Fjórir milljarðar án réttinda Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir skrifar 28. janúar 2021 09:00 Ég var ein af þeim sem varð atvinnulaus á þessum fordæmalausu tímum. Eins og svo margir aðrir samnemendur mínir í Háskóla Íslands þá vann ég í ferðamannageiranum. Ferðamenn flykktust hér til landsins í tonna tali, ég spjallaði við þau á ensku og át yfir mig af Bæjarins Beztu pylsum. Ég starfaði við þetta á sumrin og hoppaði í túra með námi eins og ég mögulega gat. Ég útskrifaðist sumarið 2019 og ákvað að taka mér árs frí til þess að reyna að safna mér inn fyrir því sem að allir stúdentar sjá aðeins í hillingum sínum, hinni fyrstu íbúð. Þegar fregnir fóru að berast í árslok 2019 af óþekktri veiru sem herjaði á fólk út í heimi, man ég að ég sat með vinnufélögunum að drekka kaffi og spjalla um „að svona lagað myndi nú aldrei ná til Íslands”, eða hvað? Það var svo í febrúar 2020 sem við vorum kölluð á fund. Það voru engir ferðamenn að koma til landsins og þar af leiðandi ekkert til að vinna við og stefndi allt í að okkur yrði sagt upp. Þetta yrði í fyrsta skipti sem ég yrði atvinnulaus síðan ég byrjaði að vinna, 13 ára gömul, sem blaðberi með grunnskóla. Á þessum tímapunkti var ég enn í námsleyfi en mikið af samstarfsfólki mínu var í námi og vann við þetta samhliða. Ég og samstarfskona mín ræddum það að þurfa að öllum líkindum að sækja um atvinnuleysisbætur og sammældumst um að styðjast við hvor aðra í ferlinu, enda höfðum við ekki sótt um slíkt áður. Þetta var allt mjög súrrealískt, svo það var gott að vita af fleirum í sömu sporum. Fljótlega áttuðum við okkur á að ein okkar átti bara alls ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Það var samstarfskona mín sem átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum, einfaldlega vegna þess að hún var skráð í nám. Við unnum jafn mikið og jafn mikið af launum okkar runnu í atvinnuleysistryggingarsjóð, en bara ég átti rétt til atvinnuleysisbóta og ekki hún. Við töluðum mikið saman á þessu tímabili og höfðum báðar samband við Vinnumálastofnun og svörin voru alltaf þau að fólk í námi ætti ekki einfaldlega rétt á atvinnuleysisbótum. Hún sá það fyrir að missa heimilið sitt en ekki ég. Þegar hlutabótaleiðin var kynnt til leiks í mars vorum við kölluð inn á annan fund og sem betur fer gat fyrirtækið haft okkur í 25% starfshlutfalli, sem var viðmiðunarhlutfall úrræðisins, en þó um óljósan tíma. Ég upplifði mikinn létti en þessi sama samstarfskona mín upplifði þó talsvert meiri léttir. Okkur var bjargað af stjórnvöldum, að minnsta kosti í þetta sinn. Stuttu síðar var viðmiðunarhlutfallið þó hækkað í 50% og þá féllu margir stúdentar utan úrræðisins, þar á meðal hún. Það er staðreynd að meirihluti stúdenta á Íslandi vinnur til þess að geta stundað nám. Það er einnig staðreynd að stúdentar leggja atvinnuleysistryggingarsjóði lið með sínu vinnuframlagi. Af launum þeirra rennur atvinnutryggingagjald í sjóðinn, sem nemur 1,35%, en þrátt fyrir það á stúdent sem missir skyndilega vinnuna ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Sá réttur var hrifsaður af þeim 1. janúar 2010. Atvinnutryggingagjöld stúdenta nema yfir 4 milljarða frá árinu 2010, ef miðað er við að 70% stúdenta við Háskóla Íslands vinna samhliða námi, í 50% starfi að vetri og 100% starfi að sumri á lágmarkslaunum. Staðreyndin er þó að fleiri stúdentar vinna með námi og er upphæðin því töluvert hærri. Nú eru rúmlega 46% atvinnulausra er ungt fólk á aldrinum 18-34 ára samkvæmt Vinnumálastofnun, en það segir okkur aðeins hálfa söguna því stúdentar eru ekki á atvinnuleysisskrá og teljast því ekki með í þessum tölum. Ég var bara heppin. Heppin að hafa tekið mér námsleyfi á þessum tíma og heppin að hafa starfað hjá fyrirtæki sem gat boðið mér 25% starf svo ég ætti ofan í mig og á. Það eru margir stúdentar sem voru ekki svo heppnir og þá vantar ekki bara sumarstarf eitt sumarið. Stúdenta vantar raunverulegt öryggisnet sem grípur þá í neyð. Stúdentar eiga fullt tilkall til atvinnuleysisbóta og það verður að tryggja þeim þau réttindi tafarlaust. Höfundur er varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið atvinnuleysisbætur? from Stúdentaráð on