Baldur: Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni Gunnar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2021 22:20 Baldur Þór Ragnarsson gat loksins fagnað sigri í kvöld. vísir/bára Baldur Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sagði baráttugleði og liðsheild hafa skilað liðinu 86-103 sigri á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. „Við sýndum vilja og unnum saman sem lið. Það var þessi orka sem flestir sem spilað hafa leikinn kannast við að skilar sigrinum, hlutirnir sem sjást ekki. Þeir hafa vanalega verið sterkir í þessu liði og voru það í kvöld.“ Antanas Udras var stigahæstur Tindastólsliðsins með 23 stig auk þess að taka ellefu fráköst. „Mér fannst hann frábær í þessum leik. Hann er góður frákastari og mjög ákveðinn sóknarfrákastari auk þess sem hann spilaði vel á móti Sigga (Sigurði Gunnari Þorsteinssyni).“ Um miðjan þriðja leikhluta var Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover rekinn út af með sína aðra tæknivillu en hann var þá stigahæstur Tindastólsmanna. Nikolas Tomsick steig þá upp og raðaði niður stigum en kom lítið við sögu í fjórða leikhlutanum. Hann virtist hlífa öðrum fætinum en Baldur fullyrðir að hann sé heill. „Ég tók hann út af og ætlaði að setja hann inn á en þá voru þeir sem voru á vellinum búnir að læsa vörninni. Höttur skoraði ekki á okkur en við vorum skynsamir og góðir í sókninni og kláruðum þetta. Það er leikur á fimmtudag og með hliðsjón af honum og orkunni sem var inni á vellinum ákveð ég að halda honum á bekknum. Hann er fínn. Við erum með fullt af vopnum í okkar liði en það er liðsheildin sem siglir þessu heim. Ákveðnir leikmenn skora en svo eru aðrir sem taka þátt með að stökkva á lausa bolta eða leggja sig meira fram í vörninni.“ Tindastóll vann í kvöld sinn annan sigur í deildinni. Liðið er í níunda sæti en vill vera ofar. „Við höfum tapað í jöfnum leikjum eins og gegn Val og Njarðvík. Þar skilja á milli litlu hlutirnir sem sjást illa og ég minntist á áðan. Þá hefur vantað en voru til staðar í dag.“ Leikmenn Tindastóls reyndu að drífa sig af stað eftir leikinn í von um að fjallvegirnir norður í land haldist opnir þannig þeir komist heim eftir langan dag. „Við lögðum af stað um klukkan tíu í morgun og vorum komnir hingað um 17:30. Við tókum bara stutt matarstopp á Laugum. Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni. Við biðum þar dálítinn tíma en svo mættu einhverjir meistarar, vinnukallar úr sveitinni og mokuðu okkur upp. Núna er svo best að fara heim.“ Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
„Við sýndum vilja og unnum saman sem lið. Það var þessi orka sem flestir sem spilað hafa leikinn kannast við að skilar sigrinum, hlutirnir sem sjást ekki. Þeir hafa vanalega verið sterkir í þessu liði og voru það í kvöld.“ Antanas Udras var stigahæstur Tindastólsliðsins með 23 stig auk þess að taka ellefu fráköst. „Mér fannst hann frábær í þessum leik. Hann er góður frákastari og mjög ákveðinn sóknarfrákastari auk þess sem hann spilaði vel á móti Sigga (Sigurði Gunnari Þorsteinssyni).“ Um miðjan þriðja leikhluta var Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover rekinn út af með sína aðra tæknivillu en hann var þá stigahæstur Tindastólsmanna. Nikolas Tomsick steig þá upp og raðaði niður stigum en kom lítið við sögu í fjórða leikhlutanum. Hann virtist hlífa öðrum fætinum en Baldur fullyrðir að hann sé heill. „Ég tók hann út af og ætlaði að setja hann inn á en þá voru þeir sem voru á vellinum búnir að læsa vörninni. Höttur skoraði ekki á okkur en við vorum skynsamir og góðir í sókninni og kláruðum þetta. Það er leikur á fimmtudag og með hliðsjón af honum og orkunni sem var inni á vellinum ákveð ég að halda honum á bekknum. Hann er fínn. Við erum með fullt af vopnum í okkar liði en það er liðsheildin sem siglir þessu heim. Ákveðnir leikmenn skora en svo eru aðrir sem taka þátt með að stökkva á lausa bolta eða leggja sig meira fram í vörninni.“ Tindastóll vann í kvöld sinn annan sigur í deildinni. Liðið er í níunda sæti en vill vera ofar. „Við höfum tapað í jöfnum leikjum eins og gegn Val og Njarðvík. Þar skilja á milli litlu hlutirnir sem sjást illa og ég minntist á áðan. Þá hefur vantað en voru til staðar í dag.“ Leikmenn Tindastóls reyndu að drífa sig af stað eftir leikinn í von um að fjallvegirnir norður í land haldist opnir þannig þeir komist heim eftir langan dag. „Við lögðum af stað um klukkan tíu í morgun og vorum komnir hingað um 17:30. Við tókum bara stutt matarstopp á Laugum. Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni. Við biðum þar dálítinn tíma en svo mættu einhverjir meistarar, vinnukallar úr sveitinni og mokuðu okkur upp. Núna er svo best að fara heim.“
Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum