Umræddir leikskólar eru Bakkaborg í Breiðholti, Drafnarsteinn í Vesturbæ, Engjaborg í Grafarvogi, Langholt í Laugardal/Háaleiti, Maríuborg í Árbæ/Grafarholti og Stakkaborg í Miðborg/Hlíðum.
„Sumaropnun leikskóla er tilraunaverkefni sem fór af stað sumarið 2019 til að koma til móts við óskir foreldra um meiri sveigjanleika á orlofstímanum. Foreldrar sækja um sumardvöl fyrir barn sitt í opnum leikskóla og verður hægt að sækja um frá og með 5. mars,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Reyndar hafi aðeins 18% foreldra sótt um að taka sumarleyfi á öðrum tíma en boðið var upp á í þeirra leikskóla sumarið 2020 en ástæðan sögð líklega sú að foreldrar hefðu gengið á orlofsdaga sína vegna verkfalla og kórónuveirufaraldursins.
Raunkostnaður við sumaropnunina í fyrra var 44 milljónir.