Vimeo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ég var ein af þeim sem varð atvinnulaus á þessum fordæmalausu tímum. Eins og svo margir aðrir samnemendur mínir í Háskóla Íslands þá vann ég í ferðamannageiranum. Ferðamenn flykktust hér til landsins í tonna tali, ég spjallaði við þau á ensku og át yfir mig af Bæjarins Beztu pylsum. Ég starfaði við þetta á sumrin og hoppaði í túra með námi eins og ég mögulega gat. Ég útskrifaðist sumarið 2019 og ákvað að taka mér árs frí til þess að reyna að safna mér inn fyrir því sem að allir stúdentar sjá aðeins í hillingum sínum, hinni fyrstu íbúð. Þegar fregnir fóru að berast í árslok 2019 af óþekktri veiru sem herjaði á fólk út í heimi, man ég að ég sat með vinnufélögunum að drekka kaffi og spjalla um „að svona lagað myndi nú aldrei ná til Íslands”, eða hvað? Það var svo í febrúar 2020 sem við vorum kölluð á fund. Það voru engir ferðamenn að koma til landsins og þar af leiðandi ekkert til að vinna við og stefndi allt í að okkur yrði sagt upp. Þetta yrði í fyrsta skipti sem ég yrði atvinnulaus síðan ég byrjaði að vinna, 13 ára gömul, sem blaðberi með grunnskóla. Á þessum tímapunkti var ég enn í námsleyfi en mikið af samstarfsfólki mínu var í námi og vann við þetta samhliða. Ég og samstarfskona mín ræddum það að þurfa að öllum líkindum að sækja um atvinnuleysisbætur og sammældumst um að styðjast við hvor aðra í ferlinu, enda höfðum við ekki sótt um slíkt áður. Þetta var allt mjög súrrealískt, svo það var gott að vita af fleirum í sömu sporum. Fljótlega áttuðum við okkur á að ein okkar átti bara alls ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Það var samstarfskona mín sem átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum, einfaldlega vegna þess að hún var skráð í nám. Við unnum jafn mikið og jafn mikið af launum okkar runnu í atvinnuleysistryggingarsjóð, en bara ég átti rétt til atvinnuleysisbóta og ekki hún. Við töluðum mikið saman á þessu tímabili og höfðum báðar samband við Vinnumálastofnun og svörin voru alltaf þau að fólk í námi ætti ekki einfaldlega rétt á atvinnuleysisbótum. Hún sá það fyrir að missa heimilið sitt en ekki ég. Þegar hlutabótaleiðin var kynnt til leiks í mars vorum við kölluð inn á annan fund og sem betur fer gat fyrirtækið haft okkur í 25% starfshlutfalli, sem var viðmiðunarhlutfall úrræðisins, en þó um óljósan tíma. Ég upplifði mikinn létti en þessi sama samstarfskona mín upplifði þó talsvert meiri léttir. Okkur var bjargað af stjórnvöldum, að minnsta kosti í þetta sinn. Stuttu síðar var viðmiðunarhlutfallið þó hækkað í 50% og þá féllu margir stúdentar utan úrræðisins, þar á meðal hún. Það er staðreynd að meirihluti stúdenta á Íslandi vinnur til þess að geta stundað nám. Það er einnig staðreynd að stúdentar leggja atvinnuleysistryggingarsjóði lið með sínu vinnuframlagi. Af launum þeirra rennur atvinnutryggingagjald í sjóðinn, sem nemur 1,35%, en þrátt fyrir það á stúdent sem missir skyndilega vinnuna ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Sá réttur var hrifsaður af þeim 1. janúar 2010. Atvinnutryggingagjöld stúdenta nema yfir 4 milljarða frá árinu 2010, ef miðað er við að 70% stúdenta við Háskóla Íslands vinna samhliða námi, í 50% starfi að vetri og 100% starfi að sumri á lágmarkslaunum. Staðreyndin er þó að fleiri stúdentar vinna með námi og er upphæðin því töluvert hærri. Nú eru rúmlega 46% atvinnulausra er ungt fólk á aldrinum 18-34 ára samkvæmt Vinnumálastofnun, en það segir okkur aðeins hálfa söguna því stúdentar eru ekki á atvinnuleysisskrá og teljast því ekki með í þessum tölum. Ég var bara heppin. Heppin að hafa tekið mér námsleyfi á þessum tíma og heppin að hafa starfað hjá fyrirtæki sem gat boðið mér 25% starf svo ég ætti ofan í mig og á. Það eru margir stúdentar sem voru ekki svo heppnir og þá vantar ekki bara sumarstarf eitt sumarið. Stúdenta vantar raunverulegt öryggisnet sem grípur þá í neyð. Stúdentar eiga fullt tilkall til atvinnuleysisbóta og það verður að tryggja þeim þau réttindi tafarlaust. Höfundur er varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið atvinnuleysisbætur? from Stúdentaráð on Vimeo.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun