„Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. janúar 2021 18:18 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, í þingsal. Heilbrigðisráðherra sakaði þingmanninn um að gera faraldurinn að pólitísku bitbeini. vísir/vilhelm „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. Umræður um öflun og dreifingu bóluefnis fóru fram á Alþingi í dag. Heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um málið og gafst þingmönnum síðan færi á spurningum. Anna Kolbrún sagði ríkisstjórninni hafa mistekist að upplýsa þjóðina um bólusetningar. „Algjör óreiða hefur einkennt skilaboð ríkisstjórnarinnan og landsmenn eru engu nær um hvenær bóluefni berst, hversu mikið af því og hvenær bólusetningu verður lokið,“ sagði Anna Kolbrún og spurði hvers vegna ríkisstjórnin fari ekki fram hjá bóluefnasamfloti Evrópusambandsins og semji við bóluefnaframleiðendur um auka skammta. „Vissulega geta komið upp hnökrar en samt sem áður er algjörlega augljóst að það voru mistök að treysta aðeins á að Evrópusambandið gætti hagsmuna okkar.“ Svandís sagði spurninguna vera „Miðflokkslega“. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm „Ég bendi háttvirkum þingmanni og félögum hennar í þingflokki Miðflokksins, sem eru ekki hressir í dag frekar en aðra daga, að vefurinn bóluefni.is er ágætis vettvangur þar sem staðreyndir eru leiddar fram og þar er enginn óreiða ef háttvirtur þingmaður myndi leggja sig fram um að fylgjast með þar.“ Hún sagði ríkisstjórnina vilja standa við gerða samninga. Ekki sé heldur víst að slíkar tilfæringar beri árangur. Í umræðunum í dag sagðist Svandís raunar viss um að rétt ákvörðun hefði verið tekin varðandi samflotið við Evrópusambandið. Svandís sakaði Önnu Kolbrúnu um að gera faraldurinn að pólitísku bitbeini. „Ég legg áherslu á hversu mikilvægt það er, og hversu mikil gæfa hefur verið fólgin í því, að það er undantekning að þingmenn, þingflokkar og stjórnmálafólk hafi reynt að gera Covid-19, bólusetningar og sóttvarnaráðstafanir að pólitísku bitbeini. Því miður stendur háttvirtur þingmaður hér fyrir þá undantekningu.“ Í máli Svandísar í dag kom fram að von gæti verið á bóluefni frá Janssen fyrr en áður var talið og sagðist hún enn gera ráð fyrir að þorri þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Tæplega 4.800 hafa nú fengið fyrri skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og um 5.700 lokið bólusetningu, eða alls um 10.400 manns. Í febrúar er búist við þrjátíu þúsund skömmtum frá Pfizer, Moderna og Astra Zeneca, sem er gert ráð fyrir að fái markaðsleyfi á föstudag, eða alls fyrir fimmtán þúsund manns. „Og gera má ráð fyrir að í lok mars verðum við búin að bólusetja 35 þúsund manns,“ sagði Svandís í dag. Gert sé ráð fyrir að tafir á afhendingu vegna vandræða við framleiðslu hjá Pfizer og Astra Zeneca verði unnar upp. „Enn eru allar líkur á því að við munum ná að bólusetja þorra þjóðarinnar á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Miðflokksins.vísir/Vilhelm Þarf aðeins eina sprautu af Janssen Dreifingaráætlanir svo langt fram í tímann liggja ekki fyrir og erfitt er því að staðreyna þessi fyrirheit. Eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagði Svandís að óformlegar upplýsingar bentu til þess að búast mætti við meira af bóluefni í mars. Á þingi í dag báðu þingmenn um að ráðherra hefði slíkar upplýsingar uppi á borðum. „Ósk ráðherra um samstöðu er að sjálfsögðu vel tekin, en hún verður að styðjast við gagnsæi í vinnubrögðum,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins. Svandís vísaði þá í samning stjórnvalda um 235 þúsund skammta af bóluefni Janssen sem hingað til hefur verið búist við á þriðja ársfjórðungi. Af því þarf einungis eina sprautu. „Og það er von á því bóluefni fyrr en áður var gert ráð fyrir, það er að segja á þriðja ársfjórðuni, við erum að gera ráð fyrir því fyrr,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Alþingi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Umræður um öflun og dreifingu bóluefnis fóru fram á Alþingi í dag. Heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um málið og gafst þingmönnum síðan færi á spurningum. Anna Kolbrún sagði ríkisstjórninni hafa mistekist að upplýsa þjóðina um bólusetningar. „Algjör óreiða hefur einkennt skilaboð ríkisstjórnarinnan og landsmenn eru engu nær um hvenær bóluefni berst, hversu mikið af því og hvenær bólusetningu verður lokið,“ sagði Anna Kolbrún og spurði hvers vegna ríkisstjórnin fari ekki fram hjá bóluefnasamfloti Evrópusambandsins og semji við bóluefnaframleiðendur um auka skammta. „Vissulega geta komið upp hnökrar en samt sem áður er algjörlega augljóst að það voru mistök að treysta aðeins á að Evrópusambandið gætti hagsmuna okkar.“ Svandís sagði spurninguna vera „Miðflokkslega“. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm „Ég bendi háttvirkum þingmanni og félögum hennar í þingflokki Miðflokksins, sem eru ekki hressir í dag frekar en aðra daga, að vefurinn bóluefni.is er ágætis vettvangur þar sem staðreyndir eru leiddar fram og þar er enginn óreiða ef háttvirtur þingmaður myndi leggja sig fram um að fylgjast með þar.“ Hún sagði ríkisstjórnina vilja standa við gerða samninga. Ekki sé heldur víst að slíkar tilfæringar beri árangur. Í umræðunum í dag sagðist Svandís raunar viss um að rétt ákvörðun hefði verið tekin varðandi samflotið við Evrópusambandið. Svandís sakaði Önnu Kolbrúnu um að gera faraldurinn að pólitísku bitbeini. „Ég legg áherslu á hversu mikilvægt það er, og hversu mikil gæfa hefur verið fólgin í því, að það er undantekning að þingmenn, þingflokkar og stjórnmálafólk hafi reynt að gera Covid-19, bólusetningar og sóttvarnaráðstafanir að pólitísku bitbeini. Því miður stendur háttvirtur þingmaður hér fyrir þá undantekningu.“ Í máli Svandísar í dag kom fram að von gæti verið á bóluefni frá Janssen fyrr en áður var talið og sagðist hún enn gera ráð fyrir að þorri þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Tæplega 4.800 hafa nú fengið fyrri skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og um 5.700 lokið bólusetningu, eða alls um 10.400 manns. Í febrúar er búist við þrjátíu þúsund skömmtum frá Pfizer, Moderna og Astra Zeneca, sem er gert ráð fyrir að fái markaðsleyfi á föstudag, eða alls fyrir fimmtán þúsund manns. „Og gera má ráð fyrir að í lok mars verðum við búin að bólusetja 35 þúsund manns,“ sagði Svandís í dag. Gert sé ráð fyrir að tafir á afhendingu vegna vandræða við framleiðslu hjá Pfizer og Astra Zeneca verði unnar upp. „Enn eru allar líkur á því að við munum ná að bólusetja þorra þjóðarinnar á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Miðflokksins.vísir/Vilhelm Þarf aðeins eina sprautu af Janssen Dreifingaráætlanir svo langt fram í tímann liggja ekki fyrir og erfitt er því að staðreyna þessi fyrirheit. Eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagði Svandís að óformlegar upplýsingar bentu til þess að búast mætti við meira af bóluefni í mars. Á þingi í dag báðu þingmenn um að ráðherra hefði slíkar upplýsingar uppi á borðum. „Ósk ráðherra um samstöðu er að sjálfsögðu vel tekin, en hún verður að styðjast við gagnsæi í vinnubrögðum,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins. Svandís vísaði þá í samning stjórnvalda um 235 þúsund skammta af bóluefni Janssen sem hingað til hefur verið búist við á þriðja ársfjórðungi. Af því þarf einungis eina sprautu. „Og það er von á því bóluefni fyrr en áður var gert ráð fyrir, það er að segja á þriðja ársfjórðuni, við erum að gera ráð fyrir því fyrr,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Alþingi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira