Kobe Bryant kvöld á Stöð 2 Sport 2: Ný heimildarmynd og síðasti leikurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2021 13:00 Kobe Bryant lék allan feril sinn með liði Los Angeles Lakers en hann spilaði tuttugu tímabil með félaginu. Getty/Christian Petersen Í dag er eitt ár liðið síðan að heimurinn fékk þær hræðilegu fréttir að Kobe Bryant hefði farist í þyrluslysi ásamt Gigi dóttur sinni og sjö öðrum. 26. janúar 2020 lést Kobe í þyrluslysi í Kaliforníu þegar hann var á leið með dóttur sinni og vinafólki í körfuboltaleik. Kobe var 41 árs gamall. Kobe Bryant er einn vinsælasti körfuboltamaður sögunnar og Gigi dóttir hans þótti ein sú efnilegast körfuboltakonan í boltanum. Stöð 2 Sport 2 ætlar að minnast Kobe Bryant í dag með sérstöku Kobe kvöldi. It s been a year and it still doesn t feel real. Rest in paradise Kobe, Gigi, and all the lives lost in the tragic accident. #MambaForever pic.twitter.com/Yp3PqOnMiB— Complex Sports (@ComplexSports) January 26, 2021 Stöðin mun sína sýna nýju heimildarmyndina „Kobe Bryant í áranna rás“. Í henni er litið yfir glæstan feril Kobe og myndefni sýnt sem hefur ekki fyrr birst opinberlega. Rætt er við marga af fyrrum liðsfélögum og þjálfurum Kobe Bryant. Strax á eftir heimildarmyndinni verður síðan sýndur síðasti leikur Kobe Bryant á 20 ára NBA-ferli. Kobe Bryant skoraði þá sextíu stig í sigri Lakers á Utah Jazz. Heimildarmyndin er sýnd klukkan 20.00 og leikur Los Angeles Lakers verður sýndur klukkan 20.45. A year ago today, 9 people were killed in the Calabasas Helicopter crash, including Kobe Bryant and his 13-year-old daughter Gianna We will forever remember you, Black Mamba #RIPKobeBryant pic.twitter.com/q40asJzDPi— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 26, 2021 Kobe Bryant varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers, fyrst þrjú ár í röð með Shaquille O'Neal frá 2000 til 2002 en svo tvö ár í röð frá 2009 til 2010. Bryant var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar 2008 og var stigahæsti leikmaður deildarinnar í tvígang eða 2006 og 2007. Kobe var ellefu sinnum kosinn í úrvalslið deildarinnar og var síðan fjórum sinnum í viðbót valinn í annað og þriðja liðið. Kobe Bryant skoraði 33.643 stig á NBA ferlinum eð 25,0 að meðaltali í leik. Hann var einnig með 5,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Kobe vann einnig tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu eða á ÓL 2008 og ÓL 2012. VIDEO: In Los Angeles, murals are painted in tribute to basketball legend Kobe Bryant, who died a year ago with his daughter, Gianna Bryant, in a helicopter crash in California pic.twitter.com/8XyTc3byCO— AFP News Agency (@AFP) January 25, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
26. janúar 2020 lést Kobe í þyrluslysi í Kaliforníu þegar hann var á leið með dóttur sinni og vinafólki í körfuboltaleik. Kobe var 41 árs gamall. Kobe Bryant er einn vinsælasti körfuboltamaður sögunnar og Gigi dóttir hans þótti ein sú efnilegast körfuboltakonan í boltanum. Stöð 2 Sport 2 ætlar að minnast Kobe Bryant í dag með sérstöku Kobe kvöldi. It s been a year and it still doesn t feel real. Rest in paradise Kobe, Gigi, and all the lives lost in the tragic accident. #MambaForever pic.twitter.com/Yp3PqOnMiB— Complex Sports (@ComplexSports) January 26, 2021 Stöðin mun sína sýna nýju heimildarmyndina „Kobe Bryant í áranna rás“. Í henni er litið yfir glæstan feril Kobe og myndefni sýnt sem hefur ekki fyrr birst opinberlega. Rætt er við marga af fyrrum liðsfélögum og þjálfurum Kobe Bryant. Strax á eftir heimildarmyndinni verður síðan sýndur síðasti leikur Kobe Bryant á 20 ára NBA-ferli. Kobe Bryant skoraði þá sextíu stig í sigri Lakers á Utah Jazz. Heimildarmyndin er sýnd klukkan 20.00 og leikur Los Angeles Lakers verður sýndur klukkan 20.45. A year ago today, 9 people were killed in the Calabasas Helicopter crash, including Kobe Bryant and his 13-year-old daughter Gianna We will forever remember you, Black Mamba #RIPKobeBryant pic.twitter.com/q40asJzDPi— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 26, 2021 Kobe Bryant varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers, fyrst þrjú ár í röð með Shaquille O'Neal frá 2000 til 2002 en svo tvö ár í röð frá 2009 til 2010. Bryant var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar 2008 og var stigahæsti leikmaður deildarinnar í tvígang eða 2006 og 2007. Kobe var ellefu sinnum kosinn í úrvalslið deildarinnar og var síðan fjórum sinnum í viðbót valinn í annað og þriðja liðið. Kobe Bryant skoraði 33.643 stig á NBA ferlinum eð 25,0 að meðaltali í leik. Hann var einnig með 5,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Kobe vann einnig tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu eða á ÓL 2008 og ÓL 2012. VIDEO: In Los Angeles, murals are painted in tribute to basketball legend Kobe Bryant, who died a year ago with his daughter, Gianna Bryant, in a helicopter crash in California pic.twitter.com/8XyTc3byCO— AFP News Agency (@AFP) January 25, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira