Merkel kanslari segir bráðnauðsynlegt að hindra útbreiðslu breska afbrigðisins. „Við erum að horfa upp á afar vondar andlátstölur. Þetta er hrikalegt. Í dag dóu fleiri en þúsund. Þetta eru ekki bara tölur. Við erum að tala um fólk sem lést í einsemd. Fjölskyldur þessa fólks eru í sárum. Um þetta þurfum við að vera meðvituð,“ sagði kanslarinn.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Portúgal Holland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Sjá meira