Íslendingar sofa allt of lítið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. janúar 2021 12:25 Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Hún segir íslensku þjóðina sofa allt of lítið, sem sé áhyggjuefni. Aðsend „Allt of stór hluti Íslendinga sefur of lítið en þriðjungur þjóðarinnar er að sofa sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn,“ segir Erla Björnsdóttir, svefnráðgjafi. Þá sofi börn og unglingar líka allt of lítið. Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns hefur meira en nóg að gera að halda fyrirlestra á netinu, sem bera heitið „Betri svefn“. Hún var nýlega með þannig fyrirlestur í fjarfundi fyrir foreldra í Árborg. Þar kom margt mjög áhugavert fram, meðal annars að Íslendingar sofa allt of lítið. „Já, allt of stór hluti fólks sefur of lítið. Fullorðnir eru að sofa, eða þriðjungur þjóðarinnar sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn og börn og unglingar líka, því miður, en það er allt of algengt að þau séu að sofa langt undir viðmiðum, það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Erla. En hvað segja fræðin, hvað eiga fullorðnir og börn og unglingar að sofa mikið? „Fullorðnir þurfa að sofa sjö til níu tíma og börn og unglingar lengur en það fer þó aðeins eftir aldri. Yngri börnin þurfa lengri svefn en unglingarnir eru með átta til tíu tíma en svo breytist þetta aðeins eftir því hvað við förum neðarlega í aldri en almennt er það þannig að börn og unglingar þurfa meiri hvíld en fullorðnir.“ Erla segir margar ástæður fyrir því að þjóðin sofi allt of lítið. „Það er auðvitað hraði, áreiti, skjánotkun, koffínneysla, orkudrykkir, og streita, þetta hefur allt áhrif. Við erum kannski upptekin og erum mjög aktíf langt fram á kvöldum og náum ekki að koma okkur í ró og slökkva á símanum og fara að gera okkur klár í svefninn.“ Erla leggur mikla áherslu á að fólk verði að setja svefninn á forgangslistann, góður svefn skipti öllu máli þegar góð heilsa og líðan er annars vegar. Erla heldur víða fjarfundi um svefn, meðal annars nýlega fyrir foreldra barna í Sunnulækjarskóla á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira
Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns hefur meira en nóg að gera að halda fyrirlestra á netinu, sem bera heitið „Betri svefn“. Hún var nýlega með þannig fyrirlestur í fjarfundi fyrir foreldra í Árborg. Þar kom margt mjög áhugavert fram, meðal annars að Íslendingar sofa allt of lítið. „Já, allt of stór hluti fólks sefur of lítið. Fullorðnir eru að sofa, eða þriðjungur þjóðarinnar sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn og börn og unglingar líka, því miður, en það er allt of algengt að þau séu að sofa langt undir viðmiðum, það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Erla. En hvað segja fræðin, hvað eiga fullorðnir og börn og unglingar að sofa mikið? „Fullorðnir þurfa að sofa sjö til níu tíma og börn og unglingar lengur en það fer þó aðeins eftir aldri. Yngri börnin þurfa lengri svefn en unglingarnir eru með átta til tíu tíma en svo breytist þetta aðeins eftir því hvað við förum neðarlega í aldri en almennt er það þannig að börn og unglingar þurfa meiri hvíld en fullorðnir.“ Erla segir margar ástæður fyrir því að þjóðin sofi allt of lítið. „Það er auðvitað hraði, áreiti, skjánotkun, koffínneysla, orkudrykkir, og streita, þetta hefur allt áhrif. Við erum kannski upptekin og erum mjög aktíf langt fram á kvöldum og náum ekki að koma okkur í ró og slökkva á símanum og fara að gera okkur klár í svefninn.“ Erla leggur mikla áherslu á að fólk verði að setja svefninn á forgangslistann, góður svefn skipti öllu máli þegar góð heilsa og líðan er annars vegar. Erla heldur víða fjarfundi um svefn, meðal annars nýlega fyrir foreldra barna í Sunnulækjarskóla á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